Læknablaðið - apr. 2019, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2019/105 167
R A N N S Ó K N
augasteinn færast framar og hornið milli lithimnu og hornhimnu
þrengist og vökvi kemst ekki að síukerfi augans.17
Sykursterar og sum krabbameinslyf eru talin geta valdið
gleiðhornsgláku.19 Því er mikilvægt að fylgjast vel með augn-
þrýstingi hjá sjúklingum sem hafa áður greinst með gláku eða þar
sem gláka er í ættinni ef þeir eru settir á sykurstera.
Milliverkanir
Prostaglandín-hliðstæður
Prostaglandín-hliðstæður voru mest notaða glákulyfið í rann-
sókninni, hjá 92 einstaklingum, enda er það öflugt lyf og þolist
vel.20 Lítið er um alvarlegar aukaverkanir og milliverkanir við lyf
til inntöku.21 Hins vegar er þekkt að notkun prostaglandín-hlið-
stæðna í auga getur aukið hættu á bjúgmyndun í augnbotni, sér í
lagi hjá þeim sem hafa farið í augasteinaskipti eða gengist undir
aðrar augnaðgerðir.22
Beta-blokkar í augndropaformi
Timolól er ósértækur beta-blokki og öflugt glákulyf23 en 80% rann-
sóknarþýðisins notaði þetta lyf. Beta-blokkar í augndropaformi
geta valdið sömu aukaverkunum og beta-blokkar sem teknir eru
um munn.24,25 Mælt er með að fara varlega við notkun þeirra hjá
sjúklingum sem eru með astma, langvinna lungnateppu, leiðslu-
truflanir í hjarta á borð við sjúkan sínushnút, sínushægslátt,
leiðslurof í gáttum ásamt einkennavaldandi hjartabilun.23 Beta-
blokkar geta einnig valdið röskun á blóðfitum og lækkað styrk
HDL-kólesteróls í blóði26 en 29 einstaklingar í sjúklingaþýðinu
notuðu blóðfitulækkandi lyf. Einnig er þekkt að beta-blokkar í
augndropaformi geta dulið einkenni blóðsykursfalls hjá sykur-
sjúkum.27 Athygli vekur að í okkar rannsókn voru aðeins fjórir
sjúklinganna með sykursýki, samanborið við 17 sjúklinga í rann-
sókn Maríu Gottfreðsdóttur.5 Þetta má hugsanlega skýra með ólík-
um lífsháttum í Bandaríkjunum miðað við á Íslandi og einnig þar
sem hlutfall fólks af afrískum uppruna var um 20% í rannsókn
Maríu Gottfreðsdóttur en sykursýki er algengari hjá þeim hópi.28
Eins og fram kemur að ofan frásogast lyf í augndropum í gegn-
um slímhúð táragangs og nefs.11 Þannig fer timolól fram hjá fyrsta
stigs umbroti í lifur og dreifist um líkamann. Rannsókn Korte og
félaga sýndi að styrkur timolóls í blóði eftir gjöf í augndropaformi
er svipaður og ef lyfið væri gefið í æð.29 Því meiri sem styrkur
timolóls er í blóði því meiri eru altæk áhrif þess á líkamann30
og um leið aukast líkur á aukaverkunum. Timolól er brotið nið-
ur af CYP2D631 (Cytochrome P 450 2D6) og getur styrkur þess í
blóði aukist marktækt ef lyfið er gefið þeim sem fyrir eru að taka
CYP2D6-hemla á borð við þunglyndislyfið paroxetín32 og hjart-
sláttaróreglulyfið quinidín.31 Í rannsókninni voru 22 einstaklingar
á þunglyndislyfjum en þekkt er að notkun SSRI-lyfja er algeng í
þessum aldurshópi á Íslandi.33
Ef timolól-augndropar eru notaðir samhliða kalsíumgangalok-
anum verapamíl getur komið fram alvarleg hæging á hjartslætti.34
Í rannsókninni voru 20 sjúklingar á kalsíumgangalokum. Einnig
geta komið fram samlegðaráhrif á lækkun blóðþrýstings og hjart-
sláttarhægingu ef timolól er notað samhliða öðrum beta-blokkum
til inntöku.35
Karbóanhýdrasa-hemlar
Karbóanhýdrasa-hemlar eru mikið notaðir meðal glákusjúklinga
í augndropaformi en einnig töflum um munn. Helstu aukaverk-
anir og milliverkanir koma fram þegar lyfið er tekið um munn
en styrkur lyfsins í blóði eftir augndropagjöf er hverfandi36 og
því litlar líkur á alvarlegum aukaverkunum.37 Hins vegar get-
ur asetasólamíð um munn haft milliverkanir við fjölmörg lyf á
borð við þvagræsilyf, asetýlsalisýlsýru, digoxín, sykursýkislyf,
litíum og sýklósporín.8 Asetasólamíð getur valdið metabólískri
súrnun (metabolic acidosis) með auknum útskilnaði bíkarbónats í
þvagi og lækkuðu gildi kalíums og natríums í blóði, sérstaklega
ef það er tekið samhliða þíasíð-þvagræsilyfjum, sem 23 sjúklingar
í rannsókninni voru á. Einnig er aukin hætta á nýrnasteinum og
beinmergsbælingu.35 Asetýlsalisýlsýra minnkar próteinbindingu
asetasólamíðs í blóðvökva og getur því valdið aukinni metaból-
ískri súrnun og lækkað kalíumgildi í blóði enn frekar.38 Í rann-
sókninni tóku að minnsta kosti 20 einstaklingar asetýlsalisýlsýru
að staðaldri, en þessi tala gæti verið hærri þar sem lyfið er selt í
lausasölu.
Adrenvirk lyf
Adrenvirk lyf í augndropaformi eru einnig algeng glákulyf en
tæplega helmingur einstaklinga í rannsókninni notaði þessi lyf.
Þekkt er að notkun adrenvirkra lyfja samhliða þríhringlaga þung-
lyndislyfjum eða mónóamíðoxídasa (MAO) hemlum getur hækk-
að blóðþrýsting verulega.8,35 Það er því ekki mælt með notkun
þessara lyfja saman.
Pílokarpín
Pílokarpín er eitt elsta lyfið við gláku og hefur verið notað síð-
an á 18. öld. Það er mikilvæg viðbót við nútímameðferð og virkar
þannig að sjáaldrið dregst saman og á vökvi greiðari leið að síu-
kerfi augans.39 Pílokarpín getur verið varhugavert fyrir sjúklinga
sem hafa greinst með geðrof eða geðrofseinkenni.40
Lokaorð
Glákusjúklingar eru viðkvæmur sjúklingahópur og eru oft með
aðra langvinna sjúkdóma og taka fjölda annarra lyfja. Mikilvægt
er að bæði læknar og annað heilbrigðisstarfsólk, sem hefur þenn-
an hóp sjúklinga í sinni umsjá, hafi í huga að glákulyf í augn-
dropaformi geta haft ýmsar aukaverkanir og milliverkandi áhrif
á aðra sjúkdóma. Einnig er mikilvægt að leiðbeina sjúklingum
um rétta meðferð við gjöf augndropa til að minnka upptöku lyfs
í blóðrás.