Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Nov 2019, Page 14

Læknablaðið - Nov 2019, Page 14
486 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N upp úr 1911, en fór fljótt lækkandi. Sú lækkun hélt áfram þegar litið er til næstu 10 ára. Þegar fylgnilína er skoðuð er veruleg lækk- un greinileg. Önnur áföll dundu á þjóðinni árið 1918. Fimbulkuld- ar, Kötlugos og spánska veikin höfðu mikil félagsleg áhrif til lengri tíma. Þrátt fyrir það fór sjálfsvígstíðni lækkandi fram að 1930. Næsta kreppa hófst 1931. Hið víðtæka efnahagshrun á heims- vísu 1929 leiddi til verðhruns á erlendum mörkuðum, gjaldeyris- skorts og mikils vanda innlendra banka. Atvinnuleysi varð mikið. Sjálfsvígstíðni, sem hafði farið lækkandi áratuginn á undan, óx eftir að kreppan hófst og varaði út 10 ára tímabilið. Eins og sést vel á fylgnilínu er stígandi í sjálfsvígstíðni á tímabilinu, kreppuárið sjálft er tíðni mjög lág. Þriðja kreppan hófst árið 1948. Mikill samdráttur varð í umsvif- um herja bandamanna í lok seinni heimsstyrjaldar. Markaðsað- stæður fyrir útflutning fiskafurða urðu óhagstæðari vegna minnk- andi eftirspurnar og lækkaðs söluverðs. Verðbólga og atvinnuleysi mögnuðust. Tíðni sjálfsvíga lækkaði fram yfir stríðslok, en jókst eftir 1948. Aukningin hélt áfram fram eftir sjötta áratugnum. Tíðni er mjög lág 1948, en fylgnilína sýnir meðaltalsaukningu gegnum allt tímabilið. Orsök kreppunnar 1968 voru erfiðleikar innanlands, hrun fiskistofna, sérstaklega síldarstofnsins.19 Erlendar tekjur lækkuðu í samræmi við þetta, neysla innanlands minnkaði. Atvinnuleysi margfaldaðist. Hluti vinnuafls flutti til útlanda á næstu árum. Kreppan var skammvinn, stóð aðeins í fjögur ár, þar sem ýmsir þjóðhagslegir þættir urðu hagstæðari. Sjálfsvígstíðni var óvenju há í byrjun sjöunda áratugarins, hefur reyndar aldrei verið hærri á einstöku tímabili, eða 18,9/100.000. Tíðnin fór svo lækkandi fram til 1968. Eftir 1968 hækkaði síðan tíðnin, en óverulega. Heildar- breytingin yfir krepputímabilið var mjög lítil. Fimmta kreppan átti sér lengri aðdraganda. Það skýrist af því að markvissar aðgerðir innanlands til að draga úr óðaverðbólgu undanfarinna áratuga höfðu áhrif á afkomu margra. Á sama tíma varð niðursveifla í alþjóðaviðskiptum. Kreppan er talin hafa byrj- að 1991 en náði toppi tveimur árum seinna. Neysla innanlands dróst verulega saman, atvinnuleysi jókst og hélt áfram fram und- ir aldamót. Ytri skilyrði náðu aftur jafnvægi fljótlega þannig að kreppan varð skammvinn. Sjálfsvígstíðni áratuginn á undan hafði staðan er sú sama og að ofan, það er að tíðni sjálfsvíga tengist ekki kreppum. Umræða Þróun sjálfsvíga undanfarin rúm 100 ár hefur verið svipuð á Ís- landi og á Norðurlöndunum.2 Tíðni milli ára á Íslandi er þó sveiflu- kenndari, sem skýrist af fámenni þjóðarinnar og að sjálfsvíg eru sjaldgæfir atburðir. Hugsanlegar skekkjur í skráningu sjálfsvíga eru vegna banaslysa, vafatilvika eða óvissu um dánarorsök. Í samanburði við Norðurlöndin reyndist notkun þessara greininga svipuð eða lægri á Íslandi. Því hefur ekkert bent til að sjálfsvíg væru vantalin á Íslandi.25 Á árabilinu 1910-90 urðu miklar breytingar á íslensku samfé- lagi.26 Landbúnaður var starfafrekastur fram að 1940. Seinna hafa iðnaður, verslun, peningastofnanir og opinber rekstur tekið yfir mannaflaþörf. Meðfram því hafa þéttbýliskjarnar margfaldast að stærð, og búa nú 92% landsmanna þar. Í 100 ára hagsögu Íslands eru miklar sveiflur í hagvexti. Eins og greinir frá í inngangi hefur marga grunað að tengsl séu milli hag- sveiflna og tíðni sjálfsvíga. Niðurstöður eru þó ekki samhljóma. Gæta þarf þess að sjálffylgni í tímaröðum getur verið uppspretta villandi ályktana um tengsl tímaraða. Þess vegna er oft nauðsyn- legt að leiðrétta fyrir sjálffylgni. Sú leiðrétting hefur ekki áhrif á niðurstöðu þessarar greinar. Eins og áður hefur komið fram fór tíðni sjálfsvíga vaxandi á Íslandi fram eftir síðustu öld en frá um 1990 hefur dregið úr sjálfsvígum, sérstaklega frá síðustu aldamótum. Sveiflur innan ára litast af því að um fátíðan atburð er að ræða. Athyglisvert er að í upphafi sumra kreppnanna er tíðni sjálfsvíga að aukast, en í öðrum á niðurleið. Sömuleiðis er toppa í tíðni sjálfsvíga að finna á tímabilum þegar efnahagur þjóðarinnar er stöðugur. Kreppan sem hófst árið 1918 varð sú erfiðasta á 20. öldinni.19 Fyrri heimsstyrjöldin truflaði samgöngur við umheiminn. Eft- ir lok heimsstyrjaldarinnar hríðféll verð útflutningsvöru. Mikill vöruskortur varð. Í kjölfar þess dró verulega úr þjóðarframleiðslu og verðbólga varð mikil. Þessu fylgdu gjaldþrot í sjávarútvegi og bankar lentu í erfiðleikum. Efnahagslífið fór ekki að rétta úr kútn- um fyrr en seint á þriðja áratugnum. Sjálfsvígstíðni hafði verið há Mynd 7. Sköluð frávik frá væntanlegu nýgengi sjálfsvíga. Krepputímabil í gráu. Mynd 8. Uppsöfnuð kvaðratsumma frávika. Krepputímabil í gráu. Mynd 7. Sköluð frávik frá væntanlegu nýgengi sjálfsvíga. Krepputímabil í gráu. Mynd 8. Uppsöfnuð kvaðrats ma frávika. Krepputímabil í gráu. Mynd 7. Sköluð frávik frá væntanlegu nýgengi sjálfsvíga. Krepputímabil í gráu. Mynd 8. Uppsöfnuð kvaðratsumma frávika. Krepputímabil í gráu. FR ÁV IK

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.