Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 41
LÆKNAblaðið 2018/104 521
„Alþjóðalæknafélagið, WMA, leggur
áherslu á að hlutverk lækna er að taka
virkan þátt í að styðja og stuðla að réttind
um allra til læknishjálpar sem byggist
eingöngu á klínískum þörfum. Þeirra er
að mótmæla löggjöf og venjum sem eru í
bága við þennan grundvallarrétt,“ segir í
tilkynningu félagsins eftir fundinn, sem
gekk vel á allan hátt og umgjörðin til fyr
irmyndar.
„Við fordæmum algjörlega þetta niður
rif almenna heilbrigðiskerfisins í Níkarag
va og sundrunar siðareglna og mann
réttinda í landinu,“ er haft eftir Leonid
Eidelman, nýjum forseta félagsins.
Jafnrétti og innflytjendamál voru til
umfjöllunar þeirra 194 fundarmanna frá
58 löndum sem sátu fundinn dagana 3.6.
október. Þessi málefni urðu að Reykjavík
uryfirlýsingunum. Margir fundargesta
munu þó eflaust helst minnast hans fyrir
útgöngu kanadíska læknafélagsins úr
alþjóðafélaginu eftir að hafa sakaði nýja
forsetann um að eigna sér hluta af ræðu
forvera í innsetningarræðu sinni síðasta
daginn. Dr. Frank Montgomery, varafor
seti félagsins, sagðist sjá á eftir þeim úr
félaginu og vonast til að sjá þá aftur í fyll
ingu tímans.
Fulltrúar læknafélaga í 58 löndum áttu fulltrúa á fundinum, og meira að segja Vatíkanið sendi sinn mann á vettvang.
Reynir Arngrímsson formaður afmælisbarnsins, Læknafélags Íslands, og Otmar Kloiber, framkvæmdastjóri afmælis-
gestanna, Alþjóðalæknafélagsins, WMA.
Það var áhrifamikið þegar Guðrún Ása Björnsdóttir
formaður Félags almennra lækna las Genfar-heiti WMA
á íslensku og fundargestir risu úr sætum og fóru með
heitin á ensku, spænsku eða frönsku.