Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 38
RAGNA BYGGIR
ráðurinn hefur verið manninum
yrkisefni svo lengi sem vitað er.
Lífsbjargarþörfin og fegurðar-
þráin hafa bundið saman þræði sína á
fjölskrúðugan hátt gegnum aldirnar.
Textíllist. Merking þess orðs víkkar
óðfluga, því allar listrænar hræringar
samtímans finnast innan hennar í dag.
Fjölbreytileiki efna sem flokkast undir
textíla er einnig orðinn með ólíkindum.
Og hugmyndastormurinn geisar, -
blakar meira að segja við okkur hér
norður við Dumbshaf.
Árið 1985 var viðburðaríkt í vefjar-
listinni. Textílfélagið minntist 10 ára af-
mælis síns með veglegri sýningu 30 fé-
lagsmanna að Kjarvalsstöðum í mars.
Þar var einnig á sama tíma yfirlitssýning
á verkum finnsku textíllistakonunnar
Doru Jung. Á listiðnaðarsýningunni
Form ísland eru 10 félagsmenn Textílfé-
lagsins meðal þátttakenda. En sú sýn-
ing hefur ferðast á milli allra Norður-
landanna nú í IVi ár. Pá var sýning sam-
norræna Textíltriennalsins, hin 4. í röð-
inni, að Kjarvalsstöðum í ágúst. Þar
voru fjórir jjátttakendur frá íslandi. Svo
er það hinn virti, alþjóðlegi Textíl-
biennale í Lausanne í Sviss, sem stóð
yfir frá 15. júní til 16. sept. s. 1. Þar
var Ragna Róbertsdóttir meðal þátt-
takenda sem voru 52 og er það í fyrsta
skipti sem íslendingi hlotnast sá heiður.
Hún var einnig ein af þeim 19 lista-
mönnum, sem valdir voru úr hópnum til
þess að sýna verk sín í listasafninu í
Álaborg í Danmörku nú í vetur. Af því
tilefni knúði Hugur og hönd dyra á
Kirkjugarðsstígnum, en þar býr Ragna
ásamt eiginmanni sínum, Pétri Arasyni
verslunarmanni og syni þeirra Kjartani,
sem er 13 ára.
Ragna Róbertsdóttir er fædd í
Reykjavík árið 1945. Hún lauk prófi úr
Myndlista- og handíðaskóla íslands
árið 1970 og fór þá til framhaldsnáms
við Konstfackskolan í Stokkhólmi.
Hún hefur tekið þátt í fjölda listsýninga
s. 1. 10 ár, meðal annars samnorrænum
Textíltriennal bæði árin 1976 og 1980,
íslenskri samsýningu í Hásselbyhöll í
Svíþjóð 1981, íslenskri listiðnaðarsýn-
ingu í Danmörku 1981-82, Scandinavia
Today í Bandaríkjunum 1982-83 og
2.
Form ísland, farandsýningu á Norður-
löndum 1984-85.
Ragna er ein af stofnendum Gallerí
Langbrókar, einnig ein af stofnendum
Textílfélagsins og formaður þess árin
1975-77. Verk eftir hana er í eigu Nor-
rænu listamiðstöðvarinnar í Sveaborg í
Finnlandi.
„Já, ég kann því ágætlega að hafa
vinnuaðstöðuna á heimilinu", segir
38
HUGUR OG HÖND