Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 28
508 LÆKNAblaðið 2018/104
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Sjálfstæði íslenskra lækna og stjórn á tíma
sínum og verkum er einn lykilþátta gegn
kulnun í starfi. Þetta eru fimm formenn
Læknafélagsins fyrr og nú sammála um.
Þetta eru Reynir Arngrímsson, formaður
Læknafélags Íslands, Þorbjörn Jónsson,
Birna Jónsdóttir, Sigurbjörn Sveinsson
og Guðmundur Björnsson og þau telja
þá lækna sem stunda sjálfstæðan rekstur
ólíklegri til að upplifa kulnun. Þau eru öll
sammála því að nú liggi í loftinu að vega
eigi að sérfræðiþjónustunni og skera niður.
„Að stjórna sjálfum sér er ventillinn
sem íslenskir læknar hafa haft gegn
kulnun. Menn fara á eigin stofur til að
anda; til að stjórna sjálfum sér og koma
ferskir á spítalana,“ segir Reynir. „Um
ræðan um breytingar á umhverfi sjálf
stætt starfandi lækna skellir þeim í mikið
óöryggi og erfitt að vita hver áhrifin verða.
Tilhneiging á Norðurlöndunum og víða
annars staðar er að kerfið eigi læknana,
spítalinn eigi læknana. Þeir eigi að vera í
100% starfi og gera það sem þeim er sagt.
Mörgum þykir erfitt að samsama sig því
og finnast áhugavert.“
Sigurbjörn, sem vermdi formanns
stólinn á árunum 19992007, bætir við:
„Þegar ég er á stofunni er ég frjáls maður.
Læknafélagið hefur borið gæfu til þess
að standa vörð um starfsumhverfi lækna
þegar þessar hugmyndir um að allir vinni
á spítalanum hafa farið á flug. Við þurft
um líka að standa gegn því að læknar yrðu
einangraðir inni á spítalanum á mínum
formannstíma. Ýmislegt var markvisst gert
til að grafa undan sjálfstæði þeirra.“
Reynir segir að sjálfsákvörðunarréttur
sé sterkasti þátturinn gegn kulnun. „Að
hafa áhrif á starfsumhverfi sitt, skipulag
vinnunnar og hvað þeir gera. Í Bandaríkj
unum hafa læknar tapað þessu, sem sést á
heilsu þeirra.“ Alþjóðalæknafélagið, sem
fundaði hér á landi í októberbyrjun, hafi
áhyggjur af kulnun. Þar hafi komið fram
að niðurstaða bandarískrar rannsóknar
hafi sýnt að 59% þarlendra lækna hefðu
svarað því neitandi hvort þeir vildu að
börn þeirra fetuðu í fótspor þeirra. „Á
Alþjóðalæknaráðstefnunni var rætt sem
hluti af kulnunarumræðunni hvað álagið
væri mikið, menn óánægðir með starfið
og hvernig það hefur þróast til hins verra.
Þetta svar gefur mynd af frústrasjón
ákveðinnar stéttar.“
Sigurbjörn spyr hvort þetta segi ekki
meira um bandaríska heilbrigðiskerfið en
önnur. Reynir svarar: „Jú, en þróunin er að
verða eins í Evrópu.“
Reynir segir þó að læknar eigi að
hafa val. „Það má ekki skilja mig svo að
enginn læknir eigi að gegna 100% stöðu á
sjúkrahúsinu. Við sjáum að menn rótera.
Eru stundum í 100% vinnu og stundum
að blanda sérfræðiþjónustu við. Sveigjan
leikinn þarf að vera til staðar,“ segir hann.
„Þetta getur líka falist í því að læknar
hafi umsaminn eða skilgreindan tíma til
að sinna fræðastörfum í sinni sérgrein.
Læknisstarfið er fjölþætt; lækningar,
miðlun reynslu og kunnáttu og nýsköpun
þekkingar.“
Formenn funda
Við vindum okkur nú á byrjunarreit. For
mennirnir fimm eru saman komin til að
rifja upp markverða tíma á þessu aldaraf
mælisári félagsins. Nett skot, hressilegar
athugasemdir og hlátur einkenndi þá
einu og hálfu klukkustund sem þau fimm
vörðu saman á köldu októbersíðdegi.
„Hvað er að sjá þig,“ voru fyrstu orð
Birnu Jónsdóttur, formanns á árunum
20072011, þegar hún gekk inn í fundarher
bergið og sá Þorbjörn Jónsson eftirmann
sinn í stóli, í fatla við borðið að ræða
kjaramál. „Ég er nú bara orðinn brot
hættur, gamall maður,“ sagði hann í gam
ansömum tóni. „Elsku vinur, láttu ekki
svona,“ sagði Birna og valdi sæti við enda
borðsins. Viðtalið er rétt hafið. „Ég er í það
minnsta ekki síðust,“ segir hún fegin, en
stuttu síðar gengur Sigurbjörn Sveinsson í
hús og sest gegnt henni. „Ég verð hér við
endann; er kvefaður og vil engan smita.“
Kjaramál, skipulagsbreytingar, bæði
innri og ytri barátta, einkenna árin sem
þau sinntu formennsku. Öll tókust þau á
við erfið mál. Öll eru þau sammála um að
tíminn hafi verið gefandi. Öll segja þau
þó að álagið hafi verið mun meira en þau
reiknuðu með – nema Sigurbjörn, enda
hafði hann setið lengi í stjórn áður en
hann tók við stjórnartaumunum. Reynir er
enn að hita stólinn en aðeins er ár frá því
að hann settist í hann. Við höfum ákveðið
að fara yfir allra stærstu mál formannstíð
ar hvers þeirra.
Erill í kringum gagnagrunninn
„Þessi tími var mjög spennandi,“ segir
Guðmundur, sem er sérfræðingur í lækn
isfræðilegri ráðgjöf og mati á líkamstjóni.
Hann settist í stjórn félagsins árið 1993
Sjálfstæði er lykill að
góðri heilsu lækna
Fimm formenn Læknafélags Íslands settust niður og
ræddu fortíð og framtíð læknastéttarinnar.
Þau eru sammála um að sjálfstæður rekstur forði
læknum frekar frá því að kulna í starfi
„En afstaða lækna mun skýrast,
því við erum að fara af stað með
skoðanakönnun og þar verð-
ur spurt um afstöðuna til ný-
byggingar sjúkrahúss.“