Læknablaðið - apr. 2019, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2019/105 163
R A N N S Ó K N
Inngangur
Gláka er alvarlegur augnsjúkdómur sem getur leitt til blindu. Í
byrjun síðustu aldar var blindutíðni á Íslandi vegna gláku með
því hæsta sem gerðist í Evrópu og var gláka talin orsök blindu í
allt að 80% tilfella.1 Miklar framfarir hafa átt sér stað í greiningu
og meðferð sjúklinga með gláku á síðustu áratugum. Tíðni blindu
vegna gláku hefur lækkað mikið og er nú orsök 5-8% blindu á Ís-
landi.2 Þetta má skýra með bættu aðgengi að augnlæknum, betri
greiningartækni, nýjungum í lyfja- og lasermeðferð ásamt gláku-
skurðaðgerðum. Tíðni gláku fer hækkandi með aldri og árið 2003
var algengi gláku á Íslandi 5,4% hjá aldurshópnum 65-74 ára sam-
kvæmt Reykjavíkur-augnrannsókninni.3
Gláku er hægt að skipta í tvo flokka eftir meingerð sjúkdóms-
ins. Annars vegar er þrönghornsgláka (narrow angle glaucoma)
þar sem frárennsli vökva úr forhólfi í gegnum síuvef (trabecular
meshwork) er hamlað vegna fyrirstöðu frá lithimnu.4 Hins vegar
er gleiðhornsgláka (primary open angle glaucoma) sem er mun al-
gengara form gláku á Íslandi.3 Þar er augnþrýstingur hár þrátt
fyrir að rennsli vökva að síuvef sé greitt. Hár augnþrýstingur er
talinn eiga þátt í hrörnun á taugavef í afturhluta augans en það
lýsir sér með skerðingu á sjónsviði.4
Langvinn gleiðhornsgláka er að miklu leyti sjúkdómur eldra
fólks og meðferð glákusjúklinga getur því oft verið flókin þar sem
sjúklingarnir nota mörg lyf, bæði augnlyf og lyf við öðrum sjúk-
dómum. Augnlæknar eru því ekki einungis ábyrgir fyrir því að
meðhöndla augnsjúkdóminn, lækka augnþrýsting og koma í veg
fyrir blindu, heldur verða þeir einnig að taka tillit til hugsanlegra
áhrifa lyfja til inntöku á glákusjúkdóminn. Einnig er mikilvægt
að læknar séu meðvitaðir um hugsanlegar milliverkanir augn-
þrýstingslækkandi meðferðar á aðra sjúkdóma.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða heildarlyfjameð-
ferð íslenskra glákusjúklinga sem eru með sjúkdóm á alvarlegu
Lyfjameðferð gláku og hugsanlegar milli-
verkanir við meðferð annarra sjúkdóma
Valgerður Dóra Traustadóttir1 læknir
Elín Björk Tryggvadóttir2 læknir
Ólöf Birna Ólafsdóttir1,3 lífeðlisfræðingur
Aðalsteinn Guðmundsson3,4 læknir
María Soffía Gottfreðsdóttir1,3 læknir
1Augndeild Landspítala, 2Háskólasjúkrahúsið í Malmö/Lundi, 3Háskóla Íslands
4öldrunarlækningadeild Landspítala.
Fyrirspurnum svarar Valgerður Dóra Traustadóttir, valadorat@gmail.com
stigi og þarfnast hjáveituaðgerðar (trabeculectomy), einnig að setja
meðferð glákusjúklinga í samhengi við aukaverkanir glákulyfja
og hugsanlegar milliverkanir lyfja til inntöku við glákusjúkdóm-
inn.
Aðferðir
Leyfi voru fengin fyrir rannsókninni hjá siðanefnd heilbrigðisvís-
inda á Landspítala og framkvæmdastjóra lækninga.
Rannsóknin var afturskyggn. Sjúklingar voru fundnir með
leit að ICD-10 númeri hjáveituaðgerða í augum (CHSD15) í gagna-
grunni Landspítala. Leitað var aftur í tímann að samtals 100
einstaklingum sem gengust undir hjáveituaðgerð við gleiðhorns-
Á G R I P
Inngangur
Gláka er alvarlegur augnsjúkdómur og var algengasti blinduvaldur á
Íslandi fram á miðja síðustu öld. Þar sem tíðni gláku hækkar með aldri
eru sjúklingar með gláku oft einnig með aðra sjúkdóma og á margs
konar lyfjum. Mikilvægt er að hafa gláku í huga þegar lyfjameðferð
þessara sjúklinga er ákveðin þar sem augndropameðferð og lyf til
inntöku geta haft milliverkanir og aukaverkanir sem skipta sköpum fyrir
öryggi og líðan. Markmið rannsóknarinnar var að kanna lyfjameðferð
sjúklinga með langt gengna gláku.
Aðferðir
Fram fór afturskyggn rannsókn þar sem skoðuð voru gögn 100
einstaklinga sem gengust undir fyrstu hjáveituaðgerð við gláku á
Landspítala árin 2013-2017. Skráð voru lyf til inntöku á 6 mánaða
tímabili fyrir og eftir aðgerð, glákumeðferð fyrir aðgerð, helstu sjúk-
dómsgreiningar ásamt aldri og kyni.
Niðurstöður
Meðalaldur við aðgerð var 75 ár og voru 53 konur í hópnum. Af 100
sjúklingum voru 87 á lyfjum við öðrum sjúkdómum og meðalfjöldi
lyfja til inntöku var 5,3 lyf á mann. Meðalfjöldi augnþrýstingslækk-
andi lyfja var 3,0 á mann. Prostaglandín-hliðstæður voru algengasta
augnþrýstingslækkandi lyfið. Algengasti lyfjaflokkurinn vegna annarra
sjúkdóma var blóðþrýstingslækkandi lyf sem 57 sjúklingar tóku að
staðaldri, þar af voru 30 sjúklingar á beta-blokkum. Zópíklón var
algengasta einstaka lyfið, 29 sjúklingar tóku það.
Ályktun
Sjúklingar með gláku taka ýmis lyf vegna annarra sjúkdóma sem geta
haft áhrif á glákuna og milliverkanir við glákulyf. Þegar lyfjameðferð er
ákveðin fyrir einstakling með gláku þarf að hafa í huga hugsanlegar
milliverkanir annarra lyfja við gláku og hins vegar milliverkanir gláku-
lyfja við aðra sjúkdóma.
https://doi.org/10.17992/lbl.2019.04.225