Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 29

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 29
LÆKNAblaðið 2018/104 509 og var formaður á árunum 1997­1999. „Ég ætlaði nú að vera lengur en þessi for­ mannstíð var svo erilsöm og áreitið mikið að ég ákvað að láta ekki fjölskylduna líða meira fyrir þátttöku mína í félagsstörfum. Ég hætti alfarið,“ segir hann og hlær. Þrjú erfið mál lituðu formannstíð Guðmund­ ar: Erfið samningahrina þar sem læknar fengu í fyrsta sinn helgun, skrifstofunni var umbylt til nýrra tíma og gagnagrunns­ málið. „Ég var með mjög góða stjórn sem var sammála um að það þyrfti að taka félagið í gegn. Það var orðið gamaldags. Skrifstofa með gamlar rútínur og ekki á netinu. Engir tölvupóstar sendir, sem við vorum þó farin að nota. Við gerðum því gangskör og fengum ráðgjafafyrirtæki í lið með okk­ ur og tókum allan rekstur í gegn; sjóðina, Læknablaðið. Eins og með allar breytingar var andstaðan mikil. Fólk veit hvað það hefur en ekki hvað það fær.“ Guðmundur segir gagnagrunnsmálið hafa verið snúið, pólitíkin mikil og læknar ekki samstíga í málinu. „Það var róið í allar áttir. Málið var rekið og blásið upp í fjölmiðlum. Við réðum því fjölmiðla­ ráðgjafa sem kom okkur á betri kúrs með hvernig við komum fram. Við reyndum að vera málefnalegir og í fyrsta skipti varð Læknafélagið sýnilegt í sjónvarpi,“ segir hann. „Við ákváðum að leiða umræðuna en bíða ekki alltaf eftir að svara. Við tengdum okkur við Alþjóðalæknasamtökin, WMA, í fyrsta skipti og ráðfærðum okkur við þau. Við réðum breskan tölvusérfræðing sem kunni á gagnagrunnskerfið og vissi hvernig það virkaði, en það átti að vera dulkóðað,“ segir Guðmundur. „Pólitíkin var mikil. Stjórnmálamenn höfðu ærinn áhuga. Mikil sundrung var milli lækna. Sumir unnu fyrir Íslenska erfðagreiningu og aðrir áttu rann­ sóknarhagsmuni. Hópurinn var sundur­ leitur en við lögðum línur sem sameinuðu félagið nokkuð sterkt,“ segir hann, en á sama tíma hafi skort á traust í samskiptum við yfirvöld. „Þetta var mjög lærdómsríkur tími og ég kvaddi með bros á vör og ákvað að gefa ekki kost á mér aftur. Mér fannst ég hætta á góðum tímapunkti,“ segir Guðmundur. Lofuðu sameiningu undir einu þaki Sigurbjörn, sem setið hafði lengi í stjórn félagsins, tók svo við formannskeflinu þegar Guðmundur hætti og þegar deilan þroskaðist náðist á endanum sátt. „Menn áttuðu sig á því að það þurfti að gera hlutina öðruvísi.“ Sigurbjörn segist lítið hafa hugsað út í tímann sem hann gegndi formennsku. „Í skuggsjá eru það átökin um siðfræðileg málefni, eins og hugmyndin um gagna­ grunn á heilbrigðissviði og átökin við Íslenska erfðagreiningu sem tóku mestan tímann,“ segir Sigurbjörn. Læknafélagið hafi orðið málpípa þeirra sem hafi verið á móti hugmyndinni um gagnagrunn á heilbrigðissviði. „Orkan fór í þetta fyrstu árin. Hitt sem stendur uppúr eru málefni Landspítala Fyrrum og núverandi formenn Læknafélagsins áttu góða stund saman og rifjuðu upp málefnin á þessu afmælisári. Reynir Arn- grímsson, Sigurbjörn Sveinsson, Guðmundur Björnsson, Birna Jónsdóttir og Þorbjörn Jónsson. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.