Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Nov 2019, Page 55

Læknablaðið - Nov 2019, Page 55
LÆKNAblaðið 2019/105 527 Höfundar vilja þakka athugasemdir vegna yfirlitsgreinar okkar um nárakviðslit í septemberhefti Læknablaðsins1 enda teljum við jákvætt þegar lesendur láta sig efni blaðsins varða. Athugasemdirnar snúa annars vegar að þýðingum á latnesk- um eða enskum líffæraheitum í nára og útskýringarmyndum 1a og 1b. Í engri athugasemdanna er því haldið fram að rangt sé farið með staðreyndir eða að efn- istök séu villandi. Það er rétt hjá bréfritara að líffæraheiti eru sum á latínu en önnur á ensku eða íslensku. Það var meðvituð ákvörðun og gert til að auðvelda lesend- um að skilja texta og myndir, enda mörg íslensku orðanna framandi. Sumar tillögur bréfritara, sem kennir líffærafræði við læknadeild, eru sennilega til bóta enda samræmast þær íðorðaskrá lækna. Rétt er þó að taka fram að sum af þessum íðorð- um hafa ekki fest sig í sessi eða fleiri þýð- ingar verið notaðar fyrir sömu fyrirbæri. Þetta á til dæmis við um orðið funicle sem á ensku er oftast kallað spermatic cord og við þýddum því sem sáðstreng. Í íðorða- skrá er að finna orðið kólfur sem ekki er jafn lýsandi orð eða í anda enska heitisins. Hvort notað er heitið ductus deferens eða vas deferens fyrir sáðrás teljum við ekki skipta máli, enda er fókus greinarinnar ekki á líffærafræði nárans heldur sjúk- dóminn nárakviðslit og meðferð hans. Auk þess má benda á að í læknatexta á íslensku er orðið sáðleiðari oft notað fyrir sáðrás. Við höfum ákveðið að breyta textan- um í Boxi 2 þannig að í stað funicle er nú orðið kólfur og orðið sáðstrengur tekið út. Ensku heitunum spermatic artery/vein hefur verið skipt út fyrir eistaslagæð og bláæð og rectus vöðva breytt í rectus kviðvöðva sem við teljum betra orð en beinn kviðvöðvi. Mynd 1a höfum við breytt og sett orðið funiculus spermaticus í stað sáðstrengs og ligamentum inguinale í stað nárabands, og öll líffæraheitin á myndinni höfð á lat- ínu. Á mynd 1b kemur orðið sáðrás í stað sáðstrengs en önnur heiti eru óbreytt. Af- stöðu æða, tauga og vöðva teljum við ekki ástæðu til að breyta, enda rétt að hafa í huga að ekki er um hreinræktaða líffæra- fræðimynd að ræða, heldur skýringar- mynd þar sem helstu skref í aðgerðunum eru útskýrð, og frá sjónarhorni skurðlækn- is. Slíkar myndir eru alvanalegar í bókum um skurðlækningar og svipaðar myndir og 1a og 1b er að finna í mörgum þeirra. Við teljum að þessi grein sé mikilvæg fyrir læknanema og verðandi skurðlækna en einnig lækna almennt. Texta um þennan algenga sjúkdóm hefur vantað á íslensku og við erum þegar byrjuð að nota greinina við kennslu læknanema í skurðlæknis- fræði. Bestu kveðjur, Marta Rós Berndsen Tómas Guðbjartsson Fritz Berndsen Heimild 1. Berndsen MR, Guðbjartsson T, Berndsen FH. Nárakviðslit - yfirlitsgrein. Læknablaðið 2019; 105: 385-91. Svar frá höfundum til Hannesar Petersen Eliquis (apixaban) 2,5 mg og 5 mg filmuhúðaðar töflur. Ábendingar: Eliquis 2,5 mg: Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti. Eliquis 2,5 mg og 5 mg: Forvörn gegn heilaslagi og segareki í slagæð hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum (non-valvular atrial fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, svo sem sögu um heilaslag eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic attack, TIA), aldur ≥ 75 ára, háþrýstingi, sykursýki eða hjartabilun með einkennum (NYHA flokkur ≥ II). Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum (DVT) og lungnasegareki (PE), og forvörn gegn endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og lungnasegareki hjá fullorðnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Virk blæðing sem hefur klíníska þýðingu. Lifrarsjúkdómar sem fylgir blóðstorkukvilli og blæðingarhætta sem hefur klíníska þýðingu. Vefjaskemmdir eða kvillar ef það er talið vera áhættuþáttur fyrir verulegri blæðingarhættu. Þar með talið nýlegur eða virkur sárasjúkdómur í meltingarvegi, illkynja æxli með mikilli blæðingarhættu, nýlegir áverkar á heila eða mænu, nýleg skurðaðgerð á heila, mænu eða auga, nýleg innankúpublæðing, æðahnútar í vélinda eða grunur um slíkt, slagæða- og bláæðatenging, æðagúlar eða meiriháttar óeðlilegar æðar í mænu eða heila. Samhliða meðferð með öðru segavarnarlyfi, t.d. ósundurgreint (unfractionated) heparín, létt (low molecular weight) heparín (enoxaparin, dalteparin, o.s.frv.), heparín afleiður (fondaparinux, o.s.frv.), segavarnarlyf til inntöku (warfarín, rivaroxaban, dabigatran, o.s.frv.), nema í þeim sérstöku tilvikum þegar skipt er um meðferð með segavarnarlyfjum, ef ósundurgreint heparín er gefið í skömmtum sem duga til að viðhalda opnum æðalegg í miðlægri bláæð eða slagæð eða þegar ósundurgreint heparín er gefið meðan á brennsluaðgerð með hjartaþræðingu vegna gáttatifs stendur. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Bristol-Myers Squibb/Pfizer EEIG. Pakkningastærðir og verð 1. október 2019: 2,5 mg 60 stk.: 12.977 kr., 2,5 mg 168 stk.: 35.631 kr., 5 mg 14 stk.: 4.483 kr., 5 mg 100 stk.: 21.381 kr., 5 mg 168 stk.: 35.691 kr. Afgreiðslutilhögun: R. Greiðsluþátttaka: G. Samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) dags. 1.júlí 2019. Sá sem ávísar lyfinu þarf að hafa kynnt sér fræðsluefni (RMP) fyrir lyfið og afhent sjúklingi tiltekið fræðsluefni ætlað sjúklingum (öryggisspjald fyrir sjúklinga) áður en notkun lyfsins hefst. Ef óskað er eftir fræðsluefni eða frekari upplýsingum má hafa samband við umboðsaðila: Icepharma hf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík, sími 540 8000.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.