Læknablaðið - apr. 2019, Blaðsíða 9
LÆKNAblaðið 2019/105 161
R I T S T J Ó R N A R G R E I N
Íslendingur á fertugsaldri flaug frá Filippseyjum til Ís-
lands og áfram til Austfjarða með áætlunarflugi í febr-
úar 2019. Nokkrum dögum síðar veiktist hann með hita
og flensulík einkenni. Var lagður inn á HSA á Norðfirði
og síðar fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi og lagð-
ur inn á Landspítala. Greindur með mislinga.
Á Filippseyjum er af fjölþættum ástæðum lítil
þátttaka í bólusetningum. Heilbrigðisþjónusta er víða
ófullnægjandi eða of dýr fyrir íbúana. Eftir almenna
bólusetningu gegn beinbrunasótt (Dengue fever)
(Dengvaxia®)1 er reyndist illa og olli meðal annars
dauða nokkurra ungmenna varð hávær gagnrýni á lyf-
jaframleiðendur og tiltrú á bólusetningum minnkaði
enn frekar. Í dag eru mislingar algengur sjúkdómur á
Filippseyjum og árið 2018 voru undir 70% barna bólu-
sett.2
Árið 1998 birtist í Lancet grein um meinta skaðsemi
bólusetningar gegn mislingum. Greinin var síðar dreg-
in til baka enda byggð á fölskum gögnum, auk þess sem
höfundur hafði sjálfur fjárhagslega hagsmuni af því að
hindra notkun MMR-bóluefnis. Þetta þrennt, lítt tengt í
tíma og rúmi, hafði mikil áhrif á Íslandi í febrúar 2019
en mislingar greindust síðast á Íslandi á árinu 2017 er
þrír einstaklingar voru greindir.
Á næstu vikum greindust fleiri og í dag hafa alls 7
mislingasmit verið staðfest. Sóttvarnalæknir talaði um
lítinn mislingafaraldur þegar fimmti einstaklingur-
inn greindist. Að morgni föstudagsins 8. mars var
ákveðið, á símafundi sóttvarnalækna, að bjóða áhættu-
hópum bólusetningu við mislingum. Í gang fór mikil
skipulagning og markviss vinna til að tryggja aðgengi
að bóluefni og upplýsingagjöf til almennings.
Áherslan var á þau tvö landsvæði þar sem mislinga-
smit hafði komið fram, Austurland og höfuðborgar-
svæðið. 3000 skammtar af MMR-bóluefni komu til
landsins þann dag, 1000 skammtar fóru á Austfirði
og 2000 á höfuðborgarsvæðið. Í kjölfarið voru 10.000
skammtar fluttir til landsins. Á Austfjörðum var strax
boðið upp á víðtæka bólusetningu, meðal annars öllum
sem höfðu verið nálægt mislingasmituðum einstak-
lingum. Á höfuðborgarsvæðinu var ákveðið að allar
heilsugæslustöðvarnar, alls 19 stöðvar, væru með opið
fyrir bólusetningar helgina sem framundan var. Á
nokkrum klukkustundum voru allar stöðvar tilbúnar.
Skipulögð var opin móttaka báða dagana milli kl. 12-
15, með lækni, hjúkrunarfræðingi og ritara hið minnsta.
Bóluefninu skipt á stöðvar í samræmi við fjölda skjól-
stæðinga og keyrt út samdægurs. Upplýsingar birtust
og voru uppfærðar hjá Embætti landlæknis og á heima-
síðum heilsugæslustöðva jafnóðum og fréttir bárust.3
Fyrri daginn var áherslan á að bólusetja óbólusett börn
á aldrinum 6-18 mánaða og eldri óbólusett börn. Alls
voru bólusett 1023 börn þennan dag, jafnvel börn sem
bólusetning hafði áður verið afþökkuð fyrir. Seinni
daginn var boðið upp á bólusetningu fyrir fullorðna,
áherslan á óbólusetta eða þá sem ekki höfðu fengið
mislinga. Aftur komu yfir 1000 manns.
