Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - apr. 2019, Blaðsíða 7

Læknablaðið - apr. 2019, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2019/105 159 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Davíð O. Arnar yfirlæknir hjartalækninga, Landspítala, gestaprófessor, læknadeild Háskóla Íslands davidar@landspitali.is doi.org/10.17992/lbl.2019.04.223 Digital cardiology, artificial intelligence and the value of empathy David O. Arnar, MD, PhD EMPH, Chief of Cardiology, Landspitali - The National University Hospital of Iceland, Visiting Professor, Faculty of Medicine, School of Health Sciences, University of Iceland Stafrænar hjartalækningar, gervigreind og gildi hluttekningar Á undanförnum árum hefur orðið veruleg aukning á framboði áhugaverðrar tækni með snjallsímum, snjallúrum og smáforritum sem nema og geyma ým- iss líffræðileg merki, svokölluð lífsmörk. Þessi tækni hefur þróast ört og nú er svo komið að mögulegt er að taka hjartalínurit með snjallsíma eða úri. Sérstök raf- skaut skrá einnar leiðslu rit, sem svarar til leiðslu II á tólf-leiðslu hjartalínuriti. Þetta skapar nýja og einstaka möguleika á greiningu takttruflana en hentar ekki jafn vel til mats á blóðþurrð í hjarta, allavega sem stendur. Það eru margvíslegir mögulegir ávinningar af þessari snjalltækni. Gáttatif er frekar algengt og er áætlað að 6000 Ís- lendingar hafi greinst með takttruflunina.1 Gáttatif veldur oft talsverðum einkennum en þó er vel þekkt að einstaklingar geti verið einkennalausir. Gáttatif eykur hættuna á heilablóðfalli fimmfalt. Í vissum tilvikum getur slagið verið fyrsta birtingarmynd takttruflun- arinnar. Snemmgreining gáttatifs með snjalltækni gæti leitt til þess að einstaklingar sem eru í áhættu á heilablóðfalli finnist fyrr og með notkun blóðþynn- ingarlyfja væri hægt að draga verulega úr hættunni. Á nýlegu þingi American College of Cardiology voru frumniðurstöður The Apple Heart Study kynntar. Þessi rannsókn, sem tekur til tæplega 420.000 einstak- linga, hefur það markmið að meta fýsileika snjallúrs við greiningu gáttatifs.2 Rannsóknin er um margt áhuga- verð. Hún er afar fjölmenn en ekki tók nema 8 mánuði að safna þátttakendum sem þurfa ekki að koma á rann- sóknarsetrið heldur fara öll samskipti fram í gegnum tölvusímtöl og fjarvöktun. Flestir þátttakendur voru á aldrinum 22-54 ára og allir fengu snjallúr frá Apple sem vaktaði hjartsláttinn með sérstakt algrím til greiningar á gáttatifi. Úrið sendi boð í stjórnstöð rannsóknarinnar ef það greindi óreglulegan púls en línurit var þó ekki tekið af úrinu í þeim tilvikum. Þeir sem höfðu púls- óreglu fengu hins vegar send rafskaut til að líma á húð á brjóstkassa til að reyna að staðfesta gáttatif með línuritsstrimli. Ef það gekk eftir fylgdu ráðleggingar um að leita til læknis. Skilaboð um hjartsláttaróreglu komu frá tæplega 2200 (0,5%), sem er fremur lágt en í samræmi við aldursdreifingu hópsins, og jákvætt for- spárgildi snjallúrsins fyrir gáttatifi var 84%. Fjölmörgum spurningum er ósvarað og frekari rýni á gögnunum er væntanleg. Eigi að síður sýnir rann- sóknin að þessi nálgun er gerleg og þetta er líklega bara upphafsskrefið á langri vegferð. Að sjálfsögðu þarf að kanna til hlítar