Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 16

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 16
496 LÆKNAblaðið 2018/104 R A N N S Ó K N svo virðist sem NSTEMI­sjúklingar hafi að meðaltali útbreiddari kransæðasjúkdóm en þeir sem fá STEMI.17 Einnig er hærri tíðni endurkomu hjartadreps meðal NSTEMI­sjúklinga sem hefur nei­ kvætt forspárgildi á lifun.18 Munur er á aldri og flestum áhættuþáttum milli NSTEMI­ og STEMI­sjúklinga í þessari rannsókn, sem bendir til tveggja ólíkra hópa eða mismunandi birtingarmyndar kransæðasjúkdóms. Tafla 1 sýnir samanburð á erlendum rannsóknum í löndum Evrópu. Dönsk rannsókn tók til lifunar NSTEMI­ og STEMI­sjúklinga sem greindir voru á árunum 1999­2001 sem sýndi fram á sambærilegar langtímahorfur og þessi rannsókn.9 Konur höfðu marktækt verri lifun en karlar, hvort sem þær greindust með NSTEMI eða STEMI. Konur voru 7­8 árum eldri að meðaltali í báðum hópum (tafla II). Eftir aldursleiðréttingu reyndist ekki vera munur á lifun kynjanna. Því má ætla að aldursmunurinn hafi að miklu leyti útskýrt þann mun í lífslíkum sem sást á milli kynjanna. Aldurdreifing kynja er sambærileg og sést erlendis þar sem meðalaldur kvenna er hærri meðal NSTEMI­ og STEMI­sjúk­ linga.19,20 Þekkt er að konur fá hjarta­ og æðasjúkdóma að meðaltali 6­10 árum seinna á lífsleiðinni en karlar. Þessi mismunur eyðist hjá konum sem eru með sykursýki.21 Eftir tíðahvörf kvenna eykst ný­ gengi hjarta­ og æðasjúkdóma.22 Euro heart­rannsóknin hefur sýnt að eldri sjúklingar eru líklegri til að fá NSTEMI fremur en STEMI, hafa töluvert hærri dánartíðni í spítalalegu og eru meðhöndlaðir með færri inngripum.23 Við leiðréttingu fyrir aldri kom í ljós að reykingar höfðu nei­ kvætt forspárgildi lifunar meðal NSTEMI­sjúklinga. Meðal STEMI­ sjúklinga reyndist ekki vera marktækur munur á lifun þeirra sem reyktu og þeirra sem reyktu ekki. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir sem hafa sýnt fram á að reykingamenn hafa í sumum tilvikum jafngóðar eða betri horfur eftir hjartaáfall en þeir sem ekki reykja (smoking paradox).24,25 Þeir sem reykja eru líklegri til að látast fyrr vegna ýmissa annarra sjúkdóma sem gæti haft áhrif á horfur reykingamanna í þessari rannsókn. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á hærri tíðni sykursýki meðal NSTEMI­ sjúklinga líkt og sást í þessari rannsókn.9 Hærri tíðni sykursýki gæti mögulega átt þátt í verri lifun þar sem sykursýki eykur oxun­ arálag á æðar líkamans og hraðar ferli æðakölkunar.26 Í þessari rannsókn er lýst langtímahorfum sjúklinga með bráða kransæðastíflu á Íslandi árið 2006. Niðurstöður eru að mörgu leyti sambærilegar við það sem sést hefur í erlendum rannsóknum. Ný­ gengi NSTEMI hefur farið hækkandi á undanförnum árum og er hærra í rannsókn okkar en nýgengi STEMI. Konur eru marktækt eldri en karlar og sé leiðrétt fyrir aldri skýrast verri horfur þeirra af þessum aldursmun. Hins vegar skýrir aldursmunur ekki verri horfur NSTEMI­sjúklinga samanborið við þá sem hafa STEMI. Horfur sjúklinga með bráða kransæðastíflu hafa farið batnandi frá þeim tíma sem þessi rannsókn nær til, árinu 2006. Þar koma annars vegar til breytt staða helstu áhættuþátta kransæðasjúk­ dóms en líka markvissari notkun verndandi meðferðar og inn­ gripa.6 Ljóst er að sykursýki er nú sem fyrr einn sterkasti áhrifa­ valdur aukinnar áhættu hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóm. Þeirri spurningu er enn ósvarað hvað skýrir þann mismun á horfum NSTEMI­ og STEMI­sjúklinga sem fram kemur í þessari rannsókn. Til þess að greina þá þætti sem liggja að baki þyrfti stærri rannsókn sem nær yfir meðferðarleiðir og fleiri þætti sem ekki eru greindir hér. Það verður viðfangsefni síðari tíma rann­ sókna. Hins vegar bendir margt til þess að birtingarmyndir og horfur bráðra kransæðaheilkenna séu margþættar og háðar breytilegum áhrifaþáttum í umhverfi og meðferð. Túlka ber niðurstöður okkar með nokkurri varúð af eftirtöld­ um ástæðum: Rannsóknarþýðið er lítið og nær einungis til eins árs. Rannsóknin nær eingöngu til þeirra sjúklinga sem lögðust inn á Landspítala með bráða kransæðastíflu árið 2006 og tekur því ekki tillit til sjúklinga sem lágu inni á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eða öðrum heilbrigðisstofnunum landsins. Á þeim tíma sem rannsóknin nær til, árinu 2006, voru ekki notaðar hánæmar trópónín­T­mælingar (hs­TnT) á Landspítala eins og síðar varð. Þess vegna er óljóst að hve miklu leyti aukið næmi þessara prófa hefur leitt til aukningar á greiningu NSTEMI á kostnað hvikullar hjartaangar. Dánarorsakir voru ekki skráðar og hlutfall bráðrar kransæðastíflu sem dánarorsakar er því óþekkt. Um afturskyggna áhorfsrannsókn er að ræða sem leiðir til þess að upplýsingar um áhættuþætti eru ófullkomnar. Hins vegar er eftirfylgni nákvæm hvað varðar dauðsföll og endurtekin hjartaáföll.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.