Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - nóv. 2018, Page 42

Læknablaðið - nóv. 2018, Page 42
522 LÆKNAblaðið 2018/104 „Dr Eidelman bað bæði ráðið og þing­ ið afsökunar sem samþykktu beiðnina,“ sagði varaforsetinn. Reykjavíkur­yfirlýsingin um jafn­ rétti innan læknastéttarinnar var sett fram vegna fjölgunar kvenna í stéttinni, og bent á að víða væru konur yfir 50% læknanema. Þar segir að starfsumhverfið og námið verði að breytast til að styðja alla einstaklinga sem vilji vera læknar og veitt ráð svo það megi gerast. Konur verði að hafa jöfn tækifæri á við karla innan geirans. Í Reykjavíkur­yfirlýsingunni um inn­ flytjendur er lýst yfir áhyggjum af að lönd sem taki á móti flóttafólki séu að þrengja löggjöf sína. Staða og hlutverk lækna er áréttuð, rétt eins og í ákallinu til yfirvalda Níkaragva. „Alltaf þarf að forgangsraða heilsu manna umfram aðra hagsmuni,“ leggur forsetinn þar áherslu á. Starfsmenn LÍ héldu þinginu gangandi og leystu hvers manns vanda: Margrét Aðalsteinsdóttir, Dögg Pálsdóttir og Sólveig Jóhannsdóttir. Nýr formaður sver embættiseiðinn, Ísraelinn Leonid Eidelman. Reynir ávarpar fund Alþjóðalæknafélagsins, og í pallborði eru fráfarandi og verðandi forseti.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.