Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 38
518 LÆKNAblaðið 2018/104
Það á ekki að vera hlutverk heilbrigðis
starfsmanna að tilkynna óskráða innflytj
endur, segir sérfræðingur í málefnum
þeirra.
Gerðu vinnustaðinn þinn að öruggu
svæði fyrir óskráða innflytjendur, hvatti
Alyna Smith til. Hún er ráðgjafi hjá PIC
UM sem eru frjáls félagasamtök sem
vinna að því að auka virðingu fyrir mann
réttindum óskráðra innflytjenda í Evrópu.
Umræða um heilbrigðisþjónustu fyrir
óskráða innflytjendur fór fram í Kaldalóni
undir stjórn Andrésar Magnússonar lækn
is á öðrum degi ráðstefnunnar og voru
þrjú í pallborði. Auk Alynu, Tomas Linden
frá sænska læknafélaginu og Ulrich Clever
frá því þýska.
Tomas Linden sagði að aldrei ætti að
velja lakari meðferð fyrir þá sem standa
verr í samfélaginu. „Við eigum alltaf
að velja bestu mögulegu lausnina fyrir
einstaklinginn, óháð lagalegri stöðu hans.“
Clever benti á að Jórdanía, Líbanon
og ríki í kringum Venesúela væru í meiri
vandræðum vegna innflytjenda en Þýska
land eða önnur Evrópuríki. „En Þýskaland
hefur tekið við flestum vegna Sýrlands
stríðsins.“ Það hafi verið afar krefjandi
að taka á móti einni milljón flóttamanna
á einu bretti árið 2015. Aldrei höfðu fleiri
sótt til landsins, ekki einu sinni vegna
stríðsins í Júgóslavíu. Reglur voru aðlag
aðar svo flóttamenn sem þurftu heilbrigð
isþjónustu gætu sótt sér aðstoð.
Alyna greindi frá því hvernig ýmis
evrópsk stjórnvöld hefðu á síðustu árum
reynt að fá heilbrigðisyfirvöld til þess að
tilkynna ef óskráðir innflytjendur nýttu
þjónustuna. Skýrasta dæmið hefði verið í
Bretlandi. Fjölmargir læknar hefðu mót
mælt þessu hlutverki.
„Þú hefur rödd og það sem þú gerir
skiptir máli,“ sagði Alyna og benti á að
ekki þyrfti að standa úti á götu til þess að
mótmæla slíku athæfi. Fjöldi leiða væri
innan hverrar heilbrigðisstofnunar til að
berjast gegn slíku hlutverki. Hún gaf heil
ræði, meðal annars:
• Verndaðu heilbrigðisgeirann fyrir því
að vera handbendi yfirvalda gegn inn
flytjendum.
• Settu þig í samband við samtök sem
þekkja hvernig komið er í veg fyrir að
óskráðir innflytjendur njóti heilbrigð
isþjónustu og finndu út úr því hvað þú
getur gert í því.
• Bentu yfirvöldum á skuldbindingar
sínar á sviði mannréttinda og lýðheilsu,
sem og læknisfræðilegrar siðfræði og
samfélagsleg gildi.
• Veittu örugga þjónustu með því
að vernda friðhelgi einkalífsins og
persónuupplýsingar viðkomandi.
Óskráðir innflytjendur
í skjóli innan heilbrigðiskerfisins
Alyna Smith með Tomas Linden frá sænska læknafélaginu á vinstri hönd og Ulrich Clever frá því þýska á hægri.
Mynd/gag
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Jóhanna Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur
hugar að flóttamönnum í leiðangri sendi-
fulltrúa Rauða kross Íslands á Miðjarðarhafi
í nóvember 2016. Mynd/Rauði krossinn