Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - apr. 2019, Blaðsíða 29

Læknablaðið - apr. 2019, Blaðsíða 29
LÆKNAblaðið 2019/105 181 Y F I R L I T S G R E I N ekki fest sig í sessi við bláæðatöku á Norðurlöndum, enda kostn- aður töluverður. Einnig er áhyggjuefni að sumar rannsóknir,61,69 en þó ekki allar, hafa sýnt hærri tíðni síðbúinna þrenginga í bláæða- græðlingum borið saman við hefðbundna bláæðatöku.62 Forvarnir Bringubeinsskurður Hægt er að fækka bakteríum í andrúmslofti á skurðstofum með sérhönnuðu loftræstikerfi (laminar air flow) en ekki þykir sannað að slíkur búnaður fækki skurðsýkingum við opnar hjartaaðgerð- ir.1 Hins vegar hefur fjöldi rannsókna sýnt að húðþvottur kvöldið fyrir aðgerð eða að morgni aðgerðardags fækkar skurðsýkingum.1 Oft er notað límplast á húð yfir bringubeini sem vissulega fækkar húðbakteríum en ekki hefur verið sýnt fram á að það fækki sýk- ingum.70 Í nýlegum alþjóðlegum leiðbeiningum er mælt með því að taka strok úr nefi allra sjúklinga fyrir aðgerð og meðhöndla jákvæða einstaklinga með mupirocín-smyrsli, og eru leiðbein- ingarnar byggðar á stórum bandarískum rannsóknum.1,2 Jafnframt er mælt með mupirocín-meðferð ef það gleymist að taka ræktun fyrir aðgerð eða ef niðurstöður þeirra eru ókomnar. Næmi fyrir mupirocíni er ágætt og lyfið þykir öruggt, enda frásogast það ekki inn í blóð. Loks er mikilvægt að sjúklingar hætti að reykja fyrir aðgerð þar sem sýnt hefur verið fram á hærri tíðni sárasýkinga hjá reykingafólki.71 Í aðgerðinni er mikilvægt að fyrirbyggja blæð- ingu og nota brennsluhníf (diathermi) hóflega. Nýjustu rannsóknir virðast ekki sýna að notkun beinvax auki tíðni á snemmkominni sýkingu, líkt og sést hefur fyrir síðbúnar bringubeinssýkingar.1 Mikilvægt er að festa bringubeinið vel í lok aðgerðar en los á bringubeini sést eftir 0,2-5% hjartaaðgerða og getur verið forveri djúpra bringubeinssýkinga.72 Notkun svokallaðra 8-lykkju- eða Robichek-sauma fækkar ekki djúpum bringubeinssýkingum, né heldur þegar bringubeininu er lokað með títaníumplötum.1 Hins vegar benda rannsóknir til þess að festa eigi bringubein með að minnsta kosti 7 stálvírum og fækka þannig sýkingum.73,74 Sýklalyf fækka skurðsýkingum um 1/5 og er mælt með notk- un þeirra við allar hjartaaðgerðir.1 Mikilvægt er að þau séu gefin innan 60 mínútna frá því skurður er lagður og þannig tryggt að sýklalyf séu til staðar í vefjum þegar aðgerðin hefst. Sýklalyf eru gefin í æð og í að minnsta kosti 24 klukkustundir, en ekki leng- ur en 48 klst.1,80 Algengt er að nota cephalosporín af fyrstu eða annarri kynslóð sem veita vörn gegn flestum stafýlókokkum og gram-neikvæðum bakteríum.1,75,80 Hefur það tíðkast hér á landi en víða erlendis er notað cloxacillín án þess að það hafi hækkað tíðni gram-neikvæðra sýkinga.14,76 Á sjúkrahúsum þar sem MÓSA-sýk- ingar eru algengar er víðast notað vankómycín og teicoplanín, en bæði lyfin geta truflað nýrnastarfsemi.80 Hægt er koma fyrir uppleysanlegum gentamicín-þynnum á milli beinenda áður en bringubeini er lokað og hafa nokkrar slembaðar rannsóknir sýnt lækkun á sýkingartíðni.77 Einnig má hella vankómycíni beint í skurðinn en það getur frásogast inn í blóð og þannig truflað nýrnastarfsemi. Auk þess er talin aukin hætta á vankómycín-ónæmi við slíka sárainnhellingu.78 Bláæðatökuskurður Sömu fyrirbyggjandi ráðstafanir eiga í flestum tilvikum við um ganglimaskurði eins og í bringubeini. Mikilvægt er að halda blóð- sykri í skefjum hjá sykursjúkum en einnig má nota seymi húðað með triclosani sem letur vöxt baktería með því að trufla myndun fitusýra í þeim. Í tvíblindri sænskri rannsókn lækkaði tíðni skurð- sýkinga á ganglim um 37% með notkun slíks seymis65 en hins vegar sást ekki marktækur munur á sýkingatíðni í bringubeinsskurði.79 Samantekt Á síðustu áratugum hefur þekking á orsökum skurðsýkinga eftir opnar hjartaaðgerðir aukist og nýjungar í meðferð eins og sárasogsmeðferð komið fram á sjónarsviðið. Ljóst er að með öfl- ugum forvörnum má halda tíðni þessara sýkinga niðri en einnig er mikilvægt að greina þær snemma og hefja viðeigandi meðferð sem fyrst. Sé það gert má í langflestum tilfellum koma í veg fyr- ir dauðsföll af völdum þessara sýkinga, eins og tekist hefur hér á landi. Heimildir 1. Abu-Omar Y, Kocher GJ, Bosco P, Barbero C, Waller D, Gudbjartsson T, et al. European Association for Cardio- Thoracic Surgery expert consensus statement on the prevention and management of mediastinitis. Eur J Cardiothorac Surgery 2017; 51: 10-29. 