Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Blaðsíða 14

Hugur og hönd - 01.06.1983, Blaðsíða 14
norræna heimilisiðnaðarþingið XVIII. norræna heimilisiðnaðarþingið var haldið í Nyborg Strand í Danmörku dagana 5.-7. júlí s. 1. Þessi þing eru haldin þriðja hvert ár, en dagskrá þeirra undirbúin á tveimur stjórnarfundum, sem haldnir eru milli þinga. Einkunnarorð þingsins voru: Unga fólkið og heimilis- iðnaðurinn - leið til lífsfyllingar (Tema: Ungdommen og husfliden - en vej til livskvalitet). Voru framsöguerindi og síðan umræður að mestu byggð á þessu efni. Að venju var hvert land með sína heimilisiðnaðarsýn- ingu. Finnar sýndu poppana - vefnað og blásturshljóð- færi. Poppana-efni eru ofin úr þunnum ræmum úr niður- klipptu efni. Þarna var til sýnis fatnaður, töskur, vegg- stykki o. fl. ofin með þessari aðferð, allt einstaklega fallegt. Norðmenn voru með tréútskurð (karvskærning) og vefnað á vefgrindur. Frá Svíþjóð kom sýning á út- saum, sem þeir nota á sína þjóðbúninga og munir unnir úr járni og messing. Færeyingar sýndu ullarsjöl og hvern- ig tveir geta prjónað sömu flík samtímis. (Rundstrikning med to personer). Danir sýndu postulínsmálun og leir- muni sem eru brenndir með mjög gamalli aðferð sem þeir kalla milebrændning. Heimilisiðnaðarfélag Islands sýndi muni unna með íslenskum glitvefnaði og glitsaum. Sér- staka athygli vöktu höklar og kjólar frá Vefstofu Guð- rúnar Vigfúsdóttur, Isafirði. A sýningunum var margt fallegt og fróðlegt að sjá. I hverri deild var fólk sem sýndi og útskýrði þær vinnuaðferðir sem munir í viðkomandi sýningardeildum voru unnir með. Er óhætt að segja að sýningarnar eru sá hluti þinghaldsins sem flestir sýna mestan áhuga. Þinginu lauk með hófi fimmtudaginn 7. júlí, þar sem Finnlandi var afhent formennska í norrænu heimilisiðnaðarsamtökunum. Þá var í fyrsta skipti út- hlutað starfslaunum úr sjóði þeim sem Ingrid Osvald Ja- cobsson hefur stofnað. Þessi starfslaun verða veitt á þriggja ára fresti til umsækjenda frá því landi sem heldur þingið hverju sinni. Næsta þing verður í Finnlandi 1986. Aðstaða til þinghalds og sýninga á Hótel Nyborg Strand er mjög góð, móttökur og undirbúningur af hálfu danskra heimilisiðnaðarfélaga til fyrirmyndar. Jakobína Guðmundsdóttir. reyndar þegar svo með nokkra framleiðendur okkar. Það gæti orðið þáttur í því er kalla mætti „Nýjar atvinnugrein- ar í strjálbýli“. Við trúum á framtíðina, trúum því, að hið einfalda samspil hugar og handar eigi erindi inn í tilveru manna á tímum vélvæðingar, tölvutrúar og fjöldaframleiðslu. Höndin, þetta dásamlegasta tæki, sem nokkurntíma hefur verið skapað, eigi sér annað hlutverk en bara það, að styðja á hnappa vélanna. Höndin, ásamt huganum, hefur gert manninn að drottnara jarðarinnar, (kannske vafa- sömum að vísu). Tími virðist kominn til, að hann hugi meir að sjálfum sér, þróun skapgerðar sinnar, ástundun þeirra listrænu þátta og þarfar, sem í hverjum manni býr, til að skapa eitthvað sjálfur til gleði og ánægju og þá um leið til gagns. Stefni þannig að því að lifa í sátt við um- hverfi sitt og sjálfan sig. 14 Þetta er þá í stuttu máli saga sjötugs félags með 600 félaga í ár. Fróðlegt gæti verið að hafa hér með punkta um fjölmörg atriði, sem ekki eru nefnd. Mikill fróðleikur er 'í gerðabókum félagsins, sem eru til frá stofnun þess 1913. Stefán Jónsson, arkitekt. Formenn H. í. frá upphafi hafa verið: Jón Þórarinsson 1913-1915 Ingibjörg H. Bjarnason 1915-1916 Inga Lára Lárusdóttir 1916-1920 Laufey Vilhjálmsdóttir 1920-1921 Frida Proppé 1921-1923 Karolína Guðmundsdóttir 1923-1927 Guðrún Pétursdóttir 1927-1949 Arnheiður Jónsdóttir 1949-1968 Stefán Jónsson 1968-1981 Jakobína Guðmundsdóttir 1981- HUGUR OG HÖND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.