Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nov. 2019, Síða 50

Læknablaðið - nov. 2019, Síða 50
522 LÆKNAblaðið 2019/105 Í lögum um heilbrigðisþjónustu sem gildi tóku 1. september 2007 er háskólasjúkrahús skilgreint svo: „Sjúkrahús sem veitir þjón- ustu í nær öllum viðurkenndum sérgrein- um læknisfræði og hjúkrunarfræði, með áherslu á rannsóknir, þróun og kennslu“ (I. kafli, 4. grein). Hlutverk Landspítala er síðan skilgreint í V. kafla, 20. grein. Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskóla- sjúkrahús. Hann veitir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, m.a. á göngu- og dagdeildum, fyrir alla landsmenn og almenna sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa heilbrigðis- umdæmis höfuðborgarsvæðisins. Hlutverk hans er að: 1. veita heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma samræmist skyldu slíks sjúkrahúss, m.a. sér- fræðiþjónustu í nær öllum viðurkenndum grein- um læknisfræði, hjúkrunarfræði og eftir atvikum öðrum greinum heilbrigðisvísinda sem stundað- ar eru hér á landi, með aðgengi að stoðdeildum og rannsóknadeildum, 2. annast starfsnám háskólanema og framhalds- skólanema í heilbrigðisgreinum í grunn- og framhaldsnámi, 3. stunda vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, 4. veita háskólamenntuðum starfsmönnum sér- menntun í heilbrigðisgreinum, 5. gera fagfólki kleift að sinna fræðastörfum við Háskóla Íslands eða aðra háskóla og veita há- skólamönnum aðstöðu til þess að sinna rann- sóknum og öðrum störfum við sjúkrahúsið, 6. starfrækja blóðbanka sem hefur með höndum blóðbankaþjónustu á landsvísu“.1 Lögbundnar skyldur Landspítala á sviði rannsókna, fræða og menntunar eru þannig hafnar yfir allan vafa og vega þungt í skilgreiningu á víðtæku hlutverki hans. Við stofnun Háskóla Íslands 17. júní 1911 flutti Björn M. Ólsen, fyrsti rektor skólans, ræðu sem oft er vitnað til því honum tókst að tjá framtíðarsýn sem var ekki sjálfsögð þegar ræðan var flutt og byggði á nýrri hugmynd um hinn rann- sóknarmiðaða háskóla.2 Þessi framtíðarsýn hefur reynst dýrmætt leiðarljós og verið nánast spámannleg. Markmið háskóla er fyrst og fremst þetta tvennt: 1. Að leita sannleikans í hverri fræðigrein fyrir sig og 2. Að leiðbeina þeim sem eru í sannleiksleit, hvern- ig þeir eigi að leita sannleikans í hverri grein fyrir sig. Með öðrum orðum: háskólinn er vísindaleg rann- sóknarstofnun og vísindaleg fræðslustofnun.3 Þótt Landspítali hafi ekki verið til þegar þetta var sagt varða þau spítalann beint því hann er hinn skilgreindi há- skólaspítali á Íslandi og innan veggja hans fer fram stór hluti af allri háskólastarfsemi í heilbrigðisvísindum. Vísindastefna Fyrr á árinu samþykkti framkvæmdastjórn Landspítala nýja og framsækna vísinda- stefnu til næstu 5 ára, 2019-2024, sem mið- ar að því að snúa vörn í sókn.4 Þar segir að markmið spítalans sé að vera háskóla- sjúkrahús í fremstu röð með vísindastarf- semi samofna daglegri starfsemi. Efst á blaði eru 5 meginstefnumál: • fjárframlög til vísindarannsókna séu sambærileg við norræn háskólasjúkrahús • vísindastarf innan Landspítala sé eflt og ástundun vísindalegra rannsókna sé samofin daglegri starfsemi • unnið sé að bættri aðstöðu til vísindastarfa og uppbyggingu öflugra rannsóknarhópa • áhersla sé lögð á fjölbreytni í rannsóknum, þver- faglega nálgun og samstarf • leggja grunn að því að Landspítali geti orðið í fremstu röð á alþjóðlegum vettvangi vísinda Hér eru tilgreind verðug markmið sem hingað til hefur reynst erfitt að framfylgja, ekki síst vegna fjárskorts. Í hinni nýju vís- indastefnu er stefnt að því að 3% af veltu Landspítala verði sérmerkt vísindastarfi og því marki verði náð í áföngum á næstu 5 árum.4 Þetta er hækkun úr um 0,7% sem nú renna beint til vísindastarfs. Mörg háskólasjúkrahús á Norðurlöndum miða við rannsóknarframlög sem nema 6% af veltu og umframkostnaður við kennslu og fræðahlutverkið í heild hefur verið metinn allt að 20-30%.5 Enn er því mikið verk að vinna og vissulega mikilvægt að stilla hækkuðum fjárframlögum efst á stefnu- skrá og nota norræn háskólasjúkrahús sem viðmið. Rök fyrir háskólaspítala Í nýlegum leiðara í Læknablaðinu var fjall- að um kerfislegan vanda sem kann að vera fyrir hendi á Landspítala.6 Ef sú er raunin getur sá vandi verið hindrun á vegi akademískra fræða og gefið tilefni til sérstakra aðgerða ef virða á til fulls hið lögbundna hlutverk. Á hinn bóginn er eðlilegt að skattgreiðendur spyrji: Hver er ávinningurinn af því af elta fordæmi háskólasjúkrahúsa um allan heim, ekki síst annarra norrænna háskólasjúkrahúsa, og veita Landspítala það 20-30% viðbótar- framlag sem telja má nauðsynlegt vegna háskólastarfsins, umfram aðra spítala þar sem sambærileg þjónusta fer að nokkru leyti fram?5 Svarið er margþætt. Einkennismerki nútíma heilbrigðisþjónustu er gagn- reynsla, það er aðferðir og úrræði byggjast á vísindalegum rannsóknum. Þær eru því óhjákvæmilegur grundvöllur heilbrigðis- þjónustunnar eins og hún leggur sig, og eins og fyrr er rakið hefur Landspítala með lagasetningu verið falið burðarhlut- verk á því sviði.1 Segja má að öll sannleiksleit, fræðastörf, sé ómaksins verð og ýmsu til hennar kostandi ef raunhæf von er um árangur. Vandamál skjólstæðinga háskólaspítalans gefa tilefni til fræðilegrar umræðu, sem oft verður uppspretta árangursríkra vís- indaverkefna. Mikilvægur þáttur í rann- sóknarstarfi er gæða- og árangursmat, meðal annars tengt umbótastarfi og þróun þekkingar. Sá hluti rannsóknarstarfsins er augljóslega samofinn þjónustuhlut- verkinu. Það má kalla siðferðilega skyldu íslenskra lækna að hafa forgöngu um úr- vinnslu fjölmargra gagnagrunna sem hafa orðið til í landinu á undanförnum áratug- Um hlutverk háskóla og háskólaspítala Guðmundur Þorgeirsson Þórður Harðarson Höfundar eru fyrrverandi yfirlæknar og prófessorar í lyflæknisfræði við Háskóla Íslands og Landspítala, og fyrrum deildarforsetar við læknadeild Háskóla Íslands. S J Ó N A R H O R N

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.