Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nov. 2019, Síða 56

Læknablaðið - nov. 2019, Síða 56
528 LÆKNAblaðið 2019/105 Á komandi Læknadögum, þann 20. janúar, er fyrirhuguð dagskrá í tilefni af 50 ára afmæli barna- og unglingageðlækninga á Íslandi. Sagt verður frá Geðverndardeild barna, sem starfrækt var undir forystu prófessors Sigurjóns Björnssonar, sál- fræðings, í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg, en sú deild hóf starfsemi í október 1960 og var hlutverk hennar að annast rannsóknir og lækningu á börnum sem þjáðust af taugaveiklunareinkennum eða öðrum sálrænum erfiðleikum, og mun Sigurjón kynna þá sögu sjálfur. Eru því 60 ár frá stofnum þeirrar deildar. Páll Ásgeirsson, fyrsti yfirlæknir Geðdeildar Barnaspítala Hringsins, eins og deildin hét í upphafi, mun segja frá aðdraganda og stofnun hennar árið 1970, fyrir 50 árum, og þróunarstarfinu síðar, og Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, nú- verandi yfirlæknir BUGL (eins og Barna og unglingageðdeild Landspítalans er nú skammstöfuð) kynnir deildina og stöðu sérgreinarinnar í dag, þegar liðin eru 50 ár frá stofnun deildarinnar. Gunnsteinn Gunnarsson, barna- og unglingageðlæknir, mun rekja sögu Barnageðlæknafélags Íslands, sem stofnað var 3. maí 1980, og eru því 40 ár liðin frá stofnun þess á árinu. Eins og segir í lögum félagsins var markmiðið með stofnun þess að eiga sameiginlegan vettvang til um- ræðu fyrir lækna við störf að geðlækning- um barna og unglinga, og annarra lækna sem hefðu áhuga á geðvernd og geðmeð- ferð barna og unglinga. Annað markmið félagsins var að vinna að framþróun og vexti barnageðlækninga á Íslandi með fræðslufundum fyrir lækna og aðrar fag- stéttir um geðmeðferð barna og unglinga. Enn var markmið félagsins að vera fulltrúi fagsins gagnvart yfirvöldum geðheilbrigð- ismála með ráðgjöf og/eða athugasemd- um. Að lokum var markmið félagsins að standa vörð um hagsmuni félagsmanna, m.a. varðandi aðbúnað, kaup og kjör. Stofnfélagar voru 7 og var Helga Hann- esdóttir kosin fyrsti formaður félagsins, en Helga varð síðar fyrst Íslendinga doktor í sérgreininni. Félagið var ætíð fámennt, en félagsmenn skiptu með sér verkum við að stuðla að fræðslu fyrir lækna og aðrar fagstéttir sem að geðvernd og geð- meðferð störfuðu með námsstefnum um barnageðlækningar og geðheilbrigðismál barna og unglinga. Barnageðlæknarnir Dagbjörg Sigurðar- dóttir og Gísli Baldursson munu kynna starf á legudeildum BUGL og þróun ung- lingageðlækninga á legudeildum. Ólafur Ó. Guðmundsson, barna og ung- lingageðlæknir og fyrrverandi yfirlæknir á BUGL, og Bertrand Lauth, lektor, formaður Barnageðlæknafélagsins, munu skýra frá samvinnu við alþjóðleg félög, IACAPAP og evrópsku ESCAP-samtökin. Einnig um norrænt rannsóknarsamstarf NORCAP, og íslenskar rannsóknir í sérgreininni. Jafn- framt verður kynnt faglegt starf í barna- og unglingageðlækningum á Norðurlandi og starfsemi sérfræðilækninga í barna- og unglingageðlækningum á Reykjavíkur- svæðinu. Anna María Jónsdóttir, barna- og unglingageðlæknir, kynnir þróun ung- barnageðlækninga á Íslandi og stöðu þeirra í dag. Bertrand Lauth, lektor, lýsir upp- byggingu barna- og unglingageðlækninga á Íslandi, fjallar um áskoranir, rannsóknir, og akademíska og klíníska kennslu og tengsl við HÍ, og kynnir uppbyggingu á sérnámi í greininni hér á landi. Hvers vegna barna- og unglingageð- lækningar? Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir, greinir frá því hvers vegna hann lagði stund á barna- og ung- lingageðlækningar, en fyrir var hann sér- fræðingur í barnalækningum. Vert er að geta þess að Helga Hann- esdóttir á hugmyndina að þessari afmæl- isdagskrá og hefur skipulagt hana og undirbúningsnefnd Læknadaga tók hug- myndinni opnum örmum. Dagskrá á Læknadögum 2020 Málþing barna- og unglingageðlækna Gunnsteinn Gunnarsson barna- og unglingageðlæknir Læknadagar í Hörpu 20.-24. janúar 2020 Undirbúningsnefndin

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.