Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nov. 2019, Síða 31

Læknablaðið - nov. 2019, Síða 31
LÆKNAblaðið 2019/105 503 Y F I R L I T valda bólgu í æðaveggnum og röskun á sérhæfðum boðefnum eins og vascular endothelial growth factor (VEGF). Bjúgurinn getur valdið svæsnum höfuðverk en þá er innankúpuþrýstingur oft hækkað- ur og merki um heilabjúg hafa sést hjá sjúklingum sem náðist að rannsaka með segulómun31 Þetta getur einnig valdið ógleði, upp- köstum og þrekleysi. Heilabjúgur er þó ekki til staðar í vægari tilfellum af háfjallaveiki og þá er talið að ýmis hormón og boðefni valdi höfuðverknum og meðfylgjandi einkennum, ekki ósvipað og sést í mígreni.28,32 Hæðarlungnabjúgur Hjá þeim sem fá hæðarlungnabjúg er talið að súrefnisskortur valdi staðbundnum lungnaháþrýstingi sem getur hjá næmum einstaklingum valdið auknu blóðflæði til annarra svæða lungans, háræðaleka og lungnabjúg.27,33 Ekki er vitað hvað kemur af stað þessum staðbundna lungnaháþrýstingi en bólga í æðaveggnum, aukin virkni sympatíska taugakerfisins og truflanir á frásogi salta og vökva í lungnablöðrum virðast koma við sögu. Lungnabjúg- urinn skýrist ekki af skertri hjartastarfsemi og vinstri slegils- þrýstingur er eðlilegur. Á síðustu árum hefur athygli rannsak- enda beinst í auknum mæli að hlutverki æðaþels og framleiðslu boðefnanna níturoxíðs (NO) og endóþelíns-1.34 Bæði gegna mikil- vægu hlutverki í stjórnun blóðþrýstings, þar á meðal í lungum, en NO er mjög kröftugt æðavíkkandi efni og endóþelín er æðaherp- andi.7,27 Rannsóknir hafa sýnt að sjúklingar með hæðarlungnabjúg hafa lægri NO-gildi í útöndunarlofti en heilbrigðir og endóþelín finnst í hærri styrk í blóði þeirra.20,35,36 Enn er ekki ljóst hvernig staðbundinn lungnaháþrýstingur veldur lungnabjúg en lungnablöðrur sjúklinga með hæðarlungna- bjúg virðast hafa aukið vökvagegndræpi og bláæðar í þeim drag- ast óeðlilega mikið saman við súrefnisskort, sem skerðir blóðflæði frá lungnablöðrunum. Einnig virðist bólga í lungnablöðrunum koma við sögu og þær eiga erfiðara með að losa sig við vökva sem safnast upp í þeim.17,27,28 Áhættuþættir hæðarveiki Sterkasti áhættuþáttur hæðarveiki er hröð hækkun í mikill hæð. Þeir sem búa á láglendi eru í aukinni hættu að fá hæðarveiki samanborið við þá sem búa að staðaldri yfir 900 m hæð yfir sjáv- armáli.1,5,17 Fyrri saga um hæðarveiki er einnig þekktur áhættu- þáttur, sérstaklega ef um var að ræða hæðarlungnabjúg, en allt að 60% þeirra sem hafa slíka sögu veikjast að nýju með svipuðum einkennum, fari þeir aftur í sömu hæð.2,5,33 Sterkasti áhættuþáttur hæðarveiki er hraði hæðaraukningar og sér í lagi í hvaða hæð yfir sjávarmáli er sofið. Nýjustu rannsóknir benda ekki til þess að munur sé á tíðni hæðarveiki eftir kynjum.1,5,17,28 Aldur skiptir hins vegar máli og eru einstaklingar milli fimmtugs og sjötugs í minni hættu að fá háfjallaveiki en þeir sem yngri eru, en þegar komið er yfir 70 ára aldur eykst hættan á ný.5,28 Ofáreynsla og sýk- ingar, sérstaklega í öndunarfærum, eru þekktir áhættuþættir fyrir