Læknablaðið - apr. 2019, Blaðsíða 39
sagt með vissu hversu mikil áhrif stoppið
hafði. „Maður er aldrei samur maður 27
ára og 15 ára.“
Hugsaði mikið um dauðann
Hann segist hafa hugsað mikið um dauð-
ann. „Ég var í námi í listaháskólanum, á
sviðshöfundabraut, þar sem ég vann verk
um hjartað og dauðann. Ég gerði sviðs-
listaverk sem hét Gangverk lífsins og var
einhvers konar forveri þessarar bókar.“
Hann hafi farið sem nemi inn á Landspít-
alann með hjartalækninum sínum, Hirti
Oddssyni.
„Ég fékk að fylgjast með nokkrum
hjartaaðgerðum, sem var magnað. Þá fór
ég að gera þessa rannsókn um hjartað, um
þessar tvær hliðar þess, líffærið og það
hugmyndafræðilega, sem ég nýti áfram í
bókinni,“ segir hann. Lokaverkefnið hans
hafi verið um dauðann.
„Ég hafði hugsað um hvað dauðinn
þýddi og gerði sviðslistaverk sem fjallaði
um það,“ segir Þorvaldur. Þátttakendur
hafi verið settir í spor þess sem væri að
deyja. „Þeir fengu að einhverju leyti að
upplifa það að deyja.“
Læknar í návígi við dauðann
Þorvaldur segir öllum hollt að velta eig-
in dauðleika fyrir sér. „Allir deyja. Við
missum öll fólk sem er okkur náið og svo
munum við öll á endanum deyja.“ Hver og
einn hafi gott af því að velta eigin afstöðu
fyrir sér. „Því dauðinn kemur manni í
opna skjöldu en það getur hjálpað okkur
mikið að skilja og velta því fyrir okkur
hvaða merkingu það hefur.“
En er eitthvað eftir dauðann? „Já, í
mínu tilfelli var það,“ segir Þorvaldur og
brosir. Líf. Áframhaldandi líf. „Þegar mað-
ur talar við fólk sem vinnur í miklu návígi
við dauðann, eins og lækna og presta,
fær maður annað sjónarhorn á dauðann,“
segir hann. „Þá sér maður að þetta fólk
ber ákveðna virðingu og lotningu fyrir
dauðanum. Burtséð frá trúarskoðunum
viðurkenna flestir að dauðinn sé eitthvað
sem þeir skilja ekki fullkomlega. Við sem
erum lifandi getum aldrei skilið hvað það
er að vera dáinn eða hvernig upplifun
það er því í 99% tilvika er það óafturkræf
upplifun.“
En óttast hann að verða ekki gamall?
„Nei, ég pæli ekki mikið í því. Ég er þakk-
látur fyrir þann tíma sem ég hef og þann
sem ég hef fengið. Það sem framtíðin ber í
skauti sér tilheyrir framtíðinni.“
LÆKNAblaðið 2019/105 191
Þorvaldur les ljóð á yfirfullu kaffihúsinu Te og kaffi í miðbæ Reykjavíkur á marsmorgni. Mynd/gag
Þorvaldur Sigurbjörn Helgason hefur skrifað ljóðabókina Gangverk eftir reynslu sína af hjartastoppi. Mynd/gag