Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Síða 18

Hugur og hönd - 01.06.1983, Síða 18
klæðaburður íslendinga á fyrri öldum Nokkur atriði varðandi lög, tilskipanir og dóma. Fyrr á öldum var mikill munur á klæðnaði yfirstéttar og alþýðu, eins og nú. Skartgripir og skrautklæði voru stöðu- tákn, sem heldri menn höfðu einkarétt á samkvæmt lögum. Stéttaskiptingin var bundin í fastar skorður, sem grundvölluðust bæði á lögunum og trúarbrögðunum, og almennt viðhorf var að menn ættu að halda sig innan þeirra marka sem efni og lög sögðu til um. Þetta kemur m. a. fram í ádeilukvæði eftir Stefán Ólafsson í Valla- nesi: Heyrðu, maki minn, megn er fátæktin, hugsaðu ei þú haldir þig sem herramaðurinn, sem allskyns aura hefur og öllum með sér gefur. (Kvæði I, 28) Allt frá miðöldum tíðkaðist bæði hér og erlendis að sett væru ákveðin lög um hvaða klæði, skartgripi og jafnvel liti mætti bera og fór það eftir efnahag hvers og eins. Hér á landi giltu ákvæði í Jónsbók um skrúðklæðaburð, svo lengi sem sú bók var lögbók Islendinga, eða formlega til ársins 1662. Hins vegar er vitnað til laganna, allt fram á 18. öld og þau áréttuð hvað eftir annað. I lögunum segir svo: ok því gerum vér öllum mönnum kunnigt, at hverr sá sem á til .xx. hundraða ok eigi minna, hvárt sem hann er kvángaðr eða eigi, má bera eina treyju með kaprúni [hettu] af skrúði; en sá er á til .xi. hundraða, má þar með bera skrúðkyrtil einn; sá er á til .ixxx. hundraða, má þar með bera ólpu eða kápu tvídragna utan gráskinni, en sá er á til hundrað hundraða, hann má at frjálsu bera þessi öll klœði; utan lærðir menn beri klæði sem þeir vilja, ok handgengnir menn þeir sem sér eigu öll skyldarvápn . . . En ef nokkurr berr sá skrúðklœði er minna fé á, eða öðru- víss en hér váttar, sé klæði upptæk konungs umboðs- manni, nema konur beri. (Jónsbók, 1904, 115-116). Með þessum lögum er einfaldlega verið að tryggja yfir- stéttinni einkarétt á glæsilegum og dýrum fatnaði. Um leið felst í lögunum frelsi hinna ríku til að klæðast sam- 18 kvæmt eigin ósk, og reynt að koma í veg fyrir að minna efnaðir eyði fé sínu í „óþarfa”, svo þeir geti greitt skuldir sínar við kóng og kirkju. Lögin eru ítrekuð hvað eftir annað næstu aldirnar, þannig að líklega hefur gengið illa að framfylgja þeim; snemma á 18. öld kvartar Jón biskup Vídalín um að lengi hafi lögin ekki verið virt. A 16. og 17. öld voru margoft nefndir dómar um óhæfi- legan og ólöglegan klæðaburð, bæði á Alþingi og í héraði. Þeim er ætíð beint gegn því fólki sem ekki hafði rétt til að bera skrúðklæði samkvæmt lögunum, en ásældist engu að síður útlendan tískuvarning. Þegar skólapiltar í Skál- holti taka upp útlenda tísku; hárkollur og vesti, er það kallað andstyggðar fordild, girnd augnanna og menjar drambsamlegs lífernis. A 18. öld er enn barist gegn óhófi og ólöglegum klæða- burði hér á landi. í bréfi sem Jón biskup Vídalín skrifar stiftamtmanni árið 1720 kemst hann svo að orði: det var hói nödvendigt at her i landet bleve indgivene nogle leges sumtuariæ par Example, om klædedragt, hvor om vores gamle Jislandske lov og melder men icke er ble- ven efterlevet nu i lang tid, mand kand see at en deel fórer sig op som cavalerer, der dog icke eje dend hest de side paa, naar deres gield er betalt, hvor fore der maatte befa- les, at folkene skulle bruge de klæder sem gióres i landed . . . ) Bréfabók Jóns Vídalín, Eftirrit Lbs 1650 4to, 685-6’ Reyndar var það skoðun yfirvalda í upphafi 18. aldar- innar að setja bæri ný lög sem bönnuðu allt óhóf og segðu til um leið hversu miklu hverri stétt bæri að eyða til klæðnaðar, brúðkaupa, útfara, giftinga, o. s. frv. Þetta viðhorf kemur t. d. fram hjá Jóni biskup Vídalín og einn- ig hjá Gottrup lögmanni, sem sendur var hingað til lands í byrjun aldarinnar, til að gera tillögur um ýmsar endur- bætur og nýungar. Síðustu viðleitni í þessa átt er að finna í tilskipun frá Kristjáni VI. konungi árið 1736, þar sem hann bannar allt óhóf í klæðaburði, og sýnir hún að konungur hefur enn talið það í sínum verkahring að ráðskast með klæðaburð þegna sinna og mismuna þeim eftir stétt þeirra og stöðu. I þessu tilviki var pietisminn að verki. En fáeinum árum síðar, með valdatöku Friðriks V. tekur upplýsingar- innar að gæta í danska ríkinu og þá um leið á fslandi. Sú stefna, ásamt með áhrifum frönsku byltingarinnar, leiddi til róttækrar endurskoðunar á gömlum viðhorfum og lífs- háttum, sem kemur m. a. fram í því að tískan er ekki lengur lögbundin sérréttindi hástéttanna. Borgarastéttin hefur komist til áhrifa í samfélaginu og gert tískuna að verslunarvöru sem býðst hverjum sem kaupa vill og getur. Æsa Sigurjónsdóttir HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.