Læknablaðið - apr. 2019, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2019/105 189
Kolbeinn Guðmundsson, yfirlæknir Lyfjastofnunar, fyrir framan hann standa Kerstin Wickström, sérfræðingur hjá
Lyfjastofnun, Hrefna Guðmundsdóttir, læknir hjá Lyfjastofnun og Rúna Hauksdóttir Hvannberg. Hér í London fyrr á
þessu ári. Mynd/Lyfjastofnun
Fluttu 700 starfsmenn frá
Bretlandi til Hollands vegna Brexit
Evrópusambandið hefur flutt alla starfsemi Lyfjastofnunar Evrópu frá Bretlandi til Hollands. 700 af 900
starfsmönnum hafa fylgt stofnuninni frá London til Amsterdam, segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri
Lyfjastofnunar, við Læknablaðið. Hún er nýkomin af fyrsta fundi stofnunarinnar á nýjum stað þar sem forstjórar
lyfjastofnana Evrópusambandsríkja og EES hittust.
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
„Stofnunin verður um tvö ár að jafna
sig á þessum flutningi og sinnir aðeins
nauðsynlegum verkefnum á meðan endur-
skipulagningin stendur yfir,“ segir Rúna.
„Búið er að skilgreina hvað er kjarnastarf-
semi stofnunarinnar. Öll áhersla verður
lögð á að skrá lyf og tryggja öryggi sjúk-
linga.“ Bretland tilheyri nú ekki innra
svæði Evrópu. Því þurfi að endurskrá öll
lyf og lækningatæki frá landinu.
„Brottför Breta er bakslag fyrir
Evrópu,“ segir Rúna „Eftirsjá er að Bretum
því þeir hafa stundað miklar rannsóknir
hvað varðar lyf og lækningatæki. Þeir
standa framarlega,“ segir Rúna sem bendir
á að þetta sé önnur evrópska stofnunin
sem flutt sé frá Bretlandi vegna útgöngu
Breta úr Evrópusambandinu. Hin,
Bankastofnun Evrópu, hafi verið flutt til
Parísar. Sú stofnun sé þó umtalsvert minni
en þar starfi um 150 manns.
Skipta verkefnunum á milli sín
Rúna segir að breska lyfjastofnuninni
hafi sinnt 23% allra verkanna innan Lyfja-
stofnunar Evrópu, sem vinni við mat á
umsóknum um lyf, úttektir á lyfjafram-
leiðslustöðum, aukaverkanatilkynningar
og vísindaráðgjöf.
„Lyfjastofnanir sem standa framarlega,
eins og sú franska, þýska, hollenska, írska
og sænska, þurfa að bæta þessum verk-
efnum á sig,“ segir hún. Flutning arnir
hafi ekki aðeins skaðað vinnuna sjálfa því
stofnunin, sem hafði aðsetur við Canary
Wharf í London, sitji uppi með 20 ára
leigusamning. Reynt hafi verið að hnekkja
samningnum fyrir dómstólum en ekki
tekist. Stofnunin geti áfrýjað til 15. apríl.
Tapist málið þurfi hún að framleigja hús-
næðið. Þá sé starfsemin í Hollandi aðeins
í tímabundnu húsnæði. Hún verði aftur
flutt í byrjun janúar á næsta ári í fram-
tíðarhúsnæði.
Spurð hvað verði um breska starfs-
menn stofnunarinnar segir hún reglu
að einungis 18% starfsmanna komi frá
búsetulandinu. „Hugmyndafræðin er að
allar lyfjastofnanir komi að vinnunni og
sérfræðiþekkingin sé byggð upp í löndum
Evrópu en ekki aðeins innan stofnuninnar
og landsins sem hún er í.“
Pólitísk aðgerð en lyfin þau sömu
Rúna segir það hafa verið pólitíska
ákvörðun að flytja stofnanirnar tvær. Sam-
evrópskar stofnanir geti ekki átt aðsetur
utan sambandsins. Mílanó og Amsterdam
hafi bitist um þessa stofnun og réði hlut-
kesti því að Amsterdam varð ofan á.
Rúna segir flutningana umfangsmikla því
starfsmönnunum 700 fylgi fjölskyldur;
börn í skólum. „Hollendingar hafa tekið
vel á móti stofnuninni enda fjárhagslegur
ávinningur að fá stofnunina til sín.“
Búið sé að tryggja að sú staða komi
ekki upp að lyf vanti. „Við skulum hafa í
huga að þetta eru tæknilegar hindranir,
viðskiptasamningar. „Lyfin sjálf standa
fyrir sínu þótt Bretarnir gangi út,“ segir
hún. „Þessar tilfærslur og viðbrögð snúa
að því að uppfylla skilyrði regluverksins í
Evrópu.“
Hvernig standa Bretar nú að vígi?
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, for-
stjóri Lyfjastofnunar segir erfitt að
meta stöðu bresku lyfjastofnunar-
innar eftir Brexit. „En þeir eru í sjálfu
sér ekki einir. Þetta er stór markaður
og mikil lyfjaframleiðsla í landinu.
En talað er um að það taki þá í það
minnsta þrjú ár að ná jafnvægi í
sambandi við lyfja- og heilbrigðis-
geirann.“