Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nov. 2019, Síða 23

Læknablaðið - nov. 2019, Síða 23
LÆKNAblaðið 2019/105 495 R A N N S Ó K N því að hætta í hjartaendurhæfingu eru meðal annars læknisfræði- legar en einnig fjárhagslegar áhyggjur og skortur á hvatningu.10,15,28 Þrátt fyrir að hjartaendurhæfing hjartabilaðra hafi sýnt fram á jákvæðan árangur til bættra lífsgæða er hún því miður illa nýtt úr- ræði.8 Við hjartabilun skerðast lífsgæði og kostnaður vegna sjúk- dómsins er mikill, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið í heild sinni. Innlagnir á sjúkrahús og líkamleg einkenni, eins og mæði og þrekleysi, geta haft mikil áhrif á líf fólks og aðstandenda þeirra. Hjartaendurhæfing ætti að vera hluti af meðferð til að bæta lífsgæði og draga úr einkennum hjartabilunar. Markvisst eftirlit er nauðsynlegt en það getur orðið til þess að gripið sé fyrr inn í atburðarás ef sjúkdómur og einkenni sjúklings versna.29,30 Við áhættuflokkun hjartaendurhæfingar er afkastageta undir 1,0 w/kg einn af þeim þáttum sem flokkaðir eru í háa áhættu. Það er því mikill ávinningur af að auka líkamlega afkastagetu einstak- lings og færa hana yfir 1,0 w/kg. Klínískar leiðbeiningar mæla með hjartaendurhæfingu sem einu af meðferðarúrræðum fólks með hjartabilun.11 Líkamleg og andleg heilsa verður betri12 ásamt því að einstaklingar hafa reglulegt aðgengi að heilbrigðisstarfsfólki. Á rannsóknartímabilinu voru aðeins 76 manns með hjartabilun eða skerðingu á útstreymisbroti hjarta sem stunduðu hjartaendur- hæfingu og luku þjálfunartímabili á HL-stöðinni, sem er áhyggju- efni. Það bendir til þess að hjartaendurhæfing sé vannýtt úrræði hér á landi sem erlendis.8 Hjartaendurhæfing er meðferðarúrræði niðurgreitt af Sjúkra- tryggingum Íslands en hlutur sjúklings getur engu að síður verið stór kostnaðarliður fyrir fólk með lágar ráðstöfunartekjur. Í maí 2017 var gerð breyting á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga sem auðveldaði þessum hópi að nýta sér hjartaendurhæfingu sem með- ferðarúrræði. Mögulega skýrir það að hluta fjölgun einstaklinga í hjartaendurhæfingu en síðustu 18 mánuði rannsóknartímabils voru 29 þátttakendur. Erfiðleikar við að komast til og frá þjálfun geta einnig verið takmarkandi þáttur þar sem töluverður kostn- aður getur falist í því fyrir þá sem ekki hafa aðgang að bíl. Miðað við fjölda hjartabilaðra sem greinast ár hvert á Íslandi eru fáir sem nýta sér hjartaendurhæfingu á HL-stöðinni sem meðferðarúrræði en hafa ber í huga að hluti hópsins býr á landsbyggðinni og aðrir sækja hjartaendurhæfingu á Reykjalund, auk þess sem sumir hafa ekki líkamlega getu til að sækja þjálfun vegna alvarleika einkenna eða annarra sjúkdóma. Mikilvægt er að nýta hjartaendurhæfingu sem meðferðar- möguleika fyrir fólk með hjartabilun en huga þarf að því hvernig best er að ná til hópsins. Heilbrigðisstarfsmenn sem sinna þessum einstaklingum eru í lykilhlutverki. Mögulega þurfa þeir sem hafa hvað minnsta afkastagetu að