2. Gudbjartsson T, Jeppsson A, Sjögren J, Steingrimsson S, Geirsson A, Friberg O, et al. Sternal wound infections following open heart surgery - a review. Scand Cardiovasc J 2016; 50: 341-8. 3. Steingrimsson S, Gustafsson R, Gudbjartsson T, Mokhtari A, Ingemansson R, Sjögren J. Sternocutaneous fistulas after cardiac surgery: incidence and late outcome during a ten-year follow-up. Ann Thorac Surg 2009; 88: 1910-5. 4. Perl TM, Cullen JJ, Wenzel RP, Zimmerman MB, Pfaller MA, Sheppard D, et al. Intranasal mupirocin to prevent postoperative Staphylococcus aureus infections. N Engl J Med 2002; 346:1 871-7. 5. Edwards R, Harding KG. Bacteria and wound healing. Curr Opin Infect Dis 2004; 17: 91-6. 6. Darouiche RO. Treatment of infections associated with surgical implants. N Engl J Med 2004; 350: 1422-9. 7. Steingrimsson S, Gottfredsson M, Kristinsson KG, Gud- bjartsson T. Deep sternal wound infections following open heart surgery in Iceland: a population-based study. Scand Cardiovasc J 2008; 42: 208-13. 8. Gardlund B, Bitkover CY, Vaage J. Postoperative mediastinitis in cardiac surgery - microbiology and pathogenesis. Eur J Cardiothorac Surg 2002; 21: 825-30. 9. Mossad SB1, Serkey JM, Longworth DL, Cosgrove DM 3rd, Gordon SM. Coagulase-negative staphylococcal sternal wound infections after open heart operations. Ann Thorac Surg 1997; 63: 395-401. 10. Wertheim HF, Melles DC, Vos MC, van Leeuwen, van Belkum A, Verbrugh HA, et al. The role of nasal carriage in Staphylococcus aureus infections. Lancet Infect Dis 2005; 5: 751-62. 11. Munoz P, Hortal J, Giannella M, Barrio JM, Rodriques- Créixems M, Pérez MJ, et al. Nasal carriage of S. aureus increases the risk of surgical site infection after major heart surgery. J Hosp Infect 2008; 68: 25-31. 12. Widerstrom M, Wistrom J, Sjöstedt A, Monsen T. Coagulase-negative staphylococci: update on the molecul- ar epidemiology and clinical presentation, with a focus on Staphylococcus epidermidis and Staphylococcus saprophyticus. Eur J Clin Microbiol Infect Dis 2012; 31: 7-20. 13. Unemo M, Friberg O, Enquist E, Källman J, Söderquist B. Genetic homogeneity/heterogeneity of Propionibacterium acnes isolated from patients during cardiothoracic reoper- ation. Anaerobe 2007; 13: 121-6. 14. Friberg O, Svedjeholm R, Kallman J, Söderquist B. Incidence, microbiological findings, and clinical pres- entation of sternal wound infections after cardiac surgery with and without local gentamicin prophylaxis. Eur J Clin Microbiol Infect Dis 2007; 26: 91-7. 15. Berg TC, Kjorstad KE, Akselsen PE, et al. National sur- veillance of surgical site infections after coronary artery bypass grafting in Norway: incidence and risk factors. Eur J Cardiothorac Surg 2011; 40: 1291-7. 16. Ridderstolpe L, Gill H, Granfeldt H, Ahlfeldt H, Rutberg H. Superficial and deep sternal wound complications: incidence, risk factors and mortality. Eur J Cardiothorac Surg 2001; 20: 1168-75. 17. cdc.gov/nhsn/PDFs/pscManual/17pscNosInfDef_current. pdf - janúar 2019. 18. Horan TC, Andrus M, Dudeck MA. CDC/NHSN surveill- ance definition of health care-associated infection and criteria for specific types of infections in the acute care setting. Am J Infect Control 2008; 36: 309-32. 19. Lemaignen A, Birgand G, Ghodhbane W, et al. Sternal wound infection after cardiac surgery: incidence and risk factors according to clinical presentation. Clin Microbiol Infect 2015; 21:6 74 e11-8. 20. Steingrimsson S, Sjögren J, Guðbjartsson T. Incidence of sternocutaneous fistulas following open heart surgery in a nationwide cohort. Scand J Infect Dis 2012; 44: 623-5.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.