Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Nov 2019, Page 61

Læknablaðið - Nov 2019, Page 61
LÆKNAblaðið 2019/105 533 fyrir Flixabi® eru hins vegar svipaðar og fyrir önnur infliximab-lyf. Til þess að meta líkindi þess að aukaverkanir komi fram þarf að skoða hversu margir tóku lyfið og hversu lengi það hafði verið á markaði. Flixabi hefur verið stuttan tíma á markaði og hugsanlega eru meiri líkur á því að þeir sem taka Flixabi fái frekar aukaverkun en við notkun annarra infliximab-lyfja. Það er sömuleiðis mögulegt að heilbrigðisstarfs- fólk og notendur lyfsins séu meira vakandi fyrir aukaverkunum lyfja og/eða að bætt samstarf um að fylgjast með og skrá auka- verkanir sé ástæða fjölgunar á tilkynning- um vegna infliximab. Lyfjastofnanir Evrópu senda tilkynn- ingar um aukaverkanir áfram í evrópskan gagnagrunn, EudraVigilance (mynd 2).3 Þessi gagnagrunnur er öllum opinn og er einnig hluti af þeim upplýsingunum sem Lyfjastofnanir í Evrópu nota til eftirlits með ávinningi og áhættu af lyfjum eftir að þau hafa fengið markaðsleyfi. Í gagna- grunninum má sjá að tilkynntar aukaverk- anir vegna Flixabi frá Íslandi hafa umtals- vert vægi í þessu evrópska samstarfi. Samstarf Lyfjastofnunar og Landspítala hefur skilað góðum árangri í eftirfylgni með Flixabi® eftir að það kom á markað. Engar alvarlegar aukaverkanir hafa komið fram enn sem komið er. Mikilvægt er að halda áfram að fylgjast með Flixabi® þar sem stutt er síðan það kom á markað til að skilja betur orsakasamband lyfsins við aukaverkun, úrræði og langtímaáhrif lyfsins. Til að tilkynna aukaverkun má hafa samband við klíníska lyfjafræðinga í Miðstöð lyfjaupplýsinga (S: 825 3525) eða tilkynna beint í gegnum vefsíðu Lyfjastofnunar (lyfjastofnun.is). Klínískir lyfjafræðingar í Miðstöð lyfjaupplýsinga veita læknum og hjúkrunarfræðingum ráðgjöf við mat á tengslum lyfs og auka- verkunar. Lyfjastofnun heldur utan um upplýsingar vegna aukaverkana lyfja og skráir þær í EudraVigilance. Heimildir 1. European Medicines Agency. Guideline on good pharmacovigilance practices (GVP) Module X – Additional Monitoring, 19-April-2013. 2. Guðmundsson K. Ný líftæknilyf og hliðstæður þeirra. Læknablaðið 2014; 100: 267. 3. adrreports.eu/en/index.html - október 2019. Lyaver skammtar lyum og bætiefnum fyrir þúsundir Íslendinga um land allt. Það er einfalt að bætast í hópinn. Komdu reglu á lyamálin með lyaskömmtun! Kynntu þér málið á lyaver.is, skommtun@lyaver.is eða í síma 533 6100 APÓTEK + LYFJASKÖMMTUN HEIMSENDINGAR UM LAND ALLT

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.