Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Blaðsíða 25

Hugur og hönd - 01.06.1983, Blaðsíða 25
Maður með söðlaðan hest. Und- irdekk er lagt undir hnakkinn. Úr myndasafni Þjóðminjasafns. Svölu sína, eins og um góðan vin væri að ræða, og okkur krökkunum var oft reikað út að Svöluleiði þar sem við lögðum blómvendi á leiðið. Ur taglhári Svölu, sem var svart, lét móðir mín flétta armband, setti á það silfurlás með nafni Svölu. Seinna á æfinni kynntist ég mörgum gæðingum eftir að ég flutti að Þingeyrum í A-Húnavatnssýslu. Voru þeir flestir Skagfirðingar. Blesi, reiðhestur mannsins míns, Jóns Pálmasonar, var stórkostlegur. Hann var svo fjör- hraður, að enginn þorði að koma honum á bak nema eig- andinn. Þegar Blesi var 32 vetra, langaði mig til að skreppa honum á bak, en það fór fyrir mér eins og öllum öðrum. Ég réði ekkert við hann og varð þeirri stund fegn- ust þegar hann nam staðar við túnhliðið og ég komst af baki. Blesi var stórlyndur og lét ekki bjóða sér allt. Ef ég fór með mjólk eða áfir út í hesthús til þess að gæða þar vinum mínum, þáði Blesi ekki sopann, ef ég bauð honum ekki fyrst að drekka úr fötunni, og var ekki lengi að snúa að mér óæðri endanum. Áberandi vinátta var með Blesa og eigandanum. Funi minn, Litlirauður og Bleikur frá Vallholti, sem ávallt mátti treysta á hverju HUGUR OG HÖND sem gekk, voru úrvalshestar, sem ég hef oft minnst með söknuði. Veittu þeir mér margar yndisstundir þegar lagt var af stað út í morgunljómann. Því eins og Einar Bene- diktsson segir í kvæðinu Fákar: „Betra á dauðlegi heimurinn eigi. “ Og síðar bætir hann við: Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest, og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bœtist, ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva svo draumar þíns hjarta rætist. Hulda Stefánsdóttir 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.