Læknablaðið - apr. 2019, Blaðsíða 25
LÆKNAblaðið 2019/105 177
Inngangur
Skurðsýkingar eru algengir fylgikvillar opinna hjartaaðgerða og
geta verið allt frá vægum yfirborðssýkingum til lífshættulegrar
miðmætisbólgu.1 Þær greinast oftast í bringubeinsskurði eða á
ganglimum eftir töku bláæðagræðlinga, en sjaldnar þegar slag-
æðagræðlingur er tekinn á framhandlegg.1 Langflestar skurðsýk-
ingar greinast á fyrsta mánuði eftir aðgerð en síðbúnar sýkingar í
bringubeini með fistlum út á húð (chronic subcutaneous fistula, SCF)
geta einnig komið fyrir.2,3 Á síðustu árum hafa orðið töluverðar
framfarir í meðferð djúpra sýkinga eftir opnar hjartaaðgerðir og
þekking á forvörnum aukist.1,2 Í þessari yfirlitsgrein er fjallað um
orsakir, faraldsfræði og meðferð þessara sýkinga, bæði í bringu-
skurði og á ganglimum. Byggt er á nýjustu vísindagreinum sem
fundnar voru með leit á PubMed og SCOPUS, auk þess sem vísað
er til íslenskra rannsókna og nýlegra evrópskra leiðbeininga um
miðmætisbólgu.1
Orsakir
Bakteríur geta borist í skurðsár frá starfsfólki á skurðstofu, með
andrúmslofti, blóði, eða af sjúklingnum sjálfum (endogenous), sem
er raunin í 80-90% Staphylococcus aureus sýkinga.4 Þótt húðbakt-
eríur berist í sár valda þær yfirleitt ekki sýkingu. Til þess þurfa
þær að fjölga sér upp að ákveðnu marki sem aftur ræðst af ýms-
um þáttum, meðal annars meinfærni (virulence) sýkilsins, ónæm-
issvörun sjúklingsins og hvort gamalt blóð eða dauður vefur sé til
staðar í sárinu.5 Við alvarlegar sýkingar í bringubeini geta bakt-
eríur og sveppir myndað svokallaða líffilmu (biofilm) sem gjarnan
sest á aðskotahluti eins og stálvíra og hindrar að sýklalyf komist
að sýkingavaldinum.6
Skurðsýkingar eftir opnar
hjartaaðgerðir – yfirlitsgrein
Á G R I P
Skurðsýkingar eru algengir fylgikvillar opinna hjartaaðgerða, bæði í
bringubeinsskurði og þegar bláæðagræðlingar eru teknir úr ganglim-
um fyrir kransæðahjáveitu. Oftast er um að ræða yfirborðssýkingar
sem svara sýklalyfjameðferð og sárahreinsun, en í 1-3% hjartaaðgerða
ná sýkingar í bringubeinsskurði dýpra og valda miðmætisbólgu sem
er lífshættulegt ástand. Skurðsýkingar eftir töku bláæðgræðlinga eru
algengustu skurðsýkingar eftir opnar hjartaaðgerðir og tefja bata sjúk-
linga. Flestar sárasýkingar greinast á fyrsta mánuði eftir aðgerð en síð-
búnar sýkingar í bringubeini geta komið fyrir og eru flóknar í meðferð.
Tómas Guðbjartsson1,3
Anders Jeppsson2
Höfundar eru læknar.
1Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Sahlgrenska
sjúkrahússins, 3læknadeild Háskóla Íslands.
Fyrirspurnum svarar Tómas Guðbjartsson, tomasgudbjartsson@hotmail.com
https://doi.org/10.17992/lbl.2019.04.227
Helstu orsakir alvarlegra sýkinga í bringubeinsskurði hér á
landi eru sýndar í töflu I.7 Líkt og víða erlendis eru Staphylococcus
aureus og kóagulasa-neikvæðir stafýlókokkar (KNS) algengastir,
og fer hlutfall þeirra síðarnefndu vaxandi. Næstar koma gram-
neikvæðar bakteríur8,9 en sjaldgæfari orsakir eru streptókokkar,
hálf-loftfælnar bakteríur eins og Cutibacterium acnes, berklar (Myc-
obacterium tuberculosis) og sveppir eins og Aspergillus eða Candida
albicans.
S. aureus telst ekki hluti af eðlilegri húðflóru en 20% einstak-
linga bera bakteríuna að staðaldri í nefholi og 30% til viðbótar
tímabundið, en þaðan getur hún borist í skurðsár.10 Berar eru í
aukinni hættu á skurðsýkingum,11 sem geta verið svæsnar og
greinast oftast 2-4 vikum eftir aðgerð.8 KNS eru hluti af eðlilegri
húðflóru en fæstir stofnar valda sýkingum í mönnum. S. epidermi-
dis er algengasti stofninn og berst oftast af húð sjúklingsins en
getur þó einnig borist í sárið með andrúmslofti.12 Algengt er að
skurðsýkingar af völdum KNS greinist 10-14 dögum eftir aðgerð
og er tíðnin hærri hjá sjúklingum með sykursýki og langvinna
lungnateppu.2 Oft er bringubeinið laust og aðeins væg hækkun á
C-reactive protein (CRP) og hvítum blóðkornum.9 Gram-neikvæð-
ar bakteríur teljast ekki til eðlilegrar húðflóru frekar en S. aureus og
berast oftast í skurðsár með blóði en ekki með andrúmslofti.8 Þetta
eru alvarlegar sýkingar þar sem oft verður veruleg hækkun á CRP
og hvítum blóðkornum. Er tíðni fylgikvilla og dánartíðni hærri en
eftir aðrar bakteríu- og sveppasýkingar í bringubeini og miðmæti.8
Við sýkingar af völdum C. acnes verður oft töf á greiningu þar sem
sérstakar ræktanir fyrir loftfælnar bakteríur þarf til að greina sýk-
inguna.13 Líkt og við KNS-sýkingar er sjúkdómsgangur oft hægur
og oft tiltölulega væg hækkun á CRP.14
Y F I R L I T S G R E I N
Fyrirbyggir mígreni
Glitinum er viðurkennt jurtalyf til að fyrirbyggja mígreni. Lyfið getur fækkað
mígreniköstum og lengt tímann á milli kasta.
Fullorðnir: 1 hylki á dag. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé
þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Fæst án lyfseðils í næsta apóteki. florealis.is/glitinum