byrja þjálfun hægar, í heimasjúkra- þjálfun og á sjúkrastofnunum. Þjálfunin nýttist þeim sem höfðu lága afkastagetu vel en sá hópur þarf að öllum líkindum mesta hvatningu til þess að byrja og aðhald til að halda áfram. Kostnaður við þjálfun og að komast til og frá þjálfun er þáttur sem þarf að huga að og leita leiða til að koma í veg fyrir að takmarki möguleika einstaklinga á að nýta þetta meðferðarúrræði. Vitundarvakning hefur orðið í þjóðfélaginu á síðustu árum varðandi hreyfingu og þjálfun. Öflugt starf Janusar Guðlaugsson- ar varðandi heilsubætandi áhrif hreyfingar (fjölþætt heilsuefling í sveitarfélögum) og þjálfun fólks 65 ára og eldri hefur orðið til þess að auka þekkingu almennings á jákvæðum áhrifum þjálfun- ar. Mikilvægt er að nýta þessa þekkingu til enn frekari áherslu á daglega hreyfingu og markvissa þjálfun og ekki síður fyrir þá sem kljást við sjúkdóma eins og hjartabilun. Styrkleikar rannsóknar og takmarkanir Hjartaendurhæfingin sem skjólstæðingar sóttu var markviss og vel skilgreind þar sem fræðsla var hluti af meðferðinni. Þeir sem stóðu að þjálfuninni og skipulögðu þjálfunartímabilið höfðu ekki vitneskju um að gögn yrðu notuð til rannsóknar síðar. Afkastageta var greind út frá mismunandi breytum sem gefur dýpri mynd af áhrifum þjálfunar. Takmörkun rannsóknarinnar er hve fáir reyndust vera í gagnasafninu miðað við rúmlega 8 ára tímabil og ennfremur hversu fáar konur. Því er einungis hægt að fá vísbendingar um mun á milli kynja. Aðeins voru greind gögn þeirra sem luku há- marksþolprófi við upphaf og lok þjálfunartímabils. Mögulega hafa þeir sem voru hvað veikastir ekki lokið þjálfunartímabilinu. Samantekt Niðurstöður leiða í ljós að hjartaendurhæfingin sem starfrækt er á HL-stöðinni í Reykjavík skilar góðum árangri þar sem afkasta- geta jókst marktækt á þjálfunartímabili. Eldri aldurshópurinn bætti sig marktækt meira en yngri aldurshópurinn. Ekki reyndist vera marktækur munur á aukningu afkastagetu milli þeirra sem voru með útstreymisbrot hjarta undir 40% og þeirra sem voru með útstreymisbrot 40% og hærra. Það er áhyggjuefni að konur nýti ekki möguleika á hjartaendurhæfingu eins vel og karlar en hlutfall þeirra í þjálfuninni var aðeins 9%. Gögn þessara kvenna gefa þó Tafla lV. Afkastageta eftir fjölda (n), ástundun, meðaltal og fjórðungsmörk. Mæting að meðaltali oftar en tvisvar í viku eða sjaldnar Grunnmæling (w/kg) Lokamæling (w/kg) Breyting Hlutfallsleg breyting Allir >2 (n=65) 1,59 [1,3-1,9] 1,86 [1,4-2,1] 0,27 [0,1-0,4] 0,18 [0,09-0,25] Allir ≤2 (n=11) 1,67 [1,35-1,95] 1,80 [1,55-2,1] 0,13 [0-0,25] 0,08 [0-0,18] Karlar >2 (n=60) 1,63 [1,3-1,9] 1,90 [1,58-2,12] 0,27 [0,1-0,4] 0,17 [0,09-0,23] Karlar ≤2 (n=9) 1,84 [1,6-2,1] 2,01 [1,8-2,1] 0,17 [0-0,3] 0,11 [0-0,25] Konur >2 (n=5) 1,10 [0,9-1,2] 1,38 [1,2-1,3] 0,28 [0,3-0,4] 0,30 [0,16-0,44] Konur ≤2 (n=2) 0,90 [0,9-0,9] 0,85 [0,82-0,88] -0,05 [(-0,07)-(-0,02)] -0,06 [(-0,08)-(-0,03)] w = vött

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.