Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Nov 2018, Page 38

Læknablaðið - Nov 2018, Page 38
518 LÆKNAblaðið 2018/104 Það á ekki að vera hlutverk heilbrigðis­ starfsmanna að tilkynna óskráða innflytj­ endur, segir sérfræðingur í málefnum þeirra. Gerðu vinnustaðinn þinn að öruggu svæði fyrir óskráða innflytjendur, hvatti Alyna Smith til. Hún er ráðgjafi hjá PIC­ UM sem eru frjáls félagasamtök sem vinna að því að auka virðingu fyrir mann­ réttindum óskráðra innflytjenda í Evrópu. Umræða um heilbrigðisþjónustu fyrir óskráða innflytjendur fór fram í Kaldalóni undir stjórn Andrésar Magnússonar lækn­ is á öðrum degi ráðstefnunnar og voru þrjú í pallborði. Auk Alynu, Tomas Linden frá sænska læknafélaginu og Ulrich Clever frá því þýska. Tomas Linden sagði að aldrei ætti að velja lakari meðferð fyrir þá sem standa verr í samfélaginu. „Við eigum alltaf að velja bestu mögulegu lausnina fyrir einstaklinginn, óháð lagalegri stöðu hans.“ Clever benti á að Jórdanía, Líbanon og ríki í kringum Venesúela væru í meiri vandræðum vegna innflytjenda en Þýska­ land eða önnur Evrópuríki. „En Þýskaland hefur tekið við flestum vegna Sýrlands­ stríðsins.“ Það hafi verið afar krefjandi að taka á móti einni milljón flóttamanna á einu bretti árið 2015. Aldrei höfðu fleiri sótt til landsins, ekki einu sinni vegna stríðsins í Júgóslavíu. Reglur voru aðlag­ aðar svo flóttamenn sem þurftu heilbrigð­ isþjónustu gætu sótt sér aðstoð. Alyna greindi frá því hvernig ýmis evrópsk stjórnvöld hefðu á síðustu árum reynt að fá heilbrigðisyfirvöld til þess að tilkynna ef óskráðir innflytjendur nýttu þjónustuna. Skýrasta dæmið hefði verið í Bretlandi. Fjölmargir læknar hefðu mót­ mælt þessu hlutverki. „Þú hefur rödd og það sem þú gerir skiptir máli,“ sagði Alyna og benti á að ekki þyrfti að standa úti á götu til þess að mótmæla slíku athæfi. Fjöldi leiða væri innan hverrar heilbrigðisstofnunar til að berjast gegn slíku hlutverki. Hún gaf heil­ ræði, meðal annars: • Verndaðu heilbrigðisgeirann fyrir því að vera handbendi yfirvalda gegn inn­ flytjendum. • Settu þig í samband við samtök sem þekkja hvernig komið er í veg fyrir að óskráðir innflytjendur njóti heilbrigð­ isþjónustu og finndu út úr því hvað þú getur gert í því. • Bentu yfirvöldum á skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og lýðheilsu, sem og læknisfræðilegrar siðfræði og samfélagsleg gildi. • Veittu örugga þjónustu með því að vernda friðhelgi einkalífsins og persónuupplýsingar viðkomandi. Óskráðir innflytjendur í skjóli innan heilbrigðiskerfisins Alyna Smith með Tomas Linden frá sænska læknafélaginu á vinstri hönd og Ulrich Clever frá því þýska á hægri. Mynd/gag ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Jóhanna Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur hugar að flóttamönnum í leiðangri sendi- fulltrúa Rauða kross Íslands á Miðjarðarhafi í nóvember 2016. Mynd/Rauði krossinn

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.