Hugur og hönd - 01.06.1983, Blaðsíða 8
Búskapurinn grundvallaðist aðallega á kúabúskap svo
og vitanlega grænmeti og garðávöxtum fyrir heimilið því
í Háteigi var ávallt margt fólk í heimili, skyldir og vanda-
lausir. Framan af árum var Halldór lengst af fjarverandi.
Þótti hann hvort tveggja í senn heppinn skipstjórnar- og
aflamaður. Af þessu leiddi að búreksturinn féll að mestu
leyti í hlut húsfreyjunnar. I Háteigi var mikið unnið,
litað, spunnið, ofið og saumað og bar heimilið þess órækt
vitni. Vinnuhörku var þar ekki um að ræða, aftur á móti
vinnugleði og gagnkvæma virðingu eins og ríkti meðal
þeirra hjóna í hvívetna. Allt fram yfir 1940 kom fólk úr
bænum með brúsann sinn til að kaupa á hann mjólk.
Byggðin smá fikraði sig nær eftir því sem árin liðu og nú
er Háteigur húsnúmer við Háteigsveg.
Ragnhildur og Halldór eignuðust þrjár dætur, Ragn-
hildi búsetta í Kanada, Kristínu og Guðnýju, búsettar í
Reykjavík, önnur í gamla Háteigi, en hin í yngra húsi við
hliðina.
Stólsetur unnar úr jurtalituðum heimaspunnum togþræði.