Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nov. 2019, Síða 19

Læknablaðið - nov. 2019, Síða 19
LÆKNAblaðið 2019/105 491 R A N N S Ó K N Inngangur Hjartabilun er algengur og alvarlegur sjúkdómur sem skerðir lífs- gæði einstaklinga.1 Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna hans muni aukast mikið á komandi árum vegna hækkandi aldurs þjóða.1,2 Í tekjuhærri ríkjum er kostnaður sem tengist meðferð hjartabilunar um 2-3% af heildarkostnaði heilbrigðiskerfis3 en hún hafði áhrif á um 40 milljónir manna á heimsvísu árið 2015.4 Í rannsókn Hauks Einarssonar og félaga (2017) reyndist algengi og nýgengi hjarta- bilunar meðal eldra fólks á Íslandi hátt og jókst með hækkandi aldri þar sem 5 ára lifun reyndist vera 32,5%.5 Algengi mældist í heild 3,6% og var marktækt hærra hjá karlmönnum.5,6 Algengi hjá karlmönnum eldri en 66 ára á Íslandi var 5,1% og 2,7% hjá kon- um eldri en 66 ára.6 Í rannsókn frá 2017 á tíðni hjartabilunar hjá einstaklingum eldri en 66 ára og framtíðarspá fyrir hjartabilun er mikilli aukningu spáð á komandi árum. Spáin, sem byggir á hópi þátttakenda 66 ára og eldri í almennu þýði á Norðurlöndum, er sú að tíðni hjartabilunar muni rúmlega tvöfaldast árið 2040 og þre- föld aukning verði orðin árið 2060.6 Dánartíðni einstaklinga með hjartabilun er há þrátt fyrir lækn- isfræðilegar framfarir síðustu áratuga. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif þjálfunar á líkamlega afkastagetu einstaklinga með hjarta- bilun7-9 og vísbendingar eru um tengsl þjálfunar við færri endur- innlagnir á sjúkrahús og lægri dánartíðni.8-10 Samkvæmt klínísk- um leiðbeiningum á hjartaendurhæfing að vera hluti af meðferð einstaklinga með hjartabilun.11 Áhrif hjartaendurhæfingar felast í því að líkamleg, andleg og félagsleg færni eykst, sem jafnframt stuðlar að því að fólk komist til vinnu á ný.12 Rannsóknir á árangri Áhrif hjartaendurhæfingar á líkamlega afkastagetu einstaklinga með hjartabilun Kristín Elísabet Hólmgeirsdóttir sjúkraþjálfari1,2 Brynjólfur Gauti Jónsson tölfræðingur3 Thor Aspelund tölfræðingur4 Gunnar Guðmundsson læknir1,4 Janus Guðlaugsson íþrótta- og heilsufræðingur5 1HL-stöðin í Reykjavík, 2endurhæfingardeild Landspítala, 3Tölfræðiráðgjöf heilbrigðisvísindasviðs, 4læknadeild Háskóla Íslands, 5Janus heilsuefling. Fyrirspurnum svarar Kristín Elísabet Hólmgeirsdóttir, kristhol@landspitali.is hjartaendurhæfingar (stig ll) í tengslum við fjölda þjálfunartíma hafa sýnt að þeir sem æfa oftar í viku ná betri árangri.13,14 Þættir sem hafa neikvætt forspárgildi fyrir meðferðarheldni hjartaend- urhæfingar eru meðal annars hækkandi aldur, að vera kona og að búa við bága félagslega stöðu og andlega vanlíðan.10,15 Hjartaendurhæfing byggist á þol- og styrktarþjálfun og er skipt í þrjú stig. Fyrsta stigið nær til fyrstu 6 vikna eftir veikindi og/eða inngrip í tengslum við hjarta. Annað stigið er að jafnaði 4-8 vikur og hefst og lýkur með þolprófi. Þriðja stigið er viðhaldsþjálfun en æskilegt er að halda hreyfingu og þjálfun áfram alla ævi. Endur- hæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga (HL-stöðin) hefur verið starfrækt frá árinu 1989. Þar fer fram grunn- og viðhaldsþjálfun fyrir hjarta- og lungnasjúklinga.16 Ekki hefur verið gerð rannsókn á áhrifum þeirrar hjartaendurhæfingar sem þar er starfrækt á Á G R I P TILGANGUR Takmarkaðar upplýsingar er að finna um árangur hjartaendurhæfingar fyrir hjartabilaða einstaklinga á Íslandi. Markmið þessarar rannsóknar var að greina hvort hjartaendurhæfing (stig ll) á HL-stöðinni í Reykjavík skilaði aukinni líkamlegri afkastagetu (w/kg) á hámarksþolprófi í lok þjálfunartímabils. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Þetta er afturskyggn gagnarannsókn frá janúar 2010 til júní 2018. Þátttakendur voru sjúklingar með hjartabilun og einnig sjúklingar með útstreymisbrot hjarta 45% eða minna. Aldur og aðrar sjúkdóms- greiningar takmörkuðu ekki þátttöku. Upplýsingar um útstreymisbrot hjarta og þolpróf við upphaf og lok þjálfunartímabils þurftu að vera skráðar. Hlutfallsleg breyting á þolprófunum var metin með almennum línulegum líkönum fyrir endurteknar mælingar. Á rannsóknartímabili voru skráðir 112 þátttakendur, 27 luku ekki þjálfunartímabili og 9 voru með ófullnægjandi gögn. Greind voru gögn 76 þátttakenda á aldrinum 36-83 ára. NIÐURSTÖÐUR Líkamleg afkastageta þátttakenda jókst að meðaltali um 16% (p<0,001; öryggisbil 13-18%). Þeir sem mættu í þjálfun að jafnaði oftar en tvisvar í viku bættu líkamlega afkastagetu sína um 18% sem er marktækt meira en þeir sem mættu tvisvar sinnum eða sjaldnar en þeir bættu sig um 6%. Eldri aldurshópurinn (65-83) bætti sig um 19% sem er marktækt meira en yngri aldurshópinn (36-64) sem bætti sig um 12%. Ekki reyndist marktækur munur á bætingu eftir því hvort útstreymisbrot hjarta var undir 40% eða 40% og hærra. ÁLYKTANIR Markviss hjartaendurhæfing fyrir einstaklinga með hjartabilun og einstaklinga með skert útstreymisbrot hjarta skilar sér í aukinni líkam- legri afkastagetu í lok æfingatímabils.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.