Alls voru bólusettir 3025 á 6 dögum á heilsugæslu-
stöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Mikið álag var á
heilsugæslustöðvar, sérstaklega á þeim svæðum þar
sem smit kom upp en í samráði við sóttvarnalækni var
strax byrjað að bólusetja þá sem höfðu verið í nálægð
við smitaða einstaklinga. Mislingar eru mjög smitandi
og því var áherslan á að takmarka smit og halda hugs-
anlega veikum frá fjölmenni. Símaþjónusta og ráðgjöf
var efld til muna og kynnt, bæði ráðgjafasími Lækna-
vaktarinnar 1700 og símaþjónusta heilsugæslustöðva.
Vitjanaþjónusta var skipulögð, heilsugæslulæknir, bíll
og bílstjóri til taks alla daga til að meta hugsanlega
smitaða. Auk víðtækrar bólusetningar var lögð áhersla
á einangrun sýktra einstaklinga og sóttkví útsettra.
Margt hefur lærst á þessum vikum. Símanúmerið
1700 er nú vel þekkt svo og símaráðgjöf á heilsugæslu-
stöðvum. Á nokkrum dögum margfaldaðist notkunin á
heilsuveru. Mikið var um fyrirspurnir, spjallrásin notuð,
jafnvel sendar myndir af bólusetningaskírteinum til úr-
lestrar og einstaka myndir af útbrotum. Nú var augljós
kosturinn við að kynna sér og nota þennan fjölþætta
þjónustuvef.
Aðgengi er að bólusetningagrunni sóttvarnalækn-
is í heilsuveru en eldri bólusetningar vantar. Þegar al-
menn bólusetning hófst við mislingum árið 1976 var
farið hægt af stað. Fyrstu árgangarnir fengu aðeins
eina bólusetningu, aðrir tvær, byrjað var með eingilt
bóluefni, svo kom þrígilt bóluefni. Stór hópur fólks var
því óviss með sínar bólusetningar og óöruggt. Bólu-
setningaskírteini eru týnd, minni ættingja ekki gott og
ungbarnaskýrslur í geymslum.
Undanfarnar vikur hafa sýnt okkur enn og aftur
mikilvægi góðrar skráningar í sjúkraskrár og gagna-
vörslu. Vistun gagna, svo sem ungbarnaskýrslur, var
ekki samræmd milli stöðva. Margar stöðvar eru með
eigin skjalageymslur, aðrar eru með gögn í geymslum
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eða í gagnavörslu
og nokkrir árgangar af ungbarnaskýrslum eru á Borg-
arskjalasafni. Öll þessi gögn er hægt að nálgast en það
er tafsamt og oft kostnaðarsamt. Í þessu ferli öllu reyndi
mikið á samhæfingu og gott samstarf allra aðila. Gott
upplýsingaflæði var lykillinn. Starfsfólk upplifði al-
menna ánægju fólks við skjótum og góðum viðbrögð-
um heilbrigðiskerfisins.
Heimildir
1. Fatima K, Syed NI. Dengvaxia controversy: impact on vaccine hesit-
ancy. J Glob Health 2018; 8: 020312.
2. Questions and answers on the measles outbreak in the Philippines.
who.int/philippines/news/feature-stories/detail/questions-andanswers-
on-the-measles-outbreak-in-the-philippines – mars 2019.
3. Mislingar - staða mála og fræðsla. - landlaeknir.is/um-embaettid/grein-
ar/grein/item36775/Mislingarstada-mala-og-fraeds – mars 2019.
Mislingar á Íslandi árið 2019,
viðbrögð og lærdómur
doi.org/10.17992/lbl.2019.04.224
Measles in
Iceland 2019
Sigríður Dóra Magnúsdóttir
GP Chief medical officer
Primary Health Care of the
Capital Area
Sigríður Dóra
Magnúsdóttir
sérfræðingur
í heimilislækningum
settur framkvæmdastjóri
lækninga við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins
Sigridur.D.Magnusdottir
@heilsugaeslan.is