Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - nov. 2018, Side 41

Læknablaðið - nov. 2018, Side 41
LÆKNAblaðið 2018/104 521 „Alþjóðalæknafélagið, WMA, leggur áherslu á að hlutverk lækna er að taka virkan þátt í að styðja og stuðla að réttind­ um allra til læknishjálpar sem byggist eingöngu á klínískum þörfum. Þeirra er að mótmæla löggjöf og venjum sem eru í bága við þennan grundvallarrétt,“ segir í tilkynningu félagsins eftir fundinn, sem gekk vel á allan hátt og umgjörðin til fyr­ irmyndar. „Við fordæmum algjörlega þetta niður­ rif almenna heilbrigðiskerfisins í Níkarag­ va og sundrunar siðareglna og mann­ réttinda í landinu,“ er haft eftir Leonid Eidelman, nýjum forseta félagsins. Jafnrétti og innflytjendamál voru til umfjöllunar þeirra 194 fundarmanna frá 58 löndum sem sátu fundinn dagana 3.­6. október. Þessi málefni urðu að Reykjavík­ ur­yfirlýsingunum. Margir fundargesta munu þó eflaust helst minnast hans fyrir útgöngu kanadíska læknafélagsins úr alþjóðafélaginu eftir að hafa sakaði nýja forsetann um að eigna sér hluta af ræðu forvera í innsetningarræðu sinni síðasta daginn. Dr. Frank Montgomery, varafor­ seti félagsins, sagðist sjá á eftir þeim úr félaginu og vonast til að sjá þá aftur í fyll­ ingu tímans. Fulltrúar læknafélaga í 58 löndum áttu fulltrúa á fundinum, og meira að segja Vatíkanið sendi sinn mann á vettvang. Reynir Arngrímsson formaður afmælisbarnsins, Læknafélags Íslands, og Otmar Kloiber, framkvæmdastjóri afmælis- gestanna, Alþjóðalæknafélagsins, WMA. Það var áhrifamikið þegar Guðrún Ása Björnsdóttir formaður Félags almennra lækna las Genfar-heiti WMA á íslensku og fundargestir risu úr sætum og fóru með heitin á ensku, spænsku eða frönsku.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.