Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - nov 2019, Qupperneq 22

Læknablaðið - nov 2019, Qupperneq 22
494 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N íhlutun sem byggðist á daglegri þolþjálfun og styrktarþjálfun tvisvar í viku bætti hreyfifærni og líkamlega afkastagetu. Inngrip- ið hafði einnig jákvæð áhrif á heilsutengd lífsgæði.20 Niðurstöður rannsóknar Vidan og félaga (2014) á hrumleika einstaklinga yfir 70 ára með hjartabilun bentu til að hrumleiki væri til staðar hjá yfir 70% fólks yfir áttræðu.22 Hjartabiluðum sem skoruðu hátt á hrumleikaskala gagnaðist vel að vera í auknu eftirliti hjá sérhæfðu hjartabilunarteymi.22 Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að líkamleg afkastageta eldra fólks (65-83 ára) eykst með hjartaend- urhæfingu. Því má gera ráð fyrir að þátttakendur eigi auðveldara með að sinna athöfnum daglegs lífs að lokinni markvissri þjálfun. Tíðni hjartabilunar eykst með hækkandi aldri.5,6 Ein af þeim breytum sem hafa neikvætt forspárgildi fyrir meðferðarheldni hjartaendurhæfingar er hækkandi aldur.8,15 Heilbrigðisstarfsfólk ætti að mæla eindregið með hjartaendurhæfingu, kynna hana vel fyrir þeim sem eldri eru og hvetja þá til þátttöku.8 Hjartaendurhæfing hefur verið ráðlögð fyrir hjartabilaða óháð því hvort útstreymisbrot er skert eða varðveitt.11 Fáar rannsókn- ir hafa verið gerðar á árangri hjartaendurhæfingar hjá þeim sem eru með hjartabilun þar sem samanburður er á þjálfun með tilliti til útstreymisbrots hjarta. Í rannsókn Pandey og félaga frá 2017 reyndist aukning á hámarksafkastagetu marktækt meiri hjá hópi með varðveitt útstreymisbrot hjarta en hópi með skert útstreym- isbrot þó báðir hópar hafi bætt sig á þjálfunartíma. Báðir hópar æfðu undir eftirliti þrisvar sinnum í viku í 16 vikur, klukkutíma í senn, þar sem ákefð og lengd þolþjálfunar var aukin er leið á tímabilið.23 Þeir sem hafa útstreymisbrot hjarta undir 40% flokkast í háa áhættu við þjálfun.18 Í þessari rannsókn var samanburður milli þeirra sem voru með útstreymisbrot hjarta undir 40% og þeirra sem voru með útstreymisbrot 40% og hærra. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þeir sem voru með lægra útstreymis- brot bættu líkamlega afkastagetu marktækt eins og þeir sem voru með útstreymisbrot hjarta 40% og hærra. Ekki reyndist vera mun- ur á hlutfallslegri bætingu eftir útstreymisbroti hjarta. Evrópsku hjartasamtökin (2016) skipta fólki með hjartabilun í hóp með varð- veitt útstreymisbrot hjarta, hóp með skert útstreymisbrot (undir 40%) og miðhóp sem er með útstreymisbrot milli 40-49%.11 Áhuga- vert væri að bera saman árangur hjartaendurhæfingar á afkasta- getu með tilliti til þeirrar skiptingar í stærra úrtaki. Ein af rannsóknarspurningunum snéri að því hvort mun- ur væri á árangri hjartaendurhæfingar milli kynja. Vegna lágs hlutfalls kvenna sem sóttu þjálfun á rannsóknartímabili (9%) er varhugavert að draga ályktanir um mun milli kynja. Gögn kvenna sem skoðuð voru gefa vísbendingar um að þeim gagnist þjálfun- in jafn vel til þess að bæta líkamlega afkastagetu sína og körlum. Meðal fólks 66 ára og eldri á Íslandi er algengi hjartabilunar hærra hjá körlum.5,6 Það skýrir að