Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - apr. 2019, Blaðsíða 38

Læknablaðið - apr. 2019, Blaðsíða 38
190 LÆKNAblaðið 2019/105 Gangandi kraftaverk? Þorvaldur Sigur- björn Helgason hefur gefið út ljóðabókina Gangverk þar sem hann lýsir því þegar hann fór í hjartastopp aðeins 15 ára gamall í þriðju viku sinni á fyrsta ári í Kvenna- skólanum. Hann lak yfir á öxl skólasystur sinnar þar sem þau biðu eftir tíma. Hún hélt hann væri að grínast, en hann var að deyja, hjartað stopp og hann á leið á vit feðranna. Endurlífgunin tók rúman hálftíma eða eins og hann segir sjálfur: „... 33 mínútur og þrjár sekúndur“. Nú sér bjargráður um að halda honum á lífi bregðist hjartað aftur. Hann er drifinn áfram af vélbúnaði, gangverki. V andar spontant froða í munni augu stara upp og til hægri og til vinstri á víxl reagerar örlítið við sársauka án meðvitundar yfir í sneiðmyndatækið með og án skuggaefnis yfir á gjörgæsludeild meðferð og kæling annars hraustur „Það var ekki endanlega ljóst af hverju ég fór í hjartastopp en nú hef ég verið með bjargráð í nærri 12 ár,“ segir Þorvaldur þar sem við sitjum á mannmörgu kaffihúsi Tes og kaffis í miðbæ Reykjavíkur. Hann fer yfir lífsreynsluna, kældur í marga sól- arhringa og haldið sofandi. Hann vaknaði með óráði. „Mig langaði að vinna með þetta og vinna úr þessari reynslu,“ segir hann. Þorvaldur man ekki eftir björguninni en hefur þó góða mynd af því sem gerðist. „Ég hef fengið að lesa læknaskýrslurnar um atvikið og læknabréf. Það var sláandi en líka áhugavert sjónarhorn. Ég nýtti textann í skrifin og skrifaði ljóð upp úr þessum skýrslum,“ segir Þorvaldur sem fékk sér kaffi með Læknablaðinu rétt áður en hann fór til vinnu sinnar í listagalleríinu BERG Contemporary á Klapparstíg. Ljóðrænar læknaskýrslur „Tungumálið sem læknaskýrslurnar eru skrifaðar á er mjög áhugavert. Það er sérstakt og örugglega fullkomlega eðlilegt fyrir lækna en fyrir leikmann er þetta mjög einkennilegt mál. Mikið af læknaslettum og fræðitali gáfu textanum sérstaka áferð. Stundum varð til óvænt ljóðræna í þessum bréfum, eitthvað sem örugglega átti ekki að vera skáldlegt. Ég greip á stangli setningar og orð sem voru mjög ljóðræn, sem ég stal og nýtti mér í ljóð.“ Bókin Gangverk er ekki sú fyrsta sem hann ritar. Hann hefur áður sent frá sér ljóðabókina Draumar á þvottasnúru. Fyrir handritið að Gangverki hlaut hann Nýrækt- arstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Aðdragandi hjartastoppsins var rosa- lega hraður hjartsláttur af og til, eins og hann lýsir, sem hafði liðið hjá, en það gerðist ekki í Kvennó. „Ég var aldrei greindur með hjartveiki eða sjúkdóm. Þetta kom á óvart,“ segir hann. Bekkjar- systkinin hafi ekki áttað sig á aðstæðum. „Þegar ég datt á öxl bekkjasystur minnar hélt hún að ég væri að grínast, flissaði yfir þessu en eldri stelpur gengu fram á þetta og áttuðu sig á að ekki væri allt í lagi og gripu í taumana.“ 23. júlí hvítir sloppar í röðum endurtek sömu söguna aftur og aftur og aftur vona að í þetta sinn verði hlustað á mig Breytti þessi reynsla lífi Þorvaldar? „Já, auðvitað, en ég áttaði mig kannski ekki á því strax. Það var ekki fyrr en ég var kom- inn yfir tvítugt að ég fór að pæla í þessu. Ég áttaði mig á því að ég var búinn að vera með mikinn heilsukvíða,“ segir hann. „Ef ég hafði smá verk einhvers staðar var ég sannfærður um að ég væri kominn með krabbamein.“ Mörgum árum seinna hafi hann tengt kvíðann og hjartastoppið saman og segir að þótt hann hafi breyst geti hann ekki Fimmtán ára í hjartastoppi Bókin Gangverk er gefin út af Forlaginu. „Tungumálið sem læknaskýrslurnar eru skrifaðar á er mjög áhugavert. [...] Mjög mikið af læknaslettum og fræðitali gáfu textanum sérstaka áferð. Stundum varð til óvænt ljóðræna í þessum bréfum, eitthvað sem örugglega átti ekki að vera skáldlegt. Ég greip á stangli setningar og orð sem voru mjög ljóðræn, sem ég stal og nýtti mér í ljóð.“ ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.