hæðarlungnabjúg, einnig saga um offitu og lungna- og hjarta- sjúkdóma.5,12,28,37 Umdeilt er hvort vökvatap sé sjálfstæður áhættu- þáttur hæðarveiki5,28,38 og sama á við reykingar þótt sumar nýlegri rannsóknir virðist benda til ívið lægri tíðni hjá reykingafólki.39 Þó er alls ekki mælt með reykingum sem hluta af hæðaraðlögun. Mjög góð líkamleg þjálfun og mikið áreynsluþol eru ekki verndandi fyrir hæðarveiki og margt bendir til að keppnismenn í þolgreinum íþrótta, eins og í maraþonhlaupi og sundi, séu ekki síður útsettir en aðrir.9,13,20,28,40 Þar að auki hafa rannsóknir á nokkrum af fremstu háfjallagörpum sögunnar, meðal annars Reinhold Messner, sýnt að þeir eru ekki með betra áreynsluþol en afreksmenn í ýmsum öðrum þolgreinum íþrótta.41 Á síðasta áratug hafa rannsóknir í sívaxandi mæli beinst að hlutverki erfða í meingerð hæðarveiki en flest bendir til þess að erfðir geti að hluta skýrt mismunandi næmi fyrir sjúkdómn- um.20,34,42 Rannsóknir á þjóðflokkum frá Tíbet sem búið hafa öld- um saman í mikilli hæð hafa sýnt að þeir eru mun síður næmir fyrir hæðarveiki en Kínverjar sem á síðustu áratugum hafa flutt til Tíbet af láglendi.1,5,28,43 Erfðabreytileika í nokkrum genum hefur verið lýst en sterkust eru tengslin við breytileika í geni sem skráir fyrir angiotensin-converting enzyme (ACE-gen), en angiotensín eru mikilvæg boðefni við stjórnun æðasamdráttar almennt í líkaman- um.34,44 Þannig hefur verið sýnt fram á afbrigði af ACE-geni sem tengist minni hættu á hæðarveiki hjá arfhreinum einstaklingum, og þá sérstaklega minni hættu á hæðarlungnabjúg.1,43-45 Í rannsókn á tæplega hundrað fjallgöngumönnum tókst þó ekki að sýna fram á jafn ótvíræð tengsl hæðarveiki og arfbreytileika í ACE-geni.46 Í annarri japanskri rannsókn var hins vegar sýnt fram á mismun- andi tjáningu gena sem stýra framleiðslu NO (nitric oxide synthase, NOS) og sú tjáning var tengd mismunandi næmi einstaklinga fyr- ir hæðarveiki.47 Fyrirbyggjandi meðferð Ýmsum aðferðum má beita til að fyrirbyggja hæðarveiki, bæði almennum en einnig sértækari lyfjameðferð. Hér er fjallað um helstu ráðleggingar; annars vegar fyrirbyggjandi meðferð gegn háfjallaveiki og hæðarheilabjúg og hins vegar hæðarlungnabjúg. Hæðarveiki og hæðarheilabjúgur Almennar ráðleggingar Til að forðast hæðarveiki gildir enn sú gullna regla í fjallamennsku að gefa sér nægan tíma til hæðaraðlögunar.7 Því miður gleymist þessi gamla regla oft í annríki nútímans. Varast skal að halda beint frá sjávarmáli upp í meira en 2700-3000 metra hæð yfir sjávarmáli. Best er að dvelja yfir nótt í meðalhæð (til dæmis 2500-2800 m) áður Mynd 6. Einkenni hæðarveiki skarast líkt og meingerð sömu sjúkdóma nema hvað meingerð hæðarlungnabjúgs er aðeins frábrugðin þeirri fyrir háfjallaveiki og hæðar- heilabjúg. Myndin er fengin úr fyrirlestri Mike Grocott og birt lítillega breytt með leyfi hans. HFV: háfjallaveiki, HLB: hæðarlungnabjúgur, HHB: hæðarheilabjúgur. Grafík: Guðbjörg Tómasdóttir. Einkenni Meingerð

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.