Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Blaðsíða 50

Hugur og hönd - 01.06.1983, Blaðsíða 50
heimilisiðnaðarskólinn Eins og venja hefur verið frá stofnun Heimilisiðnaðar- skólans hefst hvert skólaár í byrjun september og stendur fram í maílok. Á síðastliðnum vetri, 1982 - 1983, voru haldin samtals 60 námskeið í um 30 mismunandi náms- greinum og sóttu þau um 500 nemendur. I Hugur og hönd ’82 er listi yfir öll námskeið sem fyrirhuguð voru þennan vetur, nokkur þeirra féllu niður af ýmsum ástæð- um. Á móti var hægt að koma fyrir nokkrum aukanám- skeiðum og munaði þar mest um námskeið sem stofnað var til fyrir nemendur í framhaldsdeild í handlistum við Kennaraháskóla Islands. Námsgreinar sem nemendur KHI fengu kennslu í voru þjóðbúningasaumur, baldýring, knipl, tóvinna, jurtalitun og mismunandi bandavefnaður. Að sumu leyti er Heimilisiðnaðarskólinn betur búinn af kennslutækjum fyrir handmenntir en margur ríkisskólinn, auk þess að hafa innan sinna vébanda ágætt kennaralið. I janúar síðastliðnum voru haldin tvö námskeið í Heim- ilisiðnaðarskólanum, sem Heimilisiðnaðarfélag Islands bar kostnað af. Á öðru var kenndur íslenskur glitvefnað- ur á hinu glitsaumur. Félögum í HI var gefinn kostur á ókeypis þátttöku og komust 10 nemendur að á hvoru námskeiði. Þau byrjuðu á því að Elsa E. Guðjónsson hélt fyrirlestur með litskyggnum um námsefnið, síðan fengu nemendur að spreyta sig á munsturgerð og flestir útfærðu svo eigin munstur, ofin eða saumuð. Árangur varð framar öllum vonum, þegar tekið er tillit til þess að þátttakendur voru nær allir lítt þjálfaðir í þessum vinnubrögðum. Vond veður og ófærð settu allar tímaáætlanir úr skorðum, allt gekk þó upp að lokum, þökk sé fórnfúsu framlagi kennar- anna Áslaugar Sverrisdóttur og Önnu M. Höskuldsdóttur. Eins og upphaflega var fyrirhugað, var farið með verkin sem unnin voru á þessum tveim námskeiðum á norrænt heimilisiðnaðarþing í Danmörku. Þar kynnti HI íslenskan glitvefnað og glitsaum. Auk þess mun hluti verkanna verða með á farandsýningu HI, sem efnt er til vegna 70- ára afmælis félagsins, og farið verður með út um land á þessu hausti. Á komandi skólaári verður á dagskrá svipaður fjöldi námskeiða og áður, nokkrar námsgreinar bætast við, ör- fáar felldar niður, aðrar verða hinar sömu. I fimm grein- um verða námskeið með samfelldri kennslu nokkra daga í röð, í jurtalitun, munsturgerð, myndvefnaði, uppsetn- ingu vefja og þjóðbúningasaum. Þessi skipan námskeiða ætti að gera fólki utan af landi hægara um vik að sækja nám í Heimilisiðnaðarskólanum. Um miðjan september bíður Heimilisiðnaðarskólinn kennurunum að taka þátt í námskeiði í munsturgerð, sem væntanlega á eftir að koma hverjum og einum til góða við kennsluna, auka innbyrðis kynningu og efla samstarf. Þetta er nýbreytni sem vonandi getur orðið framhald á. Frá því Heimilisiðnaðarskólinn tók til starfa hefur vetr- ardagskrá verið lögð fram um mánaðarmótin ágúst-sept- ember og í fyrsta sinn haustið 1981 var dagskráin með öllum upplýsingum um námskeiðin gefin út í fjölrituðum bæklingi. Hann kemur nú út í þriðja sinn fyrir skólaárið 1983 - 1984 og er afhentur öllum nemendum skólans og þeim sem vilja kynna sér hvaða nám er í boði í skólanum. Innritun á námskeið Heimilisiðnaðarskólans fer fram á skrifstofu skólans að Laufásvegi 2. Kennslugjöld þarf að greiða fyrir fram. Skrifstofutíma hefur verið breytt og er nú þannig: Mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 10 - 16, þriðjudaga kl. 12.30 - 18.30. Upplýsingar eru gefnar í síma 17800. í ágúst 1983, Sigríður Halldórsdóttir 50 HUGUR OG HÖND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.