Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 7

Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 7
Nokkur umræða varð um hvort setja skyldi myndirnar upp með viðaráferð- inni án þess að mála þær. En Hulda mundi alltaf lýsingu gömlu sveitung- anna á postulunum sem settu svip á kirkjuna vegna litríkra klæða sinna. Og því varð úr að Baldri Edwins var falið að mála þá. Fullunnir voru þeir í febrúar og um páska 1983 voru þeir sýndir á kirkjulistarsýningu á Kjarvals- stöðum ásamt gamalli og nýrri kirkju- list. Allir lögðust á eitt Hulda segir frá því að árið 1980 hafi frænka hennar á Hnjúki í Vatnsdal, Guðrún Jónsdóttir, haft samband við sig og beðið að útvega altarisdúk í kirkjuna. Henni veittist erfitt að fá konu sem vildi taka að sér saumaskap- inn þar sem allar voru hættar slíkri vinnu og ákvað hún því að gera dúkinn sjálf eftir gömlu munstri móður sinnar. Er því verki var lokið fannst Huldu tímabært að láta hefja útskurð postula- myndanna og stakk upp á því að frænka hennar borgaði fyrir dúkinn verð eins postula og sjálf mundi hún þá greiða annan á móti. Að þessum samningi gerðum um jól 1980 samdi Hulda við Svein myndskera um útskurðinn. Sveinn skyldi vinna smátt og smátt að þessu og Hulda „talaði við fólk úr sveit- inni um að leggja í púkkið," eins og hún orðar það sjálf. I sveitinni var safnað peningum, höfðinglegar gjafir bárust úr dánarbúum og rausnarlegar minningar- gjafir voru gefnar. Allt gekk upp og nú er verkið í upprunalegri mynd á sínum stað í Þingeyrakirkju. Svo er fyrir að þakka einstæðu fram- taki Huldu Stefánsdóttur sem réðst í að láta vinna kostnaðarsamt stórvirki og valdi til þess mjög hæfan mann sem leysti verkið sérlega vel af hendi. Sjálf segir Hulda aðeins af hógværð: „Eg er þakklát sveitungum mínum hve vel þeir tóku bón minni og veit ekki annað en að allir séu fegnir að fá Krist og postulana heim.“ Rúna Gísladóttir 1. Þingeyrakirkja byggð úr húnvetnsku grjóti og vígð árið 1877. 2. Pétur postuli eins og hann var að loknu verki Sveins Ólafssonar myndskera. Viðaráferðin kemur hér vel fram. 3. Myndirnar fullunnar. Fyrir miðju Kristur, en postularnir Jóhannes og Pétur sinn til hvorrar handar. 4. Postularnir Símon og Jakob með tákn sín í höndum. 5. Postularnir ásamt Kristi á sínum stað í Þingeyrakirkju. Ljósmyndir: Sveinn Ólafsson. HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.