hluta þann mun sem er á kynjahlutfalli skjólstæðinga í þessari rannsókn. Meðal þeirra þátta sem taldir eru hafa neikvætt forspárgildi fyrir meðferðarheldni hjartaendurhæfingar er það að vera kona.10,15 Í íhlutunarrannsóknum hjartabilaðra hafa konur verið í miklum minnihluta og er þessi rannsókn gott dæmi um það. Rannsóknir sem hafa skoðað áhrif þjálfunar á heilsutengda útkomu kvenna benda til að þol- og styrktarþjálfun auki hámarkssúrefnisupptöku, heilsutengd lífsgæði og vöðvastyrk líkt og hjá karlmönnum.24,25 Umhugsunarefni er hvers vegna konur sækja síður hjartaendur- hæfingu á HL-stöðinni en karlar. Gagnlegt væri að rannsaka það og finna leiðir til að auka þátttöku þeirra. Skoða mætti hvort þeim hentaði mögulega betur að þjálfa í hóp sérsniðnum fyrir konur, sérstaklega eldri konum. Rannsóknin leiddi í ljós að ástundun þjálfunar skiptir miklu máli þegar auka á líkamlega afkastagetu. Í rannsókn (2015) á kransæðasjúklingum í hjartaendurhæfingu (stig ll) á HL-stöðinni reyndust þeir sem mættu oftar en tvisvar til þrisvar sinnum í viku bæta sig meira en þeir sem mættu sjaldnar. Þjálfunartímabilið var mislangt hjá einstaklingum í þessari rannsókn, að meðaltali 8 vik- ur.13 Í stórri afturskyggnri hóprannsókn voru skoðuð áhrif fjölda þjálfunartíma í hjartaendurhæfingu (stig ll) hjá þeim sem höfðu farið í kransæðavíkkun. Einstaklingum var skipt í hópa eftir því hvort æft hafði verið 5, 10 eða 24 sinnum þar sem hver æfinga- tími var klukkustund. Allir bættu sig marktækt í þáttum sem tengdust hjartslætti en eftir því sem þjálfunartímarnir voru fleiri varð bætingin meiri.14 Gerð var slembiröðuð og viðamikil rann- sókn á hefðbundinni hjartaendurhæfingu þar sem þátttakendur voru annaðhvort með hjartabilun eða kransæðasjúkdóm. Annar hluti hópsins fékk auk hjartaendurhæfingar kennslu í að takast á við meðferðarheldni. Niðurstöður sýndu að kennsla varðandi meðferðarheldni gagnaðist betur einstaklingum með hjartabil- un, litla menntun og lágar tekjur heldur en einstaklingum með kransæðasjúkdóm, betri innkomu og hærra menntunarstig.26 Þrátt fyrir að þjálfun sé ráðlögð í leiðbeiningum fyrir hjartabilaða er meðferðarheldni verulegt vandamál.27 Breytur sem hafa neikvætt forspárgildi fyrir meðferðarheldni hjartaendurhæfingar eru meðal annars hækkandi aldur og það að vera kona.10,15 Einnig hafa þættir eins og það að búa við andlega vanlíðan og að hafa slaka félagslega stöðu neikvætt forspárgildi. Ástæður sem gefnar hafa verið fyrir Tafla III. Afkastageta skipt eftir fjölda (n), stærð útstreymisbrots hjarta (EF), meðaltal og fjórðungsmörk. Útstreymisbrot (EF) Grunnmæling (w/kg) Lokamæling (w/kg) Breyting Hlutfallsleg breyting Allir EF <40% (n=26) 1,46 [1,15-1,7] 1,71 [1,4-2,0] 0,25 [0,1-0,37] 0,18 [0,08-0,27] Allir EF ≥40% (n=50) 1,68 [1,3-2,08] 1,92 [1,52-2,3] 0,24 [0,1-0,4] 0,15 [0,06-0,23] Karlar EF <40% (n=25) 1,48 [1,3-1,7] 1,75 [1,4-2,0] 0,27 [0,1-0,4] 0,19 [0,09-0,27] Karlar EF ≥40% (n=44) 1,76 [1,48-2,12] 2,01 [1,7-2,35] 0,25 [0,1-0,4] 0,14 [0,06-0,22] Konur EF <40% (n=1) - - - Konur EF ≥40% (n=6) 1,07 [0,9-1,12] 1,30 [1,05-1,28] 0,23 [0,07-0,38] 0,24 [0,04-0,42] w = vött
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.