Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Blaðsíða 37

Hugur og hönd - 01.06.1983, Blaðsíða 37
léttleiki íslensku ullarinnar tvær prjónadraktir — blá Stærð: 38 (40) 42 Yfirvídd: 88 (92) 97 Efni: Plötulopi (Alafoss), ljósasti lit- urinn 4—5 plötur 450 gr. Loðband í lit 100 gr. Hringprjónar: Nr 4 fyrir kant. Nr 5 fyrir bol og pils. Prjónað er úr ein- földum plötulopa og loðbandi. Ef lopinn slitnar er hann lagður saman á misvíxl og teygt örlítið úr honum svo grófleikinn verði sem jafnastur. Munstur: Draktin er öll prjónuð með garðaprjóni og gatasnari, sem er prjónað á eftirfarandi hátt. Prjónið 2 L saman, bregðið um prjóninn. End- urt alla umferðina. Prjónað er fram og til baka, engin regla er um lita- skipti, þó oftast sé ein umf prjónuð með loðbandi en 2-5 umf með lopa. Við litaskipti er ekki slitið frá, en byrjað við þann enda prjónsins þar sem bandið er staðsett. Við það fæst þessi létta áferð, þar sem rétta og ranga á prjóni er sitt á hvað. Gætið þess að lausa bandið verði hæfilega strekt við jaðra. Þensla prjónsins: 15 L og 36 umf (mælt á bol) á pr nr 5 eru 10 x 10 cm. Til að fá rétta stærð á draktina verð- ur þenslan að vera eins og að framan greinir. Annars verður að velja grófari eða fínni prjóna. Prjónið því sýnishorn. Fitjið upp 25 L á pr nr 5 og prj 45 umf. Reynið að búa til ykk- ar eigið munstur, ef vill, skoðið þá skýringarteikningu og prófið sjálf. Þvoið og strekkið sýnishornið. Mælið vel fyrir innan jaðra hver þenslan er. Treyja: Bak- og framstykki eru prjón- uð í einu lagi fram og aftur upp að handveg. Fitjið upp með loðbandi á prjóna nr 4, 160 (168) 176 L. Prjónið kant með sléttu prjóni 8 umf, brugðna hliðin snýr út á réttu og kanturinn hrekkur inn á röngu. Skiptið yfir á pr nr 5 og prj bolinn eftir teikningu eða ykkar eigin munstri, með garðaprjóni og gata- snari ýmist frá vinstri eða hægri kanti. Prjónið 12 cm (teygið örlítið á prjón- inu). Vasi: Prj 12 (14) 16 L; Prjónið næstu 18 L (vasaop) með loðbandi á prj nr 4, kant slétt prjón, brugðna hliðin snýr út á réttu 8 umf. Fellið laust af á röngu. Fitjið upp á aukapr nr 5, 18 L og prj innri vasann 6 cm. Prjónið þessar lykkjur í vasaopið og prjónið áfram þar til eftir eru 18 + 12 (14) 16 L á prjóninum. Prjónið vasa á sama hátt og fyrr. Prjónið upp að handveg 35 (36) 37 cm. Handvegur: Prj 35 (37) 39 L. Geym- ið 10 L á prjónanælu. Prj 70 (74) 78 L. Geymið 10 L. Prjónið 35 (37) 39 L. Prj boðanga og bak hvert fyrir sig. Gætið þess að munstur á boðungum og baki verði eins, nema annars sé óskað. Þegar handvegur mælist 13 (14) 15 cm er fellt af fyrir hálsmáli. Fellið af í byrjun umf 9 L, 2 L, 1 L. Prj upp að öxl 23 (24) 25 cm. Geym- ið lykkjurnar. Prj vinstri boðang á sama hátt. Prj bak jafnlangt. Lykkið saman á öxlum. Ermar: Prj upp lykkjur í handvegi með loðbandi á prjóna nr 4 frá réttu. Prj frá og að lykkjum sem geymdar voru undir handvegi. Prj í fyrstu 2 L, hlaupið yfir 1 L, endurt allan hand- veginn. Prj kant með sl prj brugðna hliðin snýr út á réttu 4 umf. Skiptið yfir á pr nr 5 og prj munsturprjón fram ermina, æskilega lengd og endið á að prjóna kant. Fellið af frá röngu. Kantur á boðanga og hálsmál: Prj upp lykkjur með loðbandi á prjóna nr 4. Byrjið neðst við hægri boðang. Farið með pr í aðra hverja L í aðra lykkjuröð frá jaðri. Við horn á boð- angi og hálsmáli verður að prjóna upp 4—5 L til að fá nóga vídd í kant- inn þar. Athugið hvort kanturinn er hæfilega strekktur, hann á að vera örlítið fastari en prjónið. Ef ekki, prjónið þá upp fleiri lykkjur við brún t. d. prjónið í tvær lykkjur hlaupið yfir eina lykkju. Prjónið 8 umf slétt HUGUR OG HÖND 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.