Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 30

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 30
510 LÆKNAblaðið 2018/104 og sameining sjúkrahúsanna. Um alda­ mótin féllst Læknafélagið á sameiningu Borgarspítala og Landspítala gegn því að spítalinn yrði undir einu þaki. Það var skýrt orðað í yfirlýsingu læknafélaganna,“ segir hann. „Þessi sameining var ekki vel teiknuð upp af heilbrigðisstjórninni. Það varð til hírarkí á nýja sjúkrahúsinu, sem við töld­ um í andstöðu við lög. Tíminn okkar fór í að reyna að viðhalda stjórnendastöðum læknanna á þessu nýja sjúkrahúsi og stöðu þeirra sem yfirlækna. Þegar ég horfi til baka var stjórnartíð mín endalaus átök við yfirstjórn sjúkrahússins í þágu lækna. Við töldum rangt staðið að uppbyggingu stjórnar spítalans,“ segir Sigurbjörn. „Þetta var áratugur búrókratanna. Þeir voru að taka yfir sjúkrahúsþjónustuna.“ Linuðu áhrif hrunsins á lækna Birna Jónsdóttir, röntgenlæknir og for­ maður félagsins á árunum 2007 til 2011, segir hrunið fyrir áratug hafa yfirskyggt allt annað í störfum félagsins. „Á þessum árum fór allur kraftur í að standa vörð um hagsmuni lækna. Alls staðar kreppti að. Við vörðum öllum kröftum og baráttu­ þreki í þetta áfall þjóðarinnar. Ekkert ann­ að mál komst í hálfkvisti við þetta.“ Birna segir hrunið hafa haft mikil áhrif á lækna. „Mjög fljótlega varð ljóst að lækn­ ar fóru að draga lappirnar að flytja heim. Læknaskortur blasti við. Allt frá október 2008, já og alltaf, fór mikill tími í sam­ skipti við ríkisvaldið,“ segir Birna. „Verja lækna fyrir niðurskurðarhnífnum, aðgerð­ um stjórnvalda og öllum þeim áhrifum sem hrunið hafði. Eitt af hlutverkum félagsins er að vinna í öllu því sem er til framdráttar heilsu landsmanna í víðasta skilningi og það er meðal annars gert með samskiptum okkar við Alþingi og ráðuneyti. Við vorum ekki aðeins að verja lækna heldur íslensku þjóðina. Það fór geysilega mikil vinna í þetta.“ Birna segist ánægð með framlagið en verkefnið hafi verið ærið, meðal annars rýrnuðu eignir félagsins mikið. „Ég hafði verið formaður í slétt ár þegar hrunið verður. Ég hafði ekki, fyrr en ég fór að vinna sem formaður, gert mér grein fyrir hversu mikill tími fer í að gefa álit á lögum og reglum og framgangi heilbrigð­ isþjónustunnar. Það kristallaðist mjög vel þarna.“ Spurð hvort hlustað sé á það sem fé­ lagið hafi að segja svarar Birna: „Það er hlustað á okkur og að einhverju leyti er tekið mark á okkur. Klárlega,“ segir Birna. Undir það tekur Þorbjörn og bætir við að Alþingi geri það frekar en ráðuneyti mála­ flokksins. „Maður áttar sig á leikreglunum og vinnuframlaginu þegar mætt er á völl­ inn,“ bætir Birna við. Kjaramálin kjarni ára Þorbjörns Þorbjörn Jónsson, sérfræðingur í ónæm­ isfræði, stýrði Læknafélaginu á árunum 2011­2017. Hann segir að stærstu málin í hans tíð hafi verið kjaramálin. „Þegar kjarasamningar renna út í ársbyrjun 2014 voru kjör sjúkrahúslækna orðin frekar bág. Það var virkileg þörf á að bæta úr því og það fer af stað þessi harðvítuga deila við ríkið sem endaði með því í október 2014 að læknar sem unnu fyrir hið opinbera fóru í verkfall,“ segir Þorbjörn. „Við höfðum almenning með okkur, sem við áttum ekki von á í upphafi. Að­ stæðurnar voru þannig að þessi stemning skapaðist og við fórum í allsherjarverkfall; þótt aðeins hluti lækna væri í verkfalli á hverjum tíma.“ Þorbjörn segir að verk­ fallsaðgerðir hafa verið settar upp á mjög ábyrgan hátt í þetta fyrsta sinn sem lækn­ ar fóru í allsherjarverkfall. „Ég held að það sé óhætt að segja að læknar fengu umtalsverða kauphækkun sem virkilega munaði um. Þetta er það sem ég er stoltastur af á mínum ferli.“ Spurður hverju hann þakki þennan árangur stendur ekki á svari. „Samstaða lækna. Ekki aðeins höfðum við ákveðinn velvilja hjá stærstum hluta almennings heldur sýndu allir hópar lækna, hvort sem þeir unnu fyrir ríkið eða sjálfstætt, sam­ stöðu.“ Þorbjörn nefnir einnig skipulags­ breytingar. „Aðildarfélög læknafélagsins eru nú fjögur en voru miklu fleiri. Núna er horft til þess hvaðan læknarnir þiggja laun; hvort þeir séu á vegum ríkisins, með eigin rekstur, séu heimilislæknar eða unglæknar. Þá færðum við formannskosn­ inguna í nútímalegra form. Áður kusu 70 aðalfundarfulltrúar en núna hafa allir 1000 læknar félagsins kosningarétt. Ég vona að tíminn leiði í ljós að þetta hafi verið góð breyting.“ Reynir og nútíminn Reynir Arngrímsson sér ekki langt aftur litið í baksýnisspeglinn á formannstíð sinni. Hann hefur aðeins gegnt starfinu í tæpt ár, en eitt stærsta mál líðandi er vinnuaðstaða lækna. Nýr spítali er þar á meðal. „Þessi bygging við Hringbraut verður byggð. Það er alveg ljóst, en hún er ekkert í samræmi við það sem farið var af Formenn Lí síðustu áratugi: Reynir frá 2017, Sigurbjörn 1999-2007, Þorbjörn 2011-2017, Guðmundur 1997-1999 og Birna 2007-2011.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.