Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Blaðsíða 12

Hugur og hönd - 01.06.1983, Blaðsíða 12
frá 1923, ferðaðist mikið um landið og stofnaði sum, ef ekki flest félögin úti á landi. 1921 Svo haldið sé tímaröð, þá stofnaði H. f. í fyrsta sinn til landssýningar í íslenzkum heimilis- iðnaði 1921 í Reykjavík. Þar hefur Halldóra ef- laust haft forgöngu. Þá voru erfiðir tímar, ís og sjúkdómar, en samt var hugmyndin framkvæmd með vefurum og spunakonum í sýningarsölum. E. t. v. hefur koma konungs og drottningar til landsins verið hvetjandi þessarar sýningar. 1930 stóð H. í. aftur fyrir landssýningu á heimilisiðn- aði og þá í tilefni 1000 ára afmælis Alþingis. Þessi sýning var mikils virði, því hún sýndi hvers heimilisiðnaður er megnugur, fjölbreytni hans og notagildi svo og hversu vel hafði verið unnið að 1930 þessum málum síðan 1921. Þessi mikla hvatning 1940 kom á réttum tíma, því á eftir fylgdi erfitt 10 ára tímabil, kreppuárin 1930-40. Þá reyndi á dugnað fólks og hugmyndaflug: Vera sjálfum sér nógur, framleiða til eigin nota og til sölu, allt sem hægt var til að bæta afkomu sína. Þá sýndi heimilisiðn- aðurinn hvert gagn getur orðið að honum, sem viðfangsefni allra. Halldóra ferðaðist um landið, stofnaði sín mörgu smáfélög, hvatti og leið- beindi. 1940 Stríðsárin, sem fylgdu hér á eftir, 1940-1945, 1945 höfðu þar á móti lamandi áhrif á heimilisiðnað- armálin. Framboð vinnu varð mikið, fljótfengnir peningar hjá flestum og verðbólga. Hvorki tími né þörf fyrir heimilisiðnaðarstörf í þeirri bylt- ingu, sem varð í atvinnulífinu og áhrifum frá há- þróuðum iðnaðarlöndum. Síðasta Norræna heimilisiðnaðarþingið fyrir stríð var haldið í Svíþjóð 1937. Hið næsta hefði átt að vera 1940 í einhverju landanna, en féll niður vegna stríðsins. Fyrsta þing og sýning eftir stríð var svo í Reykjavík 1948. Síðan aftur hér á vegum H. í. 1962 og 1977 og höfum við tekið þátt í þingunum reglulega á þriggja ára fresti á Norðurlöndunum. Þetta er þá í grófum dráttum forsaga og saga Heimilisiðnaðarfélags íslands frá stofnun þess 1913 til ca. 1950. Hér fer á eftir nokkru nánara yfirlit yfir sögu 1950 þess þegar fór að rofa til eftir stríðsáhrifin. Fyrst 1960 samvinna H. I. við Ferðaskrifstofu ríkisins 1951- 57 svo og endurreisn félagsins 1959 sem landsfé- lags á ný. 1960 Svonefnt 20 ára tímabil, frá um 1960-83. Á 1983 þessu tímabili eftir endurstofnun H. í. hefur hið mikla átak verið gert til vaxtar og þróunar þeirra markmiða, sem sett voru í upphafi og nánar verður komið að í lokin, þ. e. leiðbeiningarstarfs og verzlunar. Nokkuð ýtarlegt yfirlit um þetta 20 ára tímabil fylgir hér á eftir. Islenzkur heimilisiðnaður. 1951 gekk H. I til samstarfs við Ferðaskrifstofu ríkis- ins um stofnun heildverzlunar, sem fékk nafnið „Islenskur heimilisiðnaður" (I. H.) og starfaði í húsakynnum F. R. .við Hafnarstræti - Kalkofns- veg. Samstarfið gekk vel. Árið 1957 varð þó af ýmsum ástæðum samkomulag milli í. H. og F. R. um að hætta samstarfi. í. H. byrjaði á smásölu jafnframt heildsölunni, og má hér nefna Sigrúnu Stefánsdóttur og Helgu Kristjánsdóttur frá Laugum sem ötula forgangsmenn þessa sam- starfs við F. R. Hér er þá komið heildsölu- og smásöluform. Sigrún Stefánsdóttir var verzlunar- stjóri Islenzks heimilisiðnaðar fyrstu sextán árin. Verður henni seint fullþakkað hversu dyggilega hún ruddi brautina fyrir vandaðan heimilisiðnað, hvatti fjölmarga og leiðbeindi og vann allt af mikilli fórnfýsi. - Helga Kristjánsdóttir hinn fasti bakgrunnur trúar á málefnið og virkur aðili end- urreisnar eftir bylgjutal stríðsáranna og eftir- hreytur. - Hefur oft skrifað sögulegt yfirlit H. í. til hvatningar (t. d. Hugur og hönd 1. 1966 og Húsfreyjan 3. 1963 o. fl.). 1959 er starfsemin flutt í leiguhúsnæði að Laufásvegi 2. 1965 er verzlunarhúsnæðið þar stækkað og innréttað við hæfi verzlunar með leyfi eiganda hússins. 1969 er opnuð önnur útsala í leiguhúsnæði í Hafnar- stræti 3 og innréttuð á tveimur hæðum. 1971 var sú verzlun stækkuð og innréttuð í framhaldi af innréttingum frá 1969. 1976 Endanleg stækkun verzlunarinnar í Hafnarstræti 3. Glæsileg verzlunaraðstaða í heild á tveim hæðum, 500m2 alls, um 220m2 niðri og 300m2 uppi, þ. e. allt húsið uppi einnig efri hæð end- ahúsanna. Námskeið - Ráðunautur — Heimilisiðnaðarskólinn 1967 Reglulegur námskeiðsrekstur hefst að Fjölnisvegi 14. 1969 Námskeiðin flutt í Hafnarstræti 3. 1973 hefst fast starf heimilisiðnaðarráðunautar og er starfrækt til áramóta 1980. 12 HUGUR OG HÖND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.