Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nov. 2019, Síða 60

Læknablaðið - nov. 2019, Síða 60
532 LÆKNAblaðið 2019/105 Lyfjastofnun og Miðstöð lyfjaupplýsinga á Landspítala hafa sett á fót samstarfs- vettvang með það að leiðarljósi að skrá og fylgjast betur með aukaverkunum vegna lyfja á Íslandi. Í mars síðastliðnum kom lyfið Flixabi® (infliximab) á markað á Ís- landi. Það er hliðstæða við líftæknilyfið Remicade®. Eins og önnur líftæknilyf og líftæknihliðstæður er það merkt svörtum þríhyrningi, en slík lyf eru undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi þess komist fljótt og örugglega til skila.1 Á tímabilinu frá mars til október 2019 bárust 59 tilkynningar um aukaverkanir vegna Flixabi® til Lyfjastofnunar (mynd 1). Flestar tilkynningarnar komu frá Landspítala og var engin þeirra flokkuð sem alvarleg. Í heildina voru 35 tilkynn- ingar vegna aukaverkana hjá konum en 24 hjá körlum. Flestar tilkynningar, eða um 74% tilkynninga, voru vegna aukaverkana hjá einstaklingum á aldrinum 30-59 ára. Allar aukaverkanir sem voru tilkynntar eru í samræmi við það sem er þekkt um infliximab-lyf. Þannig var engum óþekkt- um aukaverkunum lýst. Eftirfylgni með Flixabi® virðist vera góð miðað við fjölda aukaverkanatil- kynninga sem hafa borist Lyfjastofnun. Sambærilegar upplýsingar um aukaverk- anir eftir markaðssetningu liggja ekki fyrir vegna annarra infliximab-lyfja hér á landi, þar sem samstarf um skráningu vegna aukaverkana var ekki í sama far- vegi. Tilkynningarnar sem hafa borist Flixabi – aukaverkanir af nýju líftækni- hliðstæðulyfi, undir sérstöku eftirliti ▼ Mynd 2. Fjöldi tilkynninga sem borist hafa í EudraVigilance-gagnagrunninn vegna aukaverkana af Flixabi til 19. október 2019, eftir upprunalandi tilkynninga. Mynd 1. Fjöldi tilkynninga um aukaverkanir sem hafa borist Lyfjastofnun frá því í mars 2019 þegar lyfið Flixabi kom á markað. F R Á L Y F J A S T O F N U N Guðrún Stefánsdóttir lyfjafræðingur og lyfjafaraldsfræðingur Elín Jacobsen lyfjafræðingur Hrefna Guðmundsdóttir lyflæknir

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.