Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - nov. 2019, Side 34

Læknablaðið - nov. 2019, Side 34
506 LÆKNAblaðið 2019/105 Y F I R L I T töflur og joðtöflur hafa einnig verið notaðar til að drepa sýkla en þá þarf vatnið að vera sæmilega tært og helst síað áður. Þessu til viðbótar má hreinsa vatn án utanaðkomandi efna, til dæmis með notkun lampa sem gefa frá sér útfjólublátt ljós eða með notkun sólarorku. Algengt er að fá niðurgang í háfjallaferðum og kvið- verkir geta oft fylgt honum.74 Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að drekka vel af vökva með sykri og söltum.75,76 Ekki er mælt með sýklalyfjum nema augljóst sé að um alvarlega bakteríusýkingu sé að ræða og er þá stundum gripið til síprófloxasíns. Sýklalyfja- ónæmi er útbreitt og vaxandi vandamál í mörgum þeirra landa sem fjallgöngumenn heimsækja. Óþarfa sýklalyfjataka raskar jafnframt eðlilegri þarmaflóru líkamans sem getur valdið frekari meltingaróþægingum eins og niðurgangi. Auk þess eykur sýkla- lyfjagjöf hættu á að sýklalyfjaónæmar bakteríur nái langvarandi bólfestu í meltingarfærum.77 Vindgangur er algengt vandamál og getur bæði tengst breyttu mataræði en einnig því að hraðari öndun verður til þess að meira er gleypt af lofti.78 Augnvandamál Helsta augnvandamál í mikilli hæð er bráð hornhimnubólga (acute keratitis), oft kallað snjóblinda, sem stafar af mikilli UV-geislun í hæð ásamt þurru og köldu lofti.79 Einkenni eru verkir í augum, roði, aðskotahlutstilfinning, aukin táramyndun, ljósfælni og skert sjón. Oft líða nokkrir klukkutímar frá geislun þar til einkenni koma fram en oftast ganga þau til baka á einum til þremur dögum. Meðferð er fólgin í notkun gervitára og stundum sýklalyfjadrop- um með bólgueyðandi sterum.79 Hægt er að verjast snjóblindu með notkun jöklagleraugna sem verja hornhimnuna gegn UVA- og UVB-geislum.79 Við súrefnisskort og mikinn kulda getur orðið þynning í sjónhimnu augans og þykknun á hornhimnu, án þess þó að það valdi óafturkræfum breytingum á sjón.80,81 Súrefnisskortur getur einnig valdið augnbotnaskemmdum (high altitude retinopathy), og blæðingum í augnbotninum sem aðeins sjást þegar komið er yfir 4000 m hæð.82 Oft fylgir þessum blæðingum sjónskerðing sem er í flestum tilfellum afturkræf en þessir sjúklingar eru einnig oft með hæðarheilabjúg.82 Lokaorð Hæðarveiki er algengur sjúkdómur sem stafar af súrefnisskorti og viðbrögðum líkamans við honum. Algengust er háfjallaveiki en lífshættulegur hæðarlungnabjúgur og hæðarheilabjúgur geta einnig komið fyrir. Hægt er að fyrirbyggja hæðarveiki með hæfi- legri hæðaraðlögun og lyfjum þar sem asetasólamíð er langal- gengasta forvarnalyfið. Meðferð allra þriggja birtingarforma hæðarveiki felst í tafarlausri lækkun eða súrefnisgjöf sem oft er þó ekki í boði. Er þá gripið til lyfja þar sem asetasólamíð, nífedipín, dexametasón og síldenafíl eru mest notuð. Barst til blaðsins 9. júní, samþykkt til birtingar 18. september 2019. Upon reaching a height over 2500 m above seal level symptoms of altitude illness can develop over 1 – 5 days. The risk is mainly determined by the altitude and rate of ascent and the symptoms vary. Most common are symptoms of acute mountain illness (AMS) but more dangerous high altitude cerebral edema (HACE) and high altitude pulmonary edema (HAPE) can also develop. The causes of AMS, HACE and HAPE are lack of oxygen and insufficient acclima- tization, but the presenting form is determined by the responses of the body to the lack of oxygen. The most common symptoms of AMS include headache, fatique and nausea, but insomnia and nausea are also common. The most common symptoms of HAPE are breathless- ness and lassitude whereas the cardinal sign of HACE is ataxia, but confusion and loss of consciousness can also develop. In this article all three main forms of altitude illness are reviewed. The emphasis is on preventive measures and treatment but new knowledge on patho- genesis is also addressed. High altitude illness and related diseases – a review ENGLISH SUMMARY 1Department of Cardiothoracic Surgery, 2Faculty of Medicine, University of Iceland, 3Department of Psychiatry, 4Department of Sciences, 5Department of Infectious Disease, 6Sjónlag Eye Clinic, 7Department of Respiratory Medicine, Landspítali University Hospital of Iceland. Key words: High altitude illness, acute mountain sickness, high altitude pulmonary edema, high altitude cerebral edema, pathogenesis, treatment. Correspondence: Tómas Guðbjartsson, tomasgudbjartsson@hotmail.com Tómas Guðbjartsson1,2 Engilbert Sigurðsson2,3 Magnús Gottfreðsson2,4,5 Ólafur Már Björnsson6 Gunnar Guðmundsson2,7 DOI: 10.17992/lbl.2019.11.257

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.