Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 24

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 24
504 LÆKNAblaðið 2018/104 Sköfnungur átti sér lyfstein sem Þorkell Eyjólfsson notaði til að lækna sár mikið sem hann veitti Grími útilegumanni. Læknar í sögunum Flestir sem lækningar stunda í sögunum starfa þó án tilstyrks kristinnar trúar. Þetta eru venjulega sára­ eða bráðalæknar úr alþýðustétt. Þekkingu sína byggir þetta fólk á reynslu og sam­ skiptum sínum við særða menn. Ekki er að sjá að menn hafi mikla þekkingu á jurtum eða lækningamætti þeirra eða annarri skólalæknisfræði. Þeir veita fyrstu hjálp og eru kallaðir læknar í sögunum. Þetta fólk er ekki menntaðir læknar samkvæmt skiln­ ingi skólalæknisfræðinnar enda var enga bókmenntun að fá. Eftirtalin eru kölluð læknar í sögunum: Bersi (Fóstbræðra­ saga), Þorvarður á Svalbarði (Ljósvetningasaga), Þorvarður á Síðreksstöðum (Vopnfirðingasaga) og Þorvaldur (Þórðar saga hreðu), Gríma (Fóstbræðrasaga), Álfgerður (Droplaugarsona­ saga), Hildigunnur (Brennu­Njálssaga), Helga (Harðar saga og Hólmverja) og Ólöf (Þórðar saga hreðu). Þetta fólk stundar sára­ lækningar og mistekst sjaldnast. Undir því er komið hversu fljótt og hvort hetjan verður aftur vígfær eða lifir af meiðsl sín. Þessir læknar eru aldrei aðalhetjur sagnanna heldur eru sóttir á örlaga­ stund til að sinna störfum sínum en hverfa síðan jafnharðan inn í skuggann á nýjan leik. Það er athyglisvert að sjaldnast er getið um föðurnöfn þessa fólks, sem er óvenjulegt. Ólöf læknir giftist Þórði hreðu í samnefndri sögu en hverfur algjörlega sjónum eftir það. Í Egilssögu og Hávarðar sögu Ísfirðings er getið um konur sem stunda eiginlegar sállækningar eða samtalsmeðferð. Þeim tekst að tala söguhetjurnar uppúr alvarlegu þunglyndi. Bæði Egill og Hávarður taka sinnaskiptum fyrir tilstilli þessara samtala. Há­ varður rís úr rekkju eftir langvarandi kararlegu og hefnir sonar síns. Egill rís upp og yrkir Sonatorrek. Þessar konur eru ekki kallaðar læknar þótt höfundur sagnanna geri þeim báðum og klókindum þeirra hátt undir höfði. Útlit og laun Læknar bera engin ytri einkenni starfa síns heldur eru klæddir að alþýðusið. Þeir líta á það sem skyldu sína að hjálpa nauðstöddum sem kannski minnir á starfsreglur lækna í Hippókratesar­ eiðn­ um. Laun fengu læknar ekki fyrir störf sín. Enginn lagabókstafur virðist til um laun lækna svo að sjúklingum var í sjálfsvald sett hvort hann vildi borga lækninum. Egill leysti Þorgerði dóttur sína út með gjöfum þegar hún reið heim til Hjarðarholts og Þormóður Kolbrúnarskáld gaf lækni sínum að Stiklastöðum gullhring. Læknirinn gat fremur búist við velvilja og vináttu en beinum greiðslum fyrir störf sín. Greining og meðferð Læknarnir beita fyrst og fremst skynfærum sínum til að greina umfang sáranna; kenna eða finna á hinum sára og horfa á skað­ ann. „Sjá vil ég sár þín,“ segir Þorvarður læknir í Vopnfirðinga­ Mynd af glugga sem Steinþór Sigurðsson gerði fyrir Læknafélag Íslands og prýðir kapelluna á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Fyrsti íslenski læknirinn, Hrafn Sveinbjarnarson sem Hrafnseyri er kennd við, mundar skurðarhnífinn.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.