Hugur og hönd - 01.06.1983, Blaðsíða 19
íslensk nútímasöðlasmíð
Á Selfossi rekur Skúli Einarsson söðlasmíðaverkstæðið
Baldvin og Þorvaldur, en það starfaði áður í Kópavogi og
er nafnið komið frá fyrri eigendum. Baldvin Einarsson
söðla- og aktygjasmiður stofnaði verkstæðið árið 1905 og
rak fyrst einn á Laugvegi 43. Á þeim tíma var talsvert
smíðað af aktygjum fyrir Vegagerðina og allt framyfir
árið 1940. - Skúli er kornungur maður, hann hóf nám hjá
Helga Finnlaugssyni á Selfossi árið 1973, en keypti fyrr-
nefnt verkstæði 1981 og með því kom úr Kópavoginum
Pétur Þórarinsson og „flutti með sér gott handbragð og
vandaða vinnu hingað austur", segir Skúli. Með þeim
vinna líka Friðrik Sölvi Þórarinsson og Sigrún Ólafsdóttir,
sem er lærlingur. Þau eru nýflutt í gamla bankahúsið á
Austurvegi 21 og finnst því gamla húsi hæfa vel þessi
gamla iðngrein.
Hvað kom þér til að læra söðlasmíði?
Afi minn Jón Einarsson bóndi á Tannstaðabakka í Hrúta-
firði var jafnframt söðlasmiður. Hann skildi eftir sig
gömul handverkfæri svo ég vissi eftilvill meira um þetta
fag en ella. Sum þau verkfæri eru enn til í sveitinni fyrir
norðan.
Geturðu lýst svolítið fyrir okkur söðlasmíði?
Grindin sem hnakkurinn er byggður á heitir virki og kem-
ur tilbúið frá Englandi, sett saman úr krossvið og járni.
Fyrst eru strekktir borðar á virkið, 2 langsum og 4
þversum. Þeir eru úr hör eða hessian, en nú eru þeir
einnig til úr næloni.
Þegar búið er að strekkja borðana eru settir tveir leður-
hálfmánar sitt hvoru megin á sætið aftast.
Strekkt tau yfir allt saman en skilin eftir op að framan
og aftan svo hægt sé að stoppa með ull. Það er mikill
vandi að stoppa sætið þétt og vel svo hvergi verði
hnökrar, það er eitt vandasamasta verkið að gera þetta
rétt.
Nú er tekið grófsniðið sætaleður, bleytt í volgu vatni og
strekkt yfir léreftið. Það er síðan látið þorna og sama er
gert með svonefnt skaut sem kemur aftaná hnakkinn.
Þá eru tekin yfirlöfin og þeim stillt nákvæmlega upp í
réttar stellingar sitt hvoru megin á hnakknum. Þegar þau
eru komin í stellingar er strikað og merkt fyrir saumnum.
Sætaleðrið og skautið er tekið aftur af hnakknum þegar
það er orðið þurt og skorið í strikið og síðan saumað eftir
merkjum, handsaumað. Strekkt yfir á ný og neglt fast.
Nú er löfunum fest á hnakkinn og síðan móttökunum. Þá
er hryggskinn strekkt langsum undir miðju hnakksins.
Þegar það er búið er farið að sníða niður og sauma þóf-
ana (undir dýnurnar). Hnakkólakengir og annað þess
háttar er sett síðast.
Hafa orðið einhverjar breytingar í söðlasmíðinni?
Já, það hafa orðið talsverðar breytingar og þróun á sér
stað einmitt núna og fylgir nýjum mönnum. Eftir lægðina
miklu í hestamennsku og eftir að farið var að llytja út
hesta fóru íslenskir hestamenn að hafa meiri samskipti við
erlenda hestamenn og það má segja að það verði
skoðanaskipti og umræður um reiðtygin í kjölfar þess að
áseta og reiðlagið hefur breyst. Einnig hafa komið nýir
þættir inní reiðlistina sem gera breyttar kröfur til reiðtygj-
anna.
Er það til bóta?
Flestar eru breytingarnar af hinu góða, og vil ég hér sér-
staklega þakka íslenskum hestamönnum fyrir mikinn
áhuga og góðar ábendingar. Án þeirra væri róðurinn erf-
iður fyrir innlendu framleiðsluna. Margt gagnlegt hefur
komið fram fyrir sýningahestamennsku og hlýðnikeppni.
En við gömlu frjálsu útreiðarnar hentar gamli íslenski
hnakkurinn vel. Leður og annað efni er betra eftir að far-
ið var að flytja inn vönduð reiðtygi og samanburður og
samkeppni harðnaði.
HUGUR OG HÖND
19