Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 50

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 50
530 LÆKNAblaðið 2018/104 Föstudaginn 19. október héldu Háskóli Íslands og Landspítali málþing í Hringsal af því tilefni að Sigurður Guðmundsson er kominn á tilhlýðilegan og löggiltan starfslokaaldur. Sigurður er smitsjúkdómalæknir og prófessor við HÍ, og hans samstarfsmenn hér heima komu saman til að rekja feril hans og hlýða á Alison Holmes frá London og Amiee Zaas frá Norður­Karólínu fara yfir sviðið. Helga Erlendsdóttir og Haraldur Briem ávörpuðu samkom­ una, og Helga Ágústa Sigurjónsdóttir flutti kveðju og glaðning frá samstarfsfólki. Magnús Gottfreðsson stýrði þessum fundi og var yfirbragð gesta nokkuð ólíkt því sem jafnan er í Hringsal þar sem alvaran er oft ein við völd. Á öftustu bekkjum salarins gerði ungliðahreyfing sig gildandi, greinilega lærisveinar Sigurðar, og öllum bar saman um að þrátt fyrir ótvíræða leiðtogahæfileika hans, óyggjandi fræði­ mennsku, góðmennsku hins klára læknis og vökult auga land­ læknis þá væri kennslan hans fullkomna forte. Í viðtali í septem­ berblaði Læknablaðsins kom líka fram að starfið er hans hugðarefni, og hefur verið frá því hann sem læknanemi sá bakteríur í fyrsta sinn í smásjá, ­ þá varð hann alveg gagntekinn og hann hefur ekk­ ert læknast af því. Sigurður hefur gegnt flestum helstu lykilstöðum í íslensku heilbrigðiskerfi, en þó ekki verið heilbrigðisráðherra. Hann sat í rit­ stjórn Læknablaðsins árin 1987­1996, og blaðið lítur svo á að það eigi í honum hvert bein og þakkar fyrir góða samvinnu fyrr og síðar. VS Málþing til heiðurs Sigurði Guðmundssyni

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.