Læknablaðið - apr. 2019, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2019/105 187
Tæknin er talin geta umbylt sænsku heil-
brigðiskerfi og aukið möguleika sjúklinga.
Langtímamarkmiðið er að styrkja grunn-
þjónustu kerfisins og að hún verði fyrsti
viðkomustaður sjúklinga í kerfinu, segir í
svari sænska læknafélagsins.
Sænska félagið segir breytingarnar verða þær að landsmenn
verði skráðir hjá lækni en ekki heilsugæslustöð. Þegar landsmenn
fái sinn eigin heimilislækni verði meiri þörf á sérhæfðum lækn-
um innan grunnþjónustunnar. Með þessum breytingum verði
aðgengi þeirra betra og meiri samfella í þjónustunni.
Afar mikilvægt sé að þak verði sett á hversu mörgum sjúkling-
um hver læknir sinni. Einnig að huga að launum sérfræðinga sem
stígi inn á þetta svið. Þá þurfi að vera hægt að skrá sig hjá sér-
fræðingum þar til nægilega margir heimilislæknar séu til staðar.
Hvetja þurfi annað sérhæft heilbrigðisstarfsfólk, eins og ljósmæð-
ur og sjúkraþjálfara, til að stofna eigin rekstur og vinna saman í
heilsumiðstöðvum í þágu sjúklinga.
Spurt um daglegt amstur lækna segir sænska félagið meðal
annars siðferðilegt stress vegna tímaskorts hrjá þá, einnig valdi
skortur á hjúkrunarfræðingum vandræðum. Þá séu annmarkar á
eftirliti og þróun.
Um læknaskort segir sænska félagið hann til staðar, en ekki sé
vitað hver staðan nákvæmlega sé innan hverrar sýslu eða stofn-
unar. Þó sé almennt talað um að það skorti bæði almenna lækna
og geðlækna. Víða sé einnig talað um að það vanti skurðlækna,
krabbameinslækna, bráða- og bæklunarlækna og meinasér-
fræðinga.
Sænska félagið vill sjá setta starfsmannastefnu til
þess að stýra vinnuálaginu, launaþróun, símenntun
og rannsóknum lækna.
SÆNSKA LÆKNAFÉLAGIÐ
Hver landsmaður fái sinn heimilislækni
Norska læknafélagið hefur áhyggjur af
stöðu upplýsingatækni á sjúkrahúsum í
Noregi. Staðan sé svo slæm að á sumum
heilsugæslustöðvum lími starfsmenn
áherslumiða, svokallaða post-it miða, inn í
skýrslur í stað þess að slá upplýsingar inn í
úrelt forrit. Ekki sé óalgengt að læknar þurfi að opna mörg kerfi
með úreltum innskráningaraðferðum sem auki hættu á mistök-
um og að upplýsingar glatist.
Félagið telur norska heilbrigðiskerfið eftirbát annarra Norður-
landaþjóða í stafrænum lausnum. Samhæfingu lausna vanti. Það
nefnir að árið 2015 hafi 9 af hverjum 10 læknum talið slaka upp-
lýsingatækni hindra þá í starfi. Hver stofnun og einkaklíník kjósi
sína lausn og yfir 1000 ólíkar útfærslur á læknaskýrslum finnist á
sjúkrastofnunum landsins. Það leiði til þess að flæði upplýsinga
milli stofnana og stiga þjónustunnar skerðist og ógni öryggi sjúk-
linga.
Norska félagið segir heimilislækna í Noregi kvarta yfir auknu
álagi í kjölfar þess að kerfinu var breytt og hver fékk sinn lækni.
Álagið hafi aukist án þess að umbun hafi fylgt. Vinnutíminn hafi
lengst, bið eftir viðtalstíma lengst og læknar sem hafi sinnt starf-
inu tímabundið hafi hætt því.
Afleiðingar þessa séu að fleiri hafi boðið sérfræðiþjónustu sína
á einkastofum, svokallað drop-in eða fjarlækningar. Þar skorti
hins vegar á regluverkið. Þjónustan bíði því endurskipulagningar
frá haustinu en þá mun birtast skýrsla um hana.
Norska læknafélagið bendir á að álagið á heilbrigðiskerfið
aukist í framtíðinni. Þrír þættir séu grundvöllur þess að hægt
sé að takast á við vandann á fjárhagslega skynsamlegan máta. Í
fyrsta lagi að taka í notkun notendavæna upplýsingatækni. Mik-
ilvægt sé að hafa spítalana passlega stóra og loks að hafa rétta
samsetningu starfsfólks innan þeirra. Nú skorti bæði læknaritara
og aðstoðarfólk á spítölum með þeim afleiðingum að læknar og
hjúkrunarfræðingar hafi of lítinn tíma í meðferð sjúklinga.
Norska læknafélagið nefnir að geðheilsa hafi fengið aukið
vægi í stefnu norskra stjórnvalda og yfirvöld lofað auknu fé í
málaflokkinn. Þrátt fyrir það segir norska læknafélagið að ekki
hafi verið staðið nægilega við það loforð og ekki tekist sem skyldi
að ráða geðheilbrigðisstarfsfólk.
Í dag læra 47% norskra læknanema utan Noregs,
flestir í Austur-Evrópu og Danmörku. 43%
allra starfandi lækna undir sjötugsaldri fengu
grunnmenntun sína annars staðar en í Noregi.
NORSKA LÆKNAFÉLAGIÐ
Telur ólíka gagnagrunna ógna öryggi sjúklinga