Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Blaðsíða 42

Hugur og hönd - 01.06.1983, Blaðsíða 42
knipl Rckja má sögu og uppruna kniplinga aftur lil ítalska Renaissance á 14. og 15. öld, en þá var í klaustrum unnið að skreytingum ofinna dúka og handklæða, sem nota átti í kirkjum með því að flétta, eða hnýta kanta úr uppi- stöðuþráðum þeirra. Talið er að kniplingar hafi þróast út frá þessu handverki sem í fyrstu var unnið innan veggja klaustranna, en barst brátt út fyrir þau og náði þá fljótt miklum vinsældum. Ekki er unnt að segja með vissu hvenær knipl er orðið almennt þekkt sem handlist, en með hjálp munsturbóka má rekja þróun þeirra frá byrjun 16. aldar. Kniplingar urðu fljótt eftirsóttir af yfirstéttinni lil skreytingar á fatn- að bæði karla og kvenna. A Ítalíu voru sett á stofn mörg knipliverkstæði, og varð þróun þessa listiðnaðar þar mjög ör. Þaðan breiddist kniplið til nærliggjandi landa, Frakklands, Niðurlanda og Þýskalands og varð umtals- verð atvinnugrein í hverju landi fyrir sig. Mestar urðu framfarir og þróun kniplinga í Niður- löndum, þar varð knipl háþróaður listiðnaður. Varla var völ á betri hör en ræktaður var í Belgíu, úr honum mátti spinna fínasta þráð, sem varð að spinna í rökum og dim- mum kjöllurum, því hann þoldi ekki þurra loftið, þá vildi hann slitna. Spunakonan sá því ekki þráðinn, en gat að- eins þreifað hann. Flæmskir kniplingar voru því þekktir fyrir mjög fínan þráð og listræn munstur, um það vitna hinir undurfínu kniplingar sem kenndir eru við borgirnar Gent, Brussel og Brugge, en þar er mikið kniplað enn þann dag í dag. Tæknin óx, áhöld urðu fullkomnari, þráð- urinn varð fínni og kniplið hélt til fleiri landa m.a. Englands, Danmerkur og Svíþjóðar og á 17. öld eru verkstæði orðin það mörg að talað er um iðnað. í fyrstu var kniplað eftir ítölskum fyrirmyndum, sem síðar tóku á sig séreinkenni í munsturgerð og útfærslu og fengu þá nöfn af heimabæjum og borgum svo sem Binc- hekniplingar, en Binche er lítill bær í Belgíu og Lille- kniplingar eftir bæ í Frakklandi. I Danmörku varð knipl að háþróuðum listiðnaði sam- anber ,,Tönderkniplinga“. Elstu gerðir þeirra hafa eingin séreinkenni, þeir eru eftirlíkingar af ítölskum, flæmskum, belgískum eða frönskum kniplingum. En Tönderknip- lingar urðu víðþekktir, einkum fyrir mjög fínan hörþráð, og vel kunnir eru kniplingar sem kenndir eru við Christ- ian IV Danakonung, en hann var þekkktur fyrir góðan listasmekk. Það tók 7 ár að læra að knipla svo fína knipl- inga sem Tönderkniplinga. En þeir urðu umtalsverð út- flutningsvara og var allur innflutningur á erlendum knip- lingum til Danmerkur bannaður með lögum frá árinu 1647 - 1797. Um 1789 störfuðu um tólf þúsund manns við þennan handiðnaðí Danmörku. Franska byltingin (1789) leiddi til þess að fatatíska ger- breyttist í einu vetfangi, fatnaður varð einfaldari og knipl- inga var ekki lengur þörf. Samtímis þessu komu fyrstu vé- lofnu blúndurnar til sögunnar. Þetta varð mikið áfall Bókmerki knipluð af Hildi Sigurðardóttur kennara. Er sama munstrið kniplað mcð þrem ólíkum garntegundum. Eitt úr hör, annað úr tvinnuðu handspunnu þelbandi og það þriðja úr gylltum balderingavír. / 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.