Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Blaðsíða 43

Hugur og hönd - 01.06.1983, Blaðsíða 43
knipliverkstæðum sem blómstruðu um þessar mundir um alla Evrópu, en tóku nú að Ioka hvert af öðru. I Dan- mörku varð stutt blómaskeið 1801 - 1830 þegar danskar bóndakonur tóku að nota kniplinga á höfuðbúnað sinn. Það er á þessu tímabili sem Tönderkniplingar fá sín sér- einkenni, en fyrirmyndin er þó enn Lille-kniplingar út- færðir á nýjan hátt. Munstrunum eru gefin nöfn eins og Rós, Nellika, Jarðarber eða þau í'á nöfn af þeim sem út- færir munstrin og kniplar, Ellen, María enda knipluðu sumar sama munstrið æfilangt. Eftir 1830 dregst þessi iðngrein saman, þegar landbúnaður verður arðsamari at- vinna, eftir það var knipl tómstundastarf. Gamlar kniplingakonur vildu þó ekki trúa því að þessi háþróaða list yrði útdautt handverk, og þær áttuðu sig í tæka tíð og tóku að kenna börnum að knipla. Gömlu munstrin höfðu þær varðveitt vel. Vart skyldi nú ætla að eingöngu hafi verið kniplað á verkstæðum. Getið er um alþýðukniplinga í Svíþjóð, Dalakniplinga og Skánska kniplinga sem eru kniplaðir án gatamunsturs á rúðóttu bómullarefni. Torchon kniplingar, sem einnig voru nefndir betlarakniplingar voru alþýðulist. Þeirra er getið á 16. og 17. öld, þeir voru unnir af bænd- um í nær öllum löndum, þar sem á annað borð var eitt- hvað kniplað. Við gerð þeirra lærðist nær öll sú grunn- þekking, sem þarf við gerð flóknari kniplinga. Flokka má kniplinga í tvo aðalflokka eftir tækniaðferð- um: þar sem munstur og grunnur eru knipluð út í eitt og er algengast, eða að kniplaðar eru smá einingar t.d. blóm, blöð eða form sem eru tengd saman með fléttum um leið og grunnurinn er kniplaður t.d. Brusselknip- lingar. Ein elsta gerð kniplinga og um leið einfaldasta eru fléttaðir kniplingar, upprunalega komnir frá Italíu. Þeir eru þunnir og litlir og voru því eftirsóttir í kraga og lín- ingar. Bandakniplingar eru einnig ein elsta gerð ítalskra og flæmskra kniplinga sem öðluðust listrænt gildi. Mun- strið er gert úr einu eða fleiri knipluðum böndum, sem eru sveigð á ýmsa vegu og mynda þannig munstur eða form sem tengjast saman með fléttum. í Þjóðminjasafni íslands er varðveitt talsvert af ullar- kniplingum sem flestir eru af samfellum eða pilsum og svuntum. Þeir eru taldir vera frá 18. og 19. öld, og knipl- aðir af íslenskum konum. Einnig má sjá þar nokkur dæmi um kniplinga úr vír, hör og silki. UUarkniplingar voru oft- ast kniplaðir úr hárfínum tvinnuðum togþræði í einum eða fleiri litum. í skrá Þjóðminjasafns íslands er með nr. 629 eftirfar- andi lýsing, skráð af Sigurði Guðmundssyni málara: ,,Knipli höfðu konur mikið neðan á fötum á 18. öld, á skiptabréfum og uppskriptum frá 1738 er talað um þau græn á rauðu, en seinni hluta aldarinnar, 1770, eru þau opt úr svörtu silki á rauðum eða hárauðum fötum eins HUGUR OG HÖND 1780, aptur eru þau græn á bláum fötum 1782, en eg sé ekki getið um knipli á fötum fyrir 1730; þau hafa þá ekki verið orðin almenn að minnsta kosti. En aptur á móti sé eg getið um hvít línknipli rétt eptir 1625, . . .“ I skrá safnsins er getið um heiti nokkura kniplinga- munstra, svo sem krónumunstur, krossmunstur, banda- munstur senr einnig er nefnt laufamunstur með krónu. Sjá má greinilegan skyldleika með því munstri og knip- lingum sem kenndir eru við Christian IV Danakonung og verður að álíta að munstrið sé þaðan komið, en hafi síðan verið aðlagað því efni sem hér var aðallega kniplað úr, eða togþræðinum. Engar heimildir eru kunnar er staðfest geta hvenær knipl berst til Islands eða hvaðan það kenrur. A seðlum Orðabókar Háskólans má finna heimildir um knipl allt frá árinu 1685. Af þeim má álíta að knipl hafi verið nokkuð þekkt hér á landi sem skraut á 17. öld, einkum í kirkjum, á altarisdúkum, altarisbrúnum og höklum. Hins vegar er erfitt að ráða af þeim hvort kniplingar þessir hafi verið kniplaðir hér á landi eða erlendis. Víða má sjá í heimildum fullyrðingar um, að knipl hafi verið mjög algeng iðja hér á landi, þó fátt komi fram því til staðfestingar. { íslenskum þjóðháttum eftir Jónas Jón- asson er eftirfarandi frásögn, sem hann hefur eftir móður sinni. „Ennfremur gerðu hannyrðakonur allmikið að því, að knipla, bæði úr vír og silki. Leggingar á skauttreyjur o.fl. voru venjulega knipplaðar úr gull- eða silfurvír eða silki, og fórst konum það vel úr hendi. Þá voru og knipp- laðar leggingar neðan um samfellur, oftast úr ullarbandi, en þó stundum úr silki; þau knippli voru svo breið, að til þeirra þurfti marga stokka. Var talað um ,,60 stokka munstur", og hafa þau bæði verið seinleg og vandasöm. Til þess var haft knipplingaskrín og stokkar, einskonar kefli með sköftum, sem vírinn var vafinn upp á. Knippl var mjög seinlegt verk og vandasamt". í bók Halldóru Bjarnadóttur, Vefnaður, er m.a. mynd af rós, sem er knipluð úr togi, einnig er mynd af svuntu úr bláu ullarefni með tveimur kniplingum úr togi í hvítum, rauðum og gulum lit. I neðanmálsgrein í sömu bók lætur Halldóra þess getið ,, . . . að knipl hafi verið mjög algeng iðja á íslenskum heimilum á öldinni sem leið. Ekki ólíklega tilgetið, að knipliskrín og kniplistokkar hafi verið til á nærfellt hverjum sveitabæ, svo víða koma þau við sögu . . .“ í bókinni Konur skrifa bréf (bls. 102) er frásögn Guð- ríðar Magnúsdóttir í bréfi sem hún skrifar lil bróður síns Finns prófessors Magnússonar í Kaupmannahöfn, um stúlku er dvelur um tíma á heim'ili hennar og lærir þar ýmsar hannyrðir og segir m.a. „Hún lærði líka svo að knipla, að hún getur kniplað eftir því, sem hún sér . . .“. Bríet Bjarnhéðinsdóttir ræðir um iðnað og útsölu í Kvennablaðinu 1896, þar sem hún hvetur hannyrðastúlk- 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.