Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - nov. 2019, Side 20

Læknablaðið - nov. 2019, Side 20
492 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N afkastagetu hjartabilaðra. Áhrif hjartaendurhæfing ar á konur með hjartabilun hafa lítið verið rannsökuð eða hvort munur sé á út- komu milli kynja að lokinni endurhæfingu. Markmið rannsóknar- innar var að kanna hvort grunnhjartaendurhæfing (stig ll) á HL- stöðinni hefði marktæk áhrif á afkastagetu hjá hjartabiluðum. Einnig að greina hvort munur væri á árangri á afkastagetu eftir aldurshópum og hvort þeir sem væru með útstreymisbrot hjarta undir 40% bættu sig jafnt og þeir sem hefðu hærra útstreymisbrot. Þá var markmiðið einnig að athuga hvort munur væri á árangri á afkastagetu milli kynja og eftir því hve vel þjálfunin var stunduð. Efniviður og aðferðir Einstaklingar með hjartasjúkdóma geta sótt hjartaendurhæfingu á HL-stöðina. Þeir geta sjálfir óskað eftir þjálfun þar en algengast er að læknar vísi þeim til þjálfunar. Áður en þjálfun hefst þarf læknabréf að vera tiltækt með sjúkdómsgreiningum og helstu niðurstöðum rannsókna. Gerð var afturskyggn gagnarannsókn frá janúar 2010 til júní 2018 hjá einstaklingum sem sóttu hjartaendurhæfingu (stig ll) á HL-stöðinni í Reykjavík. Inntökuskilyrði voru hjartabilunargrein- ing með skertu eða varðveittu útstreymisbroti hjarta. Einnig voru teknir inn í rannsóknina sjúklingar með 45% eða lægra útstreym- isbrot hjarta. Sjúkdómsgreiningar og niðurstöður rannsókna voru fengnar úr læknabréfum og/eða tilvísunum til þjálfunar. Aldur og aðrar sjúkdómsgreiningar takmörkuðu ekki þátttöku. Gerð var krafa um að upplýsingar um útstreymisbrot hjarta, þolpróf með hámarksafköstum við upphaf og lok þjálfunartímabils auk fjölda þjálfunartíma væru til staðar svo hægt væri að nýta gögnin. Á rannsóknartímabili hófu 112 þátttakendur hjartaendur- hæfingu. Af þeim voru 27 sem luku ekki þjálfunartímabilinu og reyndust 9 vera með ófullnægjandi gögn. Greind voru gögn 76 þátttakenda á aldrinum 36-83 ára. Karlmenn voru 69 talsins á aldr- inum 36-83 ára og konur voru 7 á aldrinum 54-79 ára. Breytur sem voru notaðar voru aldur, kyn, hæð, þyngd, líkamsþyngdarstuðull, útstreymisbrot hjarta, hámarksafl (vött), líkamleg afkasta geta (w/ kg), hjartsláttartíðni í hvíld og við hámarksálag í þolprófi og fjöldi þjálfunarskipta. Rannsóknin var samþykkt af vísindasiðanefnd (VSN–18–169), Persónuvernd og framkvæmdastjóra HL-stöðvar- innar í Reykjavík. Upplýsingar varðandi hámarksþolpróf við upphaf og lok þjálfunartímabils Þolpróf var framkvæmt á þrekhjóli (Cardioline, Milano, Ítalía). Hjartalínurit var tekið og hjartsláttarhraði mældur allan tímann með 12 leiðslu hjartalínuriti með hraða 25 mm/sek (Quinton, Bot- hell, WA, USA). Borg-álagsskali var notaður til að meta upplifun álags.17 Miðað var við að prófið stæði yfir í 8-12 mínútur. Líkamleg afkastageta (w/kg) var reiknuð út frá notuðu hámarksafli (vött) sem hlutfall af líkamsþyngd (kg). Þolpróf var gert til að tryggja ör- yggi einstaklings, meta áhættu við þjálfun og líkamlega afkasta- getu. Einstaklingsmiðuð þjálfunaráætlun fyrir álag (vött) og þjálf- unarpúls voru reiknuð út frá þolprófi. Þjálfunarpúls var áætlaður 60-80% af hámarkspúlsi og þjálfunarálag 40-80% af hámarksálagi. Skipulag þjálfunar Þjálfun var skipulögð þrisvar sinnum í viku og klukkutíma í senn. Þjálfunin byggðist á þol- og styrktarþjálfun. Hjólað var í allt að 25 mínútur á 40-80% af hámarks líkamlegri afkastagetu. Í framhaldi voru gerðar styrkjandi og liðkandi æfingar, jafnvægisæfingar og vöðvateygjur í 25 mínútur. Ákefð og lengd þjálfunar var aukin er leið á tímabilið. Þegar 80% af hámarksálagi á upphafsþolprófi var náð eða skjólstæðingur hættur að sýna framfarir var tekið útskrift- arþolpróf. Þátttakendur voru flokkaðir í lága áhættu við þjálfun, meðal áhættu og mikla áhættu. Í hárri áhættu flokkuðust þeir sem höfðu: útstreymisbrot hjarta undir 40%, bjargráð/gangráð, sögu um hjartastopp eða afkastagetu undir 1,0 w/kg, auk annarra þátta sem gátu skipt máli varðandi þjálfunaráætlun samkvæmt áhættuflokkun AACVPR.18 Álag var aukið hægar hjá þeim sem voru flokkaðir í aukinni áhættu. Tafla I. Lýðfræðilegar upplýsingar frá grunnmælingu, fjöldi (n), meðaltal ± staðalfrávik (spönn) Breytur Allir (n=76) Karlar (n=69) Konur (n=7) Aldur (ár) 64,3 ± 9,6 (36-83) 63,5 ± 9,4 (36-83) 71,9 ± 9,3 (54-79) Hæð (cm) 178,4 ± 7,7 (153-196) 179,7 ± 6,5 (164-196) 165,7 ± 6,4 (153-173) Þyngd (kg) 91,2 ± 15,7 (57-132) 93,0 ± 15,0 (58-132) 73,6 ± 10,9 (57-90) Útstreymisbrot (%) 38,9 ± 9,0 (20-65) 38,4 ± 8,8 (20-60) 43,6 ± 9,9 (35-65) Líkamsþyngdarstuðull (kg/m2) 28,6 ± 4,0 (20,6-37,8) 28,8 ± 4,0 (20,6-37,8) 26,7 ± 3,2 (21,2-31,1) Hámarksafl (vött) 145,7 ± 47,6 (50-275) 152,8 ± 42,9 (60-275) 75.0 ± 30,9 (50-140) Hvíldarpúls (slög/mínúta) 71,4 ± 13,3 (45-100) 70,7 ± 12,9 (45-100) 78,6 ± 16,3 (60-98) Hámarkspúls (slög/mínúta) 126,9 ± 23,2 (64-184) 127,8 ± 23,2 (64-184) 118,3 ± 23,3 (90-150) Slagbilsþrýstingur hvíld (mmHg) 124,8 ± 18,3 (80-170) 124,4 ± 17,6 (80-160) 128,6 ± 26,1 (90-170) Lagbilsþrýstingur hvíld (mmHg) 81,9 ± 9,9 (60-100) 82,3 ± 10,1 (60-100) 77,9 ± 7,0 (70-90) Slagbilsþrýstingur hámarksálag (mmHg) 171,5 ± 25,1 (110-240) 172,8 ± 25,6 (110-240) 158,6 ± 15,7 (140-180) Lagbilsþrýstingur hámarksálag (mmHg) 88,1 ± 11,5 (60-120) 88,5 ± 11,5 (60-120) 84,3 ± 11,3 (70-100) mmHg = millimeter kvikasilfurs

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.