Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - apr. 2019, Blaðsíða 44

Læknablaðið - apr. 2019, Blaðsíða 44
196 LÆKNAblaðið 2019/105 Í ritstjórnargrein Tryggva Helgasonar í nýútkomnu Læknablaði gætir misskilnings þess efnis að starfshópur sem skipaður var af heilbrigðisráðherra í desember 2017 hafi jafnframt unnið að greinargerð sem birtist í samráðsgátt stjórnvalda um Staðartíma á Íslandi - stöðumat og tillögur (mál nr. S-4/2019). Rétt er að: Starfshópur heilbrigðisráðherra skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra 31. janúar 2018 um Ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna til samræmis við gang sólar og þar með var verkefni hans lokið. Greinargerðin sem birtist í samráðsgátt stjórnvalda var hins vegar unnin í forsætisráðuneytinu meðal annars með hliðsjón af framangreindu minnisblaði starfshóps heilbrigðisráðherra. Björg Þorleifsdóttir lektor í lífeðlisfræði læknadeild / heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands Fjölskyldu- og styrktarsjóður lækna Læknar sem starfa hjá hinu opinbera eiga rétt á styrk úr sjóðnum en þeir sem stunda sjálfstæðan rekstur verða að velja sjálfir að sækja um aðild að FOSL (Fjölskyldu- og styrktarsjóður LÍ) á vefsíðu Læknafélagsins. KYNNTU ÞÉR RÉTTINDI ÞÍN www.lis.is Athugasemd við leiðara í marsblaðinu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.