Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - nov 2019, Qupperneq 30

Læknablaðið - nov 2019, Qupperneq 30
502 LÆKNAblaðið 2019/105 Y F I R L I T Hæðarlungnabjúgur Í 5500 metra hæð hefur nýgengi hæðarlungnabjúgs mælst 2-15% og ræðst mest af hæðaraðlögun, það er hraða hækkunar.26 Einstak- lingar með hjartagalla eins og op á milli gátta geta þó veikst í minni hæð.27 Hæðarlungnabjúgur er það form hæðarveiki sem talið er að dragi flesta til dauða.28 Hann kemur helst fram á fyrstu tveimur til fjórum dögunum eftir að komið er í 2500 til 3500 metra hæð. Fyrstu einkenni eru oft þurr hósti, áreynslumæði og þróttleysi við klifur eða þegar gengið er upp halla. Með aukinni vökvasöfnun í lungum sem veldur fallandi súrefnismettun sést oft vaxandi mæði við göngu á jafnsléttu, jafnvel andnauð. Einnig getur hráki orðið bleikur, froðukenndur eða blóðlitaður. Við hlustun á lungum má þá oftast heyra brakhljóð við lungnahlustun auk þess sem hiti get- ur verið til staðar.12 Mikilvægt er að hafa í huga að einkenni hæðar- veiki, eins og ógleði og höfuðverkur, koma aðeins fram í um helm- ingi tilfella í aðdraganda hæðarlungnabjúgs og hjálpa því lítið við aðgreiningu lungnabjúgs og loftvegasýkinga.29 Hæðarheilabjúgur Hæðarheilabjúgur er lífshættulegt form hæðarveiki sem tengist breyttu vökvajafnvægi í smærri æðum heila þegar komið er yfir 2500 til 3000 metra hæð.17,30 Fyrst verður vart óstöðugleika við gang en við lengra genginn heilabjúg sést slingur (ataxia) og jafn- vægisleysi sem síðan getur þróast hratt í sljóleika og skerta áttun á stað og stund.30 Í alvarlegustu tilfellum getur ruglástand þróast og meðvitundarskerðing átt sér stað eða algert meðvitundarleysi. Líkt og með hæðarlungnabjúg er ekki vitað hvers vegna sumum er hættara við hæðarheilabjúg en öðrum. Meðal áhættuþátta er fyrri saga um hæðarveiki, ófullnægjandi aðlögun og mikil líkam- leg áreynsla.28,31 Hæðarheilabjúgur hefur heldur lægra nýgengi en hæðarlungnabjúgur og er áætlað að um 0,5-1% einstaklinga fái slík einkenni þegar komið er í 4000-5000 metra hæð.17 Oftast hafa ein- kenni bráðrar hæðarveiki, eins og höfuðverkur og ógleði eða jafn- vel einkenni hæðarlungnabjúgs, verið til staðar áður en einkenni hæðarheilabjúgs koma fram, en einnig er þekkt að hæðarheila- bjúgurinn geti þróast einn og sér án slíkra undanfara. Einkenni eru þó yfirleitt meiri hafi lungna- og heilabjúgur þróast samhliða.30 Meingerð hæðarveiki Meingerð hæðarveiki er flókið fyrirbæri sem rekja má til við- bragða líkamans við súrefnisskorti. Meingerð hæðarlungnabjúgs er aðeins frábrugðin meingerð háfjallaveiki og hæðarheilabjúgs sem oft er litið á sem svæsið form háfjallaveiki (mynd 6). Háfjallaveiki og hæðarheilabjúgur Enn er margt á huldu um hvað það er sem ræsir sjúkdómsferlið en svo virðist sem þeir sem þjást af háfjallaveiki séu með lægri súrefnismettun í blóði en hinir sem eru einkennalausir.9 Er talið að ýmsir þættir geti þar komið við sögu, eins og skert öndunarstýr- ing (ventilatory drive) við lágum súrefnisþrýstingi, skert loftskipti í lungnablöðrum vegna bjúgs í millifrumuvef, óeðlileg vökvasöfn- un í líkamanum og aukin efnaskipti í vefjum.5,28,31 Súrefnisskortur kallar fram oföndun sem lækkar koltvísýring í blóði, en lækkun hans veldur víkkun á æðum til heila. Þetta eykur blóðflæði til heil- ans, en í alvarlegum tilfellum af háfjallaveiki og hæðarheilabjúg er talið að háræðaleki geti aukið á bjúgmyndun í heilanum.5 Ýmsir þættir koma þar við sögu sem hjá sjúklingum með hæðarheilabjúg Mynd 5. Hópur fjallaskíðafólks á Sveinsgnípu (1925 m) í Öræfajökli, en hún er kennd við Svein Pálsson lækni og náttúrufræðing sem talið er að hafi stigið þar fyrstur árið 1794. Í baksýn er Hvannadalshnjúkur, hæsta fjall á Íslandi, en þar sem hann nær aðeins 2210 m hæð, og ekki 2500 m, ætti frískt fólk ekki að finna fyrir hæðarveiki þar né á öðrum íslenskum fjöllum. Mynd: Ólafur Már Björnsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.