Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 21

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2018/104 501 1. de Werra C, di Filippo G, Tramontano R, Aloia S, di Micco R, Del Giudice R. Giant lipoma in the thigh A case report. Ann Ital Chir 2016; 87. 2. Silistreli OK, Durmus EU, Ulusal BG, Oztan Y, Gorgu M. What should be the treatment modality in giant cutaneous lipomas? Review of the literature and report of 4 cases. Br J Plast Surg 2005; 58: 394­8. 3. Guler O, Mutlu S, Mahirogullari M. Giant lipoma of the back affecting quality of life. Ann Med Surg 2015; 4: 279­ 82. 4. Nakamura Y, Teramoto Y, Sato S, Yamada K, Nakamura Y, Fujisawa Y, et al. Axillary giant lipoma: a report of two cases and published work review. J Dermatol 2014; 41: 841­4. 5. Gungor M, Sir E, Aksoy A, Agirbas S. Giant lipoma extending into two thigh canals: A case report. Acta Orthop Traumatol Turc 2017; 51: 270­2. 6. Jain G, Tyagi I, Pant L, Nargotra N. Giant Anterior Neck Lipoma with Bleeding Pressure Ulcer in an Elderly Man: A Rare Entity. W J Plast Surg 2017; 6: 365­8. 7. Virk JS, Verkerk M, Patel H, Ghufoor K. Massive lipoma of the posterior neck. BMJ Case Rep 2016. 8. Abdulsalam T, Osuafor CN, Barrett M, Daly T. A giant lipoma. BMJ Case Rep 2015. 9. Rubenstein R, Roenigk HH Jr, Garden JM, Goldberg NS, Pinski JB. Liposuction for lipomas. J Dermatol Surg Oncol 1985; 11: 1070­4. 10. Enzinger F, Weiss. S. Soft tissue tumors 6th edition. Mosby, St. Louis 1983. Heimildir Barst til blaðsins 16. maí 2018, samþykkt til birtingar 7. ágúst 2018. Bryndís Ester Ólafsdóttir1 Halla Fróðadóttir1 Rebekka Rúnarsdóttir2 Elsa B. Valsdóttir1,3 Lipomas are slow-growing, benign soft tissue tumors that are typically asymptomatic. We describe the case of a 52 year old female, sever- ely overweight who presented with an 8 month history of slowly progressive large lower abdomi- nal mass. Clinical workup gave an indication of a subcutaneous lipoma. The patient underwent open surgery where the mass was removed. Pathology results revealed a lipoma without malignancy. Lipomas only require treatment when they are symptomatic or to rule out malig- nancy. Giant lipomas are defined as a lesion that are over 10 cm in length or weigh more than 1000 grams. Abdominal giant lipoma ENGLISH SUMMARY 1Surgical department, Landspítali University Hospital, 2Pathology department, Landspítali University Hospital, 3Faculty of Medicine, Landspítali University Hospital. Key words: lipoma, giant, large, abdominal. Correspondence: Bryndís Ester Ólafsdóttir, bryndeo@landspitali.is S J Ú K R A T I L F E L L I gæf. Þeim hefur verið lýst á upphandleggjum, lærum og á búk.5,7,10 Ástæður fyrir því að sum fituæxli verða að risafituæxlum eru ekki að fullu þekktar, en áverkar á húð eru taldir geta haft áhrif á vöxt og hrint af stað vexti.7 Fituæxli hafa í mörgum tilfellum engin sértæk einkenni og þarfnast sjaldan meðhöndlunar.3 Risafituæxli geta aftur á móti vegna stærðar sinnar valdið ýmsum einkennum eins og bjúgsöfn­ un, taugaertingu, þrýstingseinkennum og skertri hreyfigetu.3,5,7,10 Það er sambærilegt því sem lýst er í okkar tilfelli, mikill bjúgur í húð og skert hreyfigeta sem var aðalvandi sjúklingsins. Greining risafituæxla er oft klínísk en þó eru notaðar mismun­ andi myndrannsóknir, til dæmis ómun, segulómun eða tölvusneið­ myndir í sumum tilfellum.5 Sýnataka er ekki talin fullnægjandi til greiningar vegna stærðar æxlanna.8 Hraður vöxtur, stærð æxla og hár aldur sjúklinga eru áhættu­ þættir fyrir illkynja vexti.6 Einnig hefur staðsetning æxlis áhrif því talið er að ef risafituæxli eru innan vöðva séu auknar líkur á illkynja vexti.2 Meginástæða brottnáms á æxli sjúklings í þessu tilfelli var stærð þess og vegna mikillar hreyfiskerðingar sem það olli sjúklingnum. Útlit æxlisins við ómskoðun benti fyrst og fremst til fituæxlis. Í þessu tilfelli var æxlið aðskilið frá kviðveggnum. Aðgerðin var fyrst og fremst framkvæmd til að draga úr ein­ kennum. Velta má fyrir sér hvort hreyfiskerðingin sem risafitu­ æxlið olli þessum sjúklingi hafi ýtt undir hættu á að fá segarek til lungna. Mismunandi aðferðir við brottnám fituæxla hafa verið skoðað­ ar.5 Sýnt hefur verið fram á að með því að nota fitusog í stað opinn­ ar skurðaðgerðar er hægt að draga úr lýti sjúklings þar sem ör eru minni og dánartíðni lægri samanborið við opna skurðaðgerð.2,5,9 Með fitusogi er endurkomutíðnin hærri þar sem ekki næst að fjar­ lægja risafituæxlið að fullu og bandvefshimnan skilin eftir. Í þeim tilfellum þar sem bandvefshimna risafituæxlanna er mjög þykk er fitusog því óhentugri kostur.2,5 Í okkar tilfelli var ekki hægt að notast við aðrar myndgreiningarrannsóknir en ómskoðun og því ekki að fullu vitað hvernig útlit æxlisins var. Einnig var húðin yfir aðgerðarsvæðinu mjög gróf og möguleiki á staðbundinni sýkingu töluverður. Því kom ekki annað til greina en að framkvæma opna skurðaðgerð og fjarlægja samhliða yfirliggjandi húð. Það er okkar niðurstaða að opin skurðaðgerð hafi verið réttur valkostur fyrir sjúklinginn til að draga úr einkennum og koma í veg fyrir áframhaldandi hreyfiskerðingu. Mikilvægt er að vanda uppvinnslu risafituæxla og bregðast við svo vöxtur þeirra verði ekki ótæpilegur og við missum ekki af illkynja vexti ef hann er til staðar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.