Læknablaðið - apr. 2019, Blaðsíða 45
LÆKNAblaðið 2019/105 197
HSA hefur langa reynslu af kennslu læknanema,
kandídata og sérfræðinema í heimilislækningum.
Námið verður byggt á marklýsingu fyrir sérnámslækna
í heimilislækningum. Við útfærslu hennar verður auk
hefðbundinnar meinafræðilegrar nálgunar kynnt hagnýtt
gildi heilsufræðilegrar (Salutogenesis) nálgunar. Áhersla
verður lögð á þann fjölbreytileika sem héraðslækn-
ingar (Rural Medicine) kalla eftir og samtímis að tryggja
aðgengi nemans að skipulagðri hópkennslu/námi fyrir
sérfræðinemana.
Stöðurnar er auglýstar til þriggja ára og á öðru ári,
þ.e. fyrri hluta árs 2021, er gert ráð fyrir námsdvöl á
heilsugæslu í Skotlandi eða Norður-Noregi í eina til tvær
vikur.
Helstu verkefni og ábyrgð
■ Almennar lækningar
■ Heilsuvernd
■ Vaktþjónusta
■ Þátttaka í kennslu læknanema og kandídata
Hæfnikröfur
■ Almennt lækningaleyfi er skilyrði
■ Hæfni í mannlegum samskiptum, áreiðanleiki,
jákvæðni og sveigjanleiki
■ Vilji til þverfaglegrar samvinnu (teymisvinnu)
■ Sjálfstæði í starfi, frumkvæði og faglegur
metnaður
■ Íslenskukunnátta áskilin
Frekari upplýsingar um stöður og umsókn
Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi.
Kjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og
Læknafélags Íslands. Umsóknum skal skila á eyðublöð-
um sem fást á vef Embættis landlæknis; www.land-
laeknir.is, til HSA, mannauðsstjóra, Lagarási 22, 700
Egilsstöðum.
Umsókn fylgi staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri
störf og starfsleyfi og ef við á um rannsóknir og greina-
skrif.
Öllum umsóknum verður svarað.
Tóbaksnotkun/notkun rafretta er ekki heimil á vinnutíma
innan HSA.
Umsóknarfrestur er til 01.05. 2019 og stöðurnar
lausar frá 15.08.2019 eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar veita:
Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga,
s. 470-3050 og 860-6830, netf. petur@hsa.is
Emil Sigurjónsson, mannauðsstjóri,
s. 470-3050 og 895-2488, netf. emil@hsa.is
Már Egilsson, yfirlæknir, s. 470-1420 og 692-8376,
netf. mar.egilsson@hsa.is
Þorsteinn Bergmann, yfirlæknir,
s. 470-3060 og 846-0029,
netf. thorsteinn.bergmann@hsa.is
www.hsa.is
HSA starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Áhersla er lögð á samvinnu þvert á byggðalög. Stofnunin
þjónar rúmlega 11.000 íbúum frá Djúpavogi til Bakkafjarðar, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim. Umdæmissjúkrahús
Austurlands er í Neskaupstað. Á þjónustusvæði HSA eru auk þess fimm heilsugæslustöðvar, en alls eru starfsstöðvarnar ellefu
talsins.
SÉRNÁMSSTÖÐUR Í HEIMILISLÆKNINGUM
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) auglýsir
tvær sérnámsstöður í heimilislækningum lausar til umsóknar.