hvort upplýsingarnar sem safnað er leiði til betri útkomu og hvernig best sé að nálgast viðfangs- efnin í hverju tilviki fyrir sig. Það er nefnilega ekki eingöngu tækifærið til skráningar hjartalínurita sem er áhugavert. Skoðun á hreyfimynstri einstaklinga, blóð- sykurs gildum, súrefnismettun, svefnmynstri, vökva - jafnvægi, svo fátt eitt sé nefnt, er einnig möguleg með beinum eða óbeinum hætti. Þetta skapar tækifæri til að safna gögnum sem hefur ekki áður verið rýnt í á kerfis- bundinn hátt. Söfnun ítarlegra svipgerðarupplýsinga er gagnleg að ýmsu leyti, ekki síst við frekari þróun mark- vissrar einstaklingsmiðaðrar nálgunar sem inni felur meðal annars nýtingu arfgerðarupplýsinga.3 Það kunna þó að vera neikvæðar hliðar á söfnun stafrænna upplýsinga frá einstaklingum. Heilbrigðis- starfsfólk er sem stendur ekki í stakk búið til að taka við auknu og óritskoðuðu aðflæði upplýsinga frá sjúk- lingum. Vaxandi notkun snjalltækja sem skrá stafrænar upplýsingar og senda á lækna gæti því aukið álag og áreiti á heilbrigðiskerfi sem þegar á í vök að verjast á margan hátt. Falskt jákvæðar niðurstöður gætu aukið kostnað við heimsóknir og rannsóknir þegar þær eiga ekki við. Það er því nauðsynlegt að þróa farvegi og verkferla í þessu tilliti. Gervigreind hefur fram til þessa ekki verið mikið notuð í klínískri læknisfræði. Eigi að síður gæti hún nýst víða, til að mynda við sjúkdómsgreiningu og ráðleggingar á gagnreyndri meðferð, til að bæta lyfja- öryggi og aðstoða við úrlestur myndgreiningarann- sókna.4 Þá kann hún að geta nýst við frumvinnslu og ráðleggingar um hvernig skuli bregðast við stafrænum upplýsingum. Gervigreind gæti sömuleiðis hjálpað til við að draga úr tímafrekri handvirkri skráningu upp- lýsinga í sjúkraskrá sem og við gerð innskriftarnótu, göngudeildarskrár og dagáls. Ef gervigreind getur hjálpað læknum við ýmis verk gæti sá tími sem þannig vinnst nýst til að færa þá í auknum mæli aftur að rúmstokknum. Bein samskipti læknis og sjúklings eru nefnilega einn af hornsteinum læknisþjónustu. Tækniframfarir hafa vissulega gjör- breytt möguleikum til greiningar og meðhöndlunar ýmissa sjúkdóma á undanförnum árum. Þó verður mik- ilvægi heildrænnar sýnar við ákvörðun um framvindu og þess að geta sýnt sjúklingum hluttekningu þegar við á seint ofmetið. Framrás tækninnar verður þó tæpast stöðvuð og það er tímabært að hefja aðlögun að því að sjúklingar framtíðarinnar muni mæta vel undirbúnir í læknisheimsókn með magn ítarlegra upplýsinga um sinn hag. Heimildir 1. Stefansdottir H, Aspelund T, Gudnason V, Arnar DO. Trends in the incidence and prevalence of atrial fibrillation in Iceland with future projections. Europace 2011; 13: 1110-7. 2. Turakhia MP, Desai M, Hedlin H, Rajmane A, Talati N, Ferris T, et al. Rationale and design of a large-scale, app-based study to identify cardiac arrhythmias using a smartwatch: The Apple Heart Study. Am Heart J 2019; 207: 66-75. 3. Arnar DO, Palsson R. Precision medicine and advancing clinical care. Insights from Iceland. JAMA Intern Med 2018 Dec. 4. Topol E. High-performance medicine: The convergence of human and artificial intelligence. Nat Med 2019; 25: 44-56.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.