Læknablaðið - apr. 2019, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2019/105 185
Það er ljóst að áskoranir norrænu læknafélaganna eru
margar. Þau nefna vanda af ólíkum toga. En danska,
norska og finnska félagið nefna öll bága stöðu upplýs-
ingatækni innan sjúkrahúsa, þar skorti samhæfingu.
Norska læknafélagið gengur svo langt að telja það
ógna öryggi sjúklinga. Danska félagið segir lækna
hátæknisjúkrahúsanna í Kaupmannahöfn og á Sjá-
landi neydda til að eyða meiri tíma í skráningarvinnu
en áður vegna lélegs kerfis. Staða þessara sjúkrahúsa
sé hörmuleg. Félagið nefnir líka skort á fókus innan
geirans.
Íslenska læknafélagið hefur áhyggjur af heilsu
lækna, en þær áhyggjur eru víðar. Danir segja
álagið hafa aukist meðal lækna. Þeir séu margir að-
framkomnir. „Æ fleiri skipta um kúrs. Nýjasta dæmið
er 42ja ára hjartaskurðlæknir sem hefur ákveðið að
yfirgefa sjúkrahúsið og verða heimilislæknir,“ segir í
svari danska félagsins.
Danskir kjósendur setja heilbrigðismál í ann-
að sæti mikilvægasta málefnisins í komandi
kosningum, en Danir, rétt eins og Finnar, fá
nýtt þing í sumar. Innflytjendamál víkja nú í
fyrsta sinn í áratugi úr efsta sæti áhugasviðs
landsmanna fyrir umhverfis- og heilbrigðismálum. Þetta kemur
fram í svörum Danska læknafélagsins sem segir kosningaloforðin
vera uppblásnar helíumblöðrur þegar komi að heilbrigðisgeiran-
um. Danskir stjórnmálamenn yfirbjóði nú sjálfa sig.
Félagið segir áralangan sparnað í heilbrigðiskerfinu hafa leitt
til þess að nú þyki eðlilegt að læknar vinni yfirvinnu á yfirfull-
um spítölum. Það valdi læknum sívaxandi gremju. Þeir vilji fá að
forgangsraða en stjórnmálamenn hindri það.
„Mörg mál eru í skoðun en fá í framkvæmd,“ segir í svari
danska félagsins við spurningum norrænu læknablaðanna um
breytingar í farvatninu.
Félagið segir að sett hafi verið bæði skammtíma- og langtíma-
markmið að umbótum, sem eigi að styrkja grunnþjónustuna svo
langveikir geti sótt þjónustu utan stóru spítalanna. Enda sé stað-
an sú að á meðan hátæknisjúkrahúsin stækki og sérhæfing þeirra
verði meiri, aukist þörf fyrir sérhæfðari þjónustu í nærumhverfi
fólks. Því sé stefnt að því að heimilislæknar vinni í teymum sem
teygi sig til sveitarfélaganna.
Félagið gagnrýnir þó stöðu sveitarfélaganna. Þau séu mis-
burðug og standi ólíkt þegar komi að því að reka slíka þjónustu.
Fæst séu hæf til þess. „Þau hafa enga þekkingu á málinu,“ segir
félagið.
Danska læknafélagið segir vanda danska heilbrigðiskerfis-
ins ekki liggja í formi þess heldur innviðum: „Við þurfum fleiri
lækna. Við þurfum betri aðbúnað og við þurfum að efla forvarn-
ir.“ Verið sé að taka á skorti á heimilislæknum en ekki annarra.
Danska læknafélagið gagnrýnir stefnuleysi stjórn-
valda. Tóbak sé til að mynda svo ódýrt að reykingar
hafi aukist milli ára í fyrsta sinn í áraraðir. Unga
fólkið sé farið að reykja. „Verð á bæði alkóhóli og
tóbaki er afar lágt og enginn vilji meðal stjórnmála-
manna að breyta því.“
Áskoranir
DANSKA LÆKNAFÉLAGIÐ
Heilbrigðismál á oddinn hjá dönsku